Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Dómur Eddu Bjarkar birtur: Sögð hafa vísvítandi sagt rangt frá

Edda Björk Arn­ar­dótt­ir á yf­ir höfði sér 20 mán­aða fang­elsis­vist í Nor­egi. Edda nam drengi sína þrjá á brott og hindr­aði að fað­ir drengj­anna fengi að hitta þá. Fað­ir­inn fór einn með for­sjá þeirra.

Dómur Eddu Bjarkar birtur: Sögð hafa vísvítandi sagt rangt frá

Dómur féll í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur í hádeginu í dag. Edda var dæmd í tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í þingsréttinum í Þelmörk í Noregi. Nútíminn greindi fyrst frá dómnum og hefur birt þýðingu á honum í heild sinni. 

Edda var framseld til Noregs í nóvember þegar hún var handtekin. Hún var flutt nauðug til Noregs í byrjun desember. Hefur hún setið í fangelsi síðan. Þrír dómarar dæmdu í málinu. 

Í dómnum kemur fram að „ásakanir ákærða um alvarlega galla í umsjárstöðu brotaþola eru augljóslega rangar og eru bornar fram gegn betri vitund.“

Refsirammi hækkaður

Edda Björk er sakfelld fyrir sama dóm í Nedre Telemark dómstólnum 22. október 2020. Þá skilaði hún ekki drengjunum til föður þeirra eftir vetrarfrí á Íslandi. Samkvæmt refsilögum í Noregi þýðir það að refsiramminn megi hækka allt að tvöfalt. Í þýðingu Nútímans af dómnum kemur fram að „þetta mál einkennist af því að ákærða hefur í annað sinn á stuttum tíma brottnumið þrjá syni sína til Íslands þrátt fyrir að það hafi verið lagalega ákveðið að hún hafi ekki hlutdeild í forsjá þeirra og að þeir eigi að hafa fasta búsetu hjá brotaþola í Noregi. Ákærða framkvæmdi brottnámið á hátt sem krefst talsverðrar skipulagningar og fjármagns. Aðgerðin, þar með talið útvegun falsaðra eða rangra ferðaskjala fyrir börnin, ber vott um fagmennsku.“

Hagur barnanna að búa hjá föður sínum

Í dómnum segir að forsjá, búseta og umgengni barnanna hafi verið athuguð fyrir brottnámið af sérfræðingum. Telur dómstóllinn að það sé hagur barnanna að búa hjá föður drengjanna. Eru ásakanirnar á hendur föður drengjanna sagðar rangar í dómnum. „Við rýningu hefur dómstóllinn lagt mikla áherslu á að þetta er í annað sinn á fáum árum að ákærða brottnám börn sín til Íslands.“

„Við lok aðalmeðferðar hafði brottnámið staðið í næstum eitt ár og níu mánuði,“ Kemur fram að Edda hafi sýnt fram á vilja til að fara ekki eftir lagalega ákvörðuðum dómum frá  Noregi og Íslandi. Segir í dómnum að Edda hafi sagst ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að börnin yrðu áfram á Íslandi hjá henni. „Þrátt fyrir að íslenskir dómstólar hafi lagalega ákveðið að drengirnir skuli snúa aftur til Noregs með úrskurði frá 31. janúar 2023.“ 

Sökuð um að segja ranglega frá málinu

Edda sögð hafa tryggt að mannfjöldi myndi hindra lögregluna í því að flytja drengina burt. Þar að auki er hún sökuð um að hafa vísvitandi sagt ranglega frá málinu í íslenskum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 

Í dómnum kemur fram að faðir drengjanna hafi „í langan tíma barist með friðsamlegum og löglegum hætti til að fá börnin aftur. Hann hefur verið mjög áhyggjufullur yfir stöðu drengjanna í langan tíma með litlar eða engar sannar upplýsingar um það hvernig þeim líður. Hann hefur sjálfur glímt við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir.“ Dómstóllinn telur að ekki sé hægt að meta hvernig áhrif brottnámið mun hafa á drengina að svo stöddu. 

Dómstóllinn telur að eins árs og átta mánaða fangelsi vera of vægan dóm telja það ekki endurspegla alvarleika brotsins. Bera þeir undir sig að um endurtekið rán sé að ræða. „Þó að drengirnir séu staddir í þróuðu landi eins og Íslandi, þá eru þeir útsettir fyrir stöðugu álagi og neikvæðum áhrifum af hálfu ákærða. Skólinn hefur einnig upplýst að drengirnir eiga við verulegar áskoranir að stríða og að ákærða fylgist ekki með þeim á fullnægjandi hátt. Með hliðsjón af alvarleika málsins og þeim almennu- og einstaklingsbundnu forvörnum sem gilda, telur dómstóllinn að viðeigandi upphafspunktur fyrir refsinguna sé óskilorðsbundið fangelsi í tvö ár,“ kemur fram í þýðingu Nútímans af dómnum. 

Eddu barst ekki stefnan í málinu

Í dómnum kemur fram að Eddu barst ekki stefnan þar sem heimilsfang hennar var ranglega skráð á boðunarbréfið. Var ekki öðrum leiðum beitt við að koma stefnunni til hennar og íslenskum yfirvöldum ekki frekar gert að kynna stefnuna fyrir Eddu. Því var aðalmeðferð málsins frestað.

Edda er því ekki talin bera ábyrgð á því að málinu var frestað en málið átti upphaflega að fara fyrir dómi í ágúst 2023. „Dómstóllinn telur rétt að gefa afslátt af refsingunni um það bil 15% vegna þess að málsmeðferðin hefur tekið óþarflega langan tíma.“

Var niðurstaða dómsins að dæma Eddu í 20 mánaða fangelsi.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
1
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
5
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
7
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
8
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
„Enginn sem tekur við af mér“
10
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
7
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár