Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég held að það sé ekki Namibía“

Vinnslu­stöð­in festi fyr­ir skömmu kaup á þrem­ur vél­um sem umbreyta sjó í drykkjar­vatn. Vél­arn­ar voru upp­haf­lega ver­ið fram­leidd­ar fyr­ir ónefnd­an að­ila í Afr­íku sem voru til­bún­ir að leyfa Vinnslu­stöð­inni að fá tæk­in til sín og bíða eft­ir næstu fram­leiðslu. Fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar kveðst ekki vita frá hvaða landi að­il­arn­ir frá Afr­íku eru.

„Ég held að það sé ekki Namibía“
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Framkvæmdstjóri Vinnslustöðvarinnar segist ekki vita frá hvaða landi upphaflegir kaupendur vatnshreinsibúnaðarins séu.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanneyjum, segist í samtali við Heimildina ekki vita frá hvaða Afríkuríki upphaflegir kaupendur tæknibúnaðs sem umbreytir í sjó í drykkjarvatn eru. „Ég bara er ekki með það á hreinu, ég held að það sé ekki Namibía,“ segir Sigurgeir. 

Vinnslustöðin sendi frá yfirlýsingu fyrir stuttu þar sem tilkynnt var um að fyrirtækið hefði gengið frá kaupum þremur gámum af tæknibúnaði frá hollensku fyrirtæki. Þá segir í tilkynningunni að fyrirtækinu hafi tekist að útvega sér tækin með því að ganga inn í samning sem upphaflega var gerður milli fyrirtækis í Hollandi og aðila í ónefndu ríki í Afríku. Vinnslustöðin hafi tekist ná samkomulagi um að kaupa og flytja inn tækin til sín á meðan aðilarnir í Afríku myndu þess í stað bíða lengur eftir sínum búnaði.

Spurður nánar út í þessi viðskipti segir Sigurgeir kaupendurna í Afríku hafa lent í erfiðleikum sem hafi verið þess valdandi að þeir voru ekki reiðubúnir til þess að taka við tækjabúnaðinum. „Þannig þetta hentaði þeim bara ágætlega að við færum inní þetta af því þeir gátu ekki borgað eða gátu ekki gengið frá,“ segir Sigurgeir. Þá bendir hann á að viðskiptin hafi verið gerð í samvinnu við seljanda og kaupanda og full samkomulag hafi verið um að Vinnslustöðin keypti búnaðin og að aðilarnir í Afríku fengju næstu framleiðslu. 

Eins og fram hefur komið, eru kaupin á þessu tækjum viðbragð við skemmdum sem urðu á neysluvatnlögninni til Vestmanneyja, þegar skipið Huginn VE, sem er gert út af Vinnslustöðinni, missti akkeri með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn skemmdist. Í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar segir að Vinnslustöðin þurfi ekki allar þrjár vélarnar og til standi að bjóða Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ að kaupa hinar tvær vélarnar. Hver vél kostar á milli 90 til 100 milljónir króna.

Aðspurður hvort stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hefðu íhugað að gefa annað tækið til bæjarins, í ljósi þess að skip á vegum útgerðarinnar olli fyrgreindum skemmdum, svaraði Sigurgeir því neitandi. Þá tekur hann fram að óvíst sé hvort að bærinn taki við tilboðinu. „Við vitum bara að það er þörf fyrir vatnið og við bara kaupum þetta og leysum við þetta bara í framhaldinu. Ég er ekki viss um að það verði Vestmanneyjabær sem kaupir, ég veit ekkert um það.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bjarni Guðjonsson skrifaði
    Þetta er nú fallleg gert af Vinslustöðinni hreynsa vatn og senda til Afríku.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár