Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.

Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz

„Ég get staðfest að mál starfsmanna hjá embættinu eru til skoðunar vegna háttsemi í vinnuferð erlendis í síðasta mánuði,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Málið er litið alvarlegum augum enda eru ríkar kröfur gerðar til starfsmanna embættisins um að vera til fyrirmyndar í hvívetna,“ segir hann. 

Uppákoma í fræðsluferð um hatursglæpi

Málið sem um ræðir snýst um uppákomu sem átti sér stað í fræðsluferð íslenskra lögreglumanna og saksóknara lögregluembætta til Póllands dagana 7.-11. nóvember. Námskeiðið var haldið á vegum mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, sem heyrir undir ríkislögreglustjóra, og voru þar fulltrúar ýmissa lögregluembætta á landinu. 

Yfirskrift námskeiðsins var „Hatursglæpir - uppgangur öfgaafla“ og var haldið í bænum Auschwitz. Þar voru stærstu fanga- og útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni og var einn dagur tileinkaður útrýmingarbúðunum þar sem farið var í skoðunarferð. 

Deildu myndum á Snapchat

Eitt kvöldið þegar þátttakendur á námskeiðinu fóru út á lífið ákváðu þrjár konur, sem allar starfa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að panta þjónustu karlkyns strippara og koma þannig á óvart öðrum þátttakendum á námskeiðinu sem voru með þeim þetta kvöld. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar tóku konurnar fjölda mynda þetta kvöld og deildu í lokuðum hópi á samfélagsmiðlinum Snapchat. 

Uppákoman lagðist misvel í viðstadda. Þá mun vera mikil ólga vegna málsins innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Tjá sig ekki frekar

Gunnar Rúnar vildi ekki staðfesta hvort einhverjar þessarra kvenna hefðu verið áminntar eða settar í tímabundið leyfi frá störfum vegna málsins, né hvort um brot á siðareglum væri að ræða en konurnar voru í ferðinni á vegum vinnuveitenda síns. 

Að sögn Gunnars Rúnars getur embættið ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna umfram það sem haft er eftir honum í upphafi fréttarinnar. 

Skulu ekki varpa rýrð á starfið

Í mannauðsstefnu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að „Starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að aðhafast ekkert í starfi sínu eða utan þess sem getur orðið þeim til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf sem þeir vinna.“

Í kafla um samskipti segir að áhersla sé „lögð á samheldni, traust og góðan starfsanda. Einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni og önnur óviðeigandi hegðun er litin alvarlegum augum og hún ekki liðin.“

Þjóni samfélaginu af heiðarleika

Í siðareglum lögreglunnar segir meðal annars: „Í starfi lögreglu er áhersla lögð á góða siði og starfsmenn skulu vera áreiðanlegir og starfsamir fagmenn. Þeir geta því aðeins vænst trausts og virðingar vegna starfa sinna að þeir framkvæmi hlutverk lögreglu með það að leiðarljósi að þjóna samfélaginu af heiðarleika, hlutlægni, réttsýni, nærgætni, trúmennsku, þagmælsku og þekkingu.“

Undir siðareglurnar heyrir starfsfólk lögreglu, ríkislögreglustjóri, aðstoðarríkislögreglustjóri, lögreglustjórar, aðstoðarlögreglustjórar, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, löglærðir fulltrúar lögreglustjóra, lögreglumenn og annað starfslið lögreglu auk saksóknara við embætti lögreglustjóra.

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Skil ég það rétt að þetta hafi ekki verið lögreglukonur ?
    0
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Sorglegt í meira lagi, þetta fólk er ráðið til að gæta og vernda, fara í erfið verkefni þar sem mannlífð hefur farið úr skorðum og börn eiga undir högg að sækja. Svo sýnir þessi litli minnihluti svakalegan dómgreindarbrest og undarlegt hugarfar. Finn þeim þetta virkilega í lagi, að kaupa sér karlstrippara, ekkert skárra en karlar að kaupa sér konur til að horfa á með lítilli virðingu og vafasamt hugarfar. Æ það er óbragð af þessu öllu.
    0
  • Thordis Thordardottir skrifaði
    óköp er að vita að fræðsla um hatursorðræðu skuli ekki hafa skilað sér til þessara kvenna. Voru þær kannski í símanum allan tímann? Í besta falli er þetti merki um dómgreindarskort en í versta falli merki um að misbeita valdi.
    1
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Ekkert má nú lengur!!
    0
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Það verður að reka þessar graðkerlingar strax svo þær skemmi ekki út frá sér ágætt starf lögreglunnar.
    -2
  • HR
    Heida Rafnsdottir skrifaði
    Hmmm, mættu kannski hafa notað orðið "starfsfólk"? Soldið andfeminisk nálgun í frettatitli, burtséð frá efninu og mikilvægi þess. Orðið "starfskarlar" hef eg ekki heyrt notað að mig minnir. Að vera kona í starfi hjá lögreglu hefur ekki aðra merkingu en að vera karl i starfi hjá lögreglu :/
    -1
    • Guðjon Eiríksson skrifaði
      Hmmm...
      Það er hluti af fréttinni að konur pöntuðu sér karlfatafellur.
      Fréttin hefði verið að mörgu leyti áhugaverðari ef karl löggur hefðu pantað sér karlstrippara🤭
      3
    • Birgir Hauksson skrifaði
      Ég tel að karl starfsmenn hefðu aldrei vogað sér svona háttsemi í dag.
      Það er kannski merki um góða kvenréttinda baráttu undanfarið að konurnar þarna voru öruggar með sig og sáu ekki tviskinnunginn og hræsnina.
      En mín vegna er þetta allt í góðu lagi.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár