Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svanhildur Hólm verði skipuð sendiherra í Bandaríkjunum

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur lagt til að Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs og fyrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur hans, verði nýr sendi­herra Ís­lands í Banda­ríkj­un­um. Einnig stefn­ir hann öðr­um sam­starfs­manni sín­um í nýja stöðu sendi­herra á Ítal­íu.

Svanhildur Hólm verði skipuð sendiherra í Bandaríkjunum
Aðstoðarmaður og ráðherra Bjarni og Svanhildur, þá aðstoðarmaður hans, á kosningavöku fyrir alþingiskosningarnar 2017. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hefur lagt til að tveir af nánustu samstarfsaðila hans til margra ára hljóti áberandi sendiherrastöður fyrir Íslands hönd.

Bjarni hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og fyrrverandi aðstoðarmaður hans til margra ára, verði nýr sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Vísir greinir frá þessu. Svanhildur staðfesti fréttirnar við fréttastofu Vísis og sagðist spennt fyrir starfinu, sem að hennar sögn snýst um að leggja sitt af mörkum til að gæta hagsmuna Íslands erlendis.

Svanhildur, sem er fædd árið 1974, er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og er auk þess með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún var aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar frá 2012-2020.

SendiherraefniSvanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Loga Bergmanni Eiðssyni, eiginmanni sínum.

Þar á undan var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins í þrjú ár en starfaði einnig um árabil sem fjölmiðlamaður, meðal annars í Kastljósi og sem þáttastjórnandi í Íslandi í dag …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Svona verður spillingin alltaf meiri og meiri. Vinir og vandamenn ráðnir í æðstu stöður ríkissins og þannig versnar þjónusta meir og meir því ekki er auglýst eftir hæfasta fólkinu sem völ er á.
    Gæði í opinberri þjónustu verður bara til ef hæfasta fólkið er ráðið.
    4
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ef embættið er ekki auglýst til umsóknar og hagsmunaaðili ( sem notið hefur stuðnings þess sem veita á embættið ) afhendir það "vini og /eða stuðningsaðila... er það skýr hagsmunaárekstur og einungis skilgreinalegt sem mútur.

    En íslensk lenska er að greiða mútur. ... Bara ekki fyrirfram.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár