Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hefur lagt til að tveir af nánustu samstarfsaðila hans til margra ára hljóti áberandi sendiherrastöður fyrir Íslands hönd.
Bjarni hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og fyrrverandi aðstoðarmaður hans til margra ára, verði nýr sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Vísir greinir frá þessu. Svanhildur staðfesti fréttirnar við fréttastofu Vísis og sagðist spennt fyrir starfinu, sem að hennar sögn snýst um að leggja sitt af mörkum til að gæta hagsmuna Íslands erlendis.
Svanhildur, sem er fædd árið 1974, er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og er auk þess með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún var aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar frá 2012-2020.
Þar á undan var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins í þrjú ár en starfaði einnig um árabil sem fjölmiðlamaður, meðal annars í Kastljósi og sem þáttastjórnandi í Íslandi í dag …
Gæði í opinberri þjónustu verður bara til ef hæfasta fólkið er ráðið.
En íslensk lenska er að greiða mútur. ... Bara ekki fyrirfram.