Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég held að það sé ekki Namibía“

Vinnslu­stöð­in festi fyr­ir skömmu kaup á þrem­ur vél­um sem umbreyta sjó í drykkjar­vatn. Vél­arn­ar voru upp­haf­lega ver­ið fram­leidd­ar fyr­ir ónefnd­an að­ila í Afr­íku sem voru til­bún­ir að leyfa Vinnslu­stöð­inni að fá tæk­in til sín og bíða eft­ir næstu fram­leiðslu. Fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar kveðst ekki vita frá hvaða landi að­il­arn­ir frá Afr­íku eru.

„Ég held að það sé ekki Namibía“
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Framkvæmdstjóri Vinnslustöðvarinnar segist ekki vita frá hvaða landi upphaflegir kaupendur vatnshreinsibúnaðarins séu.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanneyjum, segist í samtali við Heimildina ekki vita frá hvaða Afríkuríki upphaflegir kaupendur tæknibúnaðs sem umbreytir í sjó í drykkjarvatn eru. „Ég bara er ekki með það á hreinu, ég held að það sé ekki Namibía,“ segir Sigurgeir. 

Vinnslustöðin sendi frá yfirlýsingu fyrir stuttu þar sem tilkynnt var um að fyrirtækið hefði gengið frá kaupum þremur gámum af tæknibúnaði frá hollensku fyrirtæki. Þá segir í tilkynningunni að fyrirtækinu hafi tekist að útvega sér tækin með því að ganga inn í samning sem upphaflega var gerður milli fyrirtækis í Hollandi og aðila í ónefndu ríki í Afríku. Vinnslustöðin hafi tekist ná samkomulagi um að kaupa og flytja inn tækin til sín á meðan aðilarnir í Afríku myndu þess í stað bíða lengur eftir sínum búnaði.

Spurður nánar út í þessi viðskipti segir Sigurgeir kaupendurna í Afríku hafa lent í erfiðleikum sem hafi verið þess valdandi að þeir voru ekki reiðubúnir til þess að taka við tækjabúnaðinum. „Þannig þetta hentaði þeim bara ágætlega að við færum inní þetta af því þeir gátu ekki borgað eða gátu ekki gengið frá,“ segir Sigurgeir. Þá bendir hann á að viðskiptin hafi verið gerð í samvinnu við seljanda og kaupanda og full samkomulag hafi verið um að Vinnslustöðin keypti búnaðin og að aðilarnir í Afríku fengju næstu framleiðslu. 

Eins og fram hefur komið, eru kaupin á þessu tækjum viðbragð við skemmdum sem urðu á neysluvatnlögninni til Vestmanneyja, þegar skipið Huginn VE, sem er gert út af Vinnslustöðinni, missti akkeri með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn skemmdist. Í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar segir að Vinnslustöðin þurfi ekki allar þrjár vélarnar og til standi að bjóða Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ að kaupa hinar tvær vélarnar. Hver vél kostar á milli 90 til 100 milljónir króna.

Aðspurður hvort stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hefðu íhugað að gefa annað tækið til bæjarins, í ljósi þess að skip á vegum útgerðarinnar olli fyrgreindum skemmdum, svaraði Sigurgeir því neitandi. Þá tekur hann fram að óvíst sé hvort að bærinn taki við tilboðinu. „Við vitum bara að það er þörf fyrir vatnið og við bara kaupum þetta og leysum við þetta bara í framhaldinu. Ég er ekki viss um að það verði Vestmanneyjabær sem kaupir, ég veit ekkert um það.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bjarni Guðjonsson skrifaði
    Þetta er nú fallleg gert af Vinslustöðinni hreynsa vatn og senda til Afríku.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár