Synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru enn í felum. Faðir drengjanna, sem fer einn með forsjá þeirra, er staddur á Íslandi og leitar þeirra. Móðir drengjanna situr í þrjátíu daga gæsluvarðhaldi í Þelamerkur-fangelsi í Noregi og eru réttarhöldin fyrirhuguð dagana 19. og 20. desember næstkomandi. Fyrir héraðsdómi í Vestfold í Noregi, laugardaginn 2. desember, sagðist Edda Björk ekki vita hvar drengir hennar þrír væru staddir, en fullyrti að þeir séu öruggir og hafi ekki viljað fara frá Íslandi með pabba sínum.
Í gær staðfesti Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, en Edda er sögð hafa beitt öllum ráðum til að komast undan lögreglunni. Því þurfti lögreglan að afla dómsúrskurðar til að hafa uppi á henni. Í dómnum segir einnig að Edda hafi fengið aðstoð við að villa fyrir störfum lögreglunnar.
Tilkynnti sig sjö af fjórtán skiptum
Í dómnum kemur fram að Edda …
móður drengjanna, áreiðanleika hennar og samskipti í ýmsum tilfellum. Hver er sannleikurinn í þessu máli, er einhver virkilega sekur? er einhver alveg með hreinan skjöld? Vona að yfirvöld komist að niðurstöðu sem er sem best fyrir börnin án meðvirkni með einum eða neinum.