Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vinnslustöðin framleiðir eigið drykkjarvatn úr sjó

Vinnslu­stöð­in í Vest­manna­eyj­um hef­ur keypt þrjár vél­ar sem fram­leitt geta hreint drykkjar­vatn úr sjó. Skip fé­lags­ins missti akk­eri úti fyr­ir eyj­um og skemmdi við það neyslu­vatns­lögn sem ligg­ur til bæj­ar­ins. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að bjóða Vest­manna­eyja­bæ að kaupa eina vél­ina og Ís­fé­lag­inu aðra.

Vinnslustöðin framleiðir eigið drykkjarvatn úr sjó
Binni Sigurgeir Brynjar, eða Binni eins og hann er alltaf kallaður, tilkynnti um kaupin á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Mynd: mbl / Óskar Pétur Friðriksson

Vinnslustöðin hefur keypt þrjár vélar sem geta hreinsað sjó og umbreytt í hreint drykkjarvatn. Von er á fyrstu einingunni á milli jóla og nýárs en hinum tveimur eftir áramót. Hver vél kostar á bilinu 90 til 100 milljónir króna. Í tilkynningu frá Vinnslustöðinni segir að „auðvitað liggi fyrir“ að Vinnslustöðin þurfi ekki allar þrjár vélarnar og að til standi að bjóða Vestmannaeyjabæ að kaupa eina vélina.

Kaupin eru viðbragð við afleiðingum þess að akkeri Hugins VE, skips Vinnslustöðvarinnar, missti akkeri með þeim afleiðingum að neysluvatnsleiðsla til Vestmannaeyja skemmdist. Á Facebook-síðu sinni segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og hluthafi, að bjóða eigi Almannavörnum eina af vélunum þremur. Leiða má líkum að því að það sé sú vél sem fyrirtækið segist í tilkynningu að það hyggist selja Vestmannaeyjabæ.

Í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar er haft eftir Willum Andersen, tæknilegum rekstrarstjóra Vinnslustöðvarinnar, að hann hafi lengi leitað að búnaði sem þessum, eða frá því …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BB
    Baldvin Baldvinsson skrifaði
    Mér finnst að Vinnslustöðin ætti hreinlega að gefa bænum vélina.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár