Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Eldgosið „á kórréttum stað“ en kemur upp á „verstu sprungu sem gat gosið á“

Eld­gos­ið norð­ur af Grinda­vík kem­ur upp á sprungu sem nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ar hafa hugs­að til „með hryll­ingi“. Fyrst um sinn voru þó góð­ar frétt­ir af eld­gos­inu.

Þyrlumynd af gosinu Ný mynd frá Landhelgisgæslunni.

Uppfært kl. 12:40 Hraunflæði úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur minnkað um einn fjórða af því sem það var í byrjun. Kvikustrókarnir eru lægri og eru um það bil 30 metrar þar sem þeir ná hæst. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem segir þessar tölur vera sjónrænt mat úr könnunarflugi. 

Segir í tilkynningunni að „þróun gossins svipar til eldgosa við Fagradalsfjall þar sem gossprungurnar eru byrjaðar að draga sig saman og mynda stök gosop. Á þessum tímapunkti eru um fimm gosop sem eru dreifð eftir upphaflegu sprungunni.“

Ekki er talin hætta á gasmengun fyrr en seint í nótt eða í fyrramálið á Höfuðborgasvæðinu, en hennar gæti orðið vart í Vestmannaeyjum.

HraunstreymiEnn sem komið er hefur flæði hrauns dvínað á syðri hluta sprungunnar og er mest eldvirknin um miðbik hennar. Hraun flæðir helst að Fagradalsfjalli.Þróun gossins svipar til eldgosa við Fagradalsfjall.

Uppfært kl. 10. Eldgosið er talsvert stærra og kraftmeira en þau sem hafa orðið á svæðinu síðastliðin ár. Nokkuð dró úr krafti þess þegar leið á nóttina. Það gefur þó engar vísbendingar um hve lengi gosið mun vara, aðeins að það sé að ná jafnvægi.

Samkvæmt Veðurstofunni er gossprungan um fjórir kílómetar að lengd. Norðurendi hennar er rétt austan við Stóra-Skógfell, syðri endinn er rétt austan við Sundhnúk. Frá syðri endanum eru tæpir 3 kílómetrar að jaðri Grindavíkur.

Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að virknin væri að þéttast fyrir miðbik sprungunnar og að syðri hluti gangsins væri að dvína.

Eldgosið hefur ekki áhrif á flug, samkvæmt tilkynningu frá samskiptastjóra Icelandair. Það hafði þó þau áhrif að flugumferðarstjórar hættu við boðað verkfall sitt sem átti að taka gildi í nótt og á morgun.

Gosið við SýlingafellBjarminn af gosinu umleikur eldri gíga nærri Sundhnúkagígum.

Uppfært kl. 02.10. Eldgosið sem kom upp norður af Hagafelli við Grindavík í gærkvöldi við Sundhnúkagígaröðina, sem náttúruvársérfræðingar hafa hugsað til með hryllingi, kemur upp „á kórréttum stað“, segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, í samtali við RÚV. Þó kemur gosið upp á „verstu sprungu sem gat gosið á“.

Ármann Höskuldsson var staddur í nótt kl. 2 á Sýlingafelli að mæla sprunguna. „Hún er rétt rúmlega 4 kílómetra löng og hún nær náttúrulega ekki yfir vatnaskil í átt að Grindavík. Hún hefur verið að stjaka sér norður úr og það er kominn straumur í norðaustur í átt að Grindavíkurveginum en að öðru leyti fer hraunið í átt til austurs í átt að Fagradalsfjalli. Þetta er versta sprunga sem gat gosið á.“

Ármann telur að hraun muni bunkast upp við Fagradalsfjall, austur af gossprungunni. „En nokkrir dagar í að það falli niður í Þórkötlustaðahverfi austast í Grindavík,“ bætir hann við. Ólíkt því sem kom fram fyrr í nótt segir Ármann gossprunguna ekki virst hafa færst til suðurs í áttina að Grindavík.

Uppfært kl. 01.10: Gossprungan er um fjögurra kílómetra löng. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur lýsir því sem hann sá í flugi yfir gosstöðvarnar í viðtali við RÚV. Gossprungan er „miklu stærri og lengri en í fyrri gosum sem við höfum séð á Skaganum,“ segir hann. „Þetta nær frá vatnaskilum og norður eftir til Stóra-Skógfells.“

Gosið séð frá NjarðvíkFerðamenn sem aðrir fylgdust með eldgosinu frá Reykjanesbrautinni og nágrenni hennar.
Séð frá ReykjavíkBjarmi og logar gossins voru sýnilegir frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi.

Magnús Tumi segir hraunbreiðuna stóra en þunna. „Þetta virðast vera nokkur hundruð rúmmetrar á sekúndu.“ Hann segir staðsetninguna góða miðað við gos á þessum stað. „Skaginn býr yfirleitt ekki til mjög stór hraun.“

Þróunin hefur verið sú að sprungan teygir sig til suðurs. „Sprungan var aðeins að teygja sig til suðurs og hún gæti gert það meira.“ Að hans sögn eru lykilspurningar hvort gosið teygi sig lengra til suðurs og hversu lengi það heldur áfram. Haldi það áfram með svipuðum hætti teygir hraunbreiðan sig á sléttunni milli fjallanna fyrst um sinn.

Uppfært kl. 01.00: Samkvæmt fréttum RÚV flæðir hraun til norðurs meðfram varnargarði sem reistur var í kringum Svartsengi.

Uppfært kl. 00.25: Gossprungan norður af Grindavík þróast hratt. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að gossprungan sé nú að teygja sig til suðurs. „Það er frekar hröð þróun á gossprungunni. Hún hefur breitt úr sér mjög hratt. Hún hefur færst eftir Sundhnúkagígaröðinni til suðvesturs, suður fyrir vatnaskilin, og er komin núna 2,5 kílómetra norður af Grindavík. Eldgosið sjálft er norður fyrir það en það er að færast suður yfir vatnaskil,“ segir hann í viðtali við RÚV.

Eldgos hófst klukkan 22:17 skammt norðan við Grindavík, milli Hagafells og Sýlingafells. Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent eftirfarandi tilkynningun frá sér: „Eldgos er hafið, rýmið Grindavík STRAX en alls ekki um Grindavíkurveg.“ Fólki í Grindavík er ráðlagt að fara Suðurstrandarveg til að flýja bæinn. Gossprungan var upphaflega um þrjá til fjóra kílómetra frá nyrsta hluta byggðarinnar í Grindavík, en færist sunnar samhliða áframhaldandi skjálftavirkni.

Gos við SundhnúkagígaGossprungan náði í nótt fjögurra kílómetra lengd.
EldgosiðMyndbrot frá AlmannavörnumAlmannavarnadeild Ríkislögreglustjóra

„Þetta er ekki túristagos,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, á blaðamannafundi. Víðir varaði í upphafi við því að hraun gæti runnið til Grindavíkur á örfáum klukkustundum, ef gosrásin lægi sunnan við vatnaskil. Svo virðist þó ekki vera. Hraunið rennur til norður og fer norður fyrir Sýlingafell. „Staðsetningin virðist vera ágæt en gosið er stórt,“ segir hann í viðtali við Ríkisútvarpið. Sprungan virðist vera að teygja sig til norðurs og mest virkni milli Stóra-Skógfells og Sýlingafells. Hluti hraunsins rennur í átt til Fagradalsfjalls, en hraunflæðilíkan er ekki tilbúið. Gert er ráð fyrir að hraun geti runnið í átt að Grindavík og Bláa lóninu og Svartsengi, þar sem varnargarðar hafa verið reistir. Ef sprungan teygir sig áfram til norðurs gæti hraun farið að renna á næstu dögum að Vogum á Vatnsleysuströnd.

Kvikuflæðið er 100 rúmmetrar á sekúndu, samkvæmt fyrsta mati Víðis Reynissonar, eða tífalt meira en í fyrsta gosinu við Fagradalsfjall árið 2021. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur gerir ráð fyrir að flæðið sé 150 til 200 rúmmetrar á sekúndu, þrefalt á við gosið við Litla-Hrút, en helmingur á við gosið í Holuhrauni. Gossprunga er um 3 til 3,5 kílómetrar að lengd og „miklu meira gosefni heldur en við sáum þar“, segir Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhniks hjá Veðurstofu Íslands, í viðtali við RÚV. Hún segir að áhyggjur hafi verið lengi af gosi á þessu svæði og til þess „hugsað með hryllingi í lengri tíma“.

Háir gosstrókar liggja frá langri sprungu sem liggur um svæðið milli Hagafells og Sýlingafells, skammt frá Sundhnúk. Staðsetningin er beint austur af Svartsengi og Bláa lóninu. Skammt frá gamalli gígaröð.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir í viðtali við RÚV um að ræða „klassískt, íslenskt sprungugos á flekamótum“. „Um miðjan dag á morgun verða þetta örfáir gígar sem eru eftir,“ segir hann og bætir við: „Þetta verður búið fyrir áramót.“

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir við RÚV að búast megi við því að gosinu þverri kraftur fljótlega og að gosvirkni færist yfir í staka gíga eða jafnvel einn gíg. Hann ber goshrinuna á Reykjanesi saman við Kröfluelda.1975 til 1984. „Þessi hrina af gosum byrjar með gangainnskotum og litlum gosum til að byrja með, síðan dregur úr stærð ganganna en gosin vaxa með tímanum. Þannig að stærsta gosið í Kröfluhrinunni var síðasta gosið og með því gosi endaði sú atburðarás.“

KeflavíkFlugfarþegi tók þessa mynd með útsýni til suðurs yfir Keflavík.

Gosstrókar „slá í hundrað metrana“, segir Þorvaldur Þórðarson, sem lýsir samfelldri sprungu með öflugum kvikustrókum í samtali við Ríkisútvarpið. „Hraunið flæðir til allra átta frá gígunum,“ segir hann.

Að sögn Þorvaldar liggur nú fyrir að rétt hafi verið að reisa varnargarð í kringum jarðvarmavirkjunina á Svartsengi. Þá segir hann að mælt hafi verið fyrir varnargörðum við Grindavík og reisa megi garða með skömmum fyrirvara. „Það er ekki eftir neinu að bíða,“ segir hann.

Í fyrra gosi á svæðinu var löng gossprunga sem náði langleiðina að núverandi byggð í Grindavík. „Syðsti endinn er ekki nema 800 metrum frá Grindavík. Nyrsti endinn er minna en fimm kílómetrum frá Vogum,“ útskýrir Þorvaldur í viðtali við Ríkisútvarpið.

Skömmu eftir að gos hófst hafði lögreglan beðið fólk að stöðva ekki bifreiðir sínar við brautina. „Við viljum óska eftir því að ökumenn teppi ekki vegi og skapi með því óþarfa hættu með að stöðva á akbrautum og í vegköntum. Þetta er afskaplega mikilvægt! Höldum vegum opnum þannig að fólk geti rýmt svæðið og viðbragðsaðilar komist til og frá!“

Síðar barst önnur tilkynning, þess efnis að búið sé að lokað Reykjanesbrautinni. „Við biðjum ykkur um að rýma Reykjanesbrautina strax“.

Íbúar á svæðinu spyrja lögreglu á móti hvort þeir komist um Reykjanesbraut til vinnu á morgun.

Bláa lónið opnaði í gær eftir að hafa verði lokað þegar rýmt var vegna skjálftahrinu um 10. nóvember. Mikill þrýstingur hafði verði meðal sumra íbúa Grindavíkur að fá að dvelja í bænum að næturlagi og greip lögregla inn í dvöl eins íbúanna um helgina.

Hægt hafði á þenslu undir Svartsengi síðustu daga, en um helgina varaði Veðurstofan við því að of snemmt væri að álykta um stöðuna. „Of snemmt er að fullyrða að kvikusöfnun við Svartsengi hafi stöðvast og landrisi sé lokið. Vísbendingar eru um að hægt hafi á landrisinu síðustu daga, en nauðsynlegt er að bíða eftir frekari gögnum til að túlka mögulega þróun atburðarásarinnar.“

Gosið um miðnætti

Eldgosið er hafiðEftir skjálftahrinu sem hófst í kvöld hófst eldgos.Live from Iceland
Kort Veðurstofu ÍslandsStaðsetning gossins liggur nú fyrir og er sprungan um 2,8 kílómetrar að lengd, um þrefalt á við lengstu sprungu við Fagradalsfjall.
SkjálftahrinaStaðan klukkan hálf ellefu í kvöld.
Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár