Ég skemmi áreiðanlega ekkert fyrir þeim sem eiga eftir að sjá stórmynd Ridley Scotts um Napóleon þótt ég upplýsi hér og nú að í myndinni er fyrri kona Korsíkumannsins knáa, hin fræga Jósefína, látin spila heilmikla rullu, ekki aðeins í einkalífi hans heldur virðist Scott á því að hún hafi einnig skipt sköpum um feril hans og framgang allan. Í myndinni eru bæði Jósefína og Napóleon látin segja að hann, sem lagði undir sig nær alla Evrópu, hafi verið „ekkert“ án hennar og hún vildi gjarnan fá að ráða meiru en einungis á heimavelli og í svefnherberginu.
Í lok myndarinnar virðist Jósefína meira að segja þeirrar skoðunar að hún hefði staðið sig betur við landstjórnina en Napóleon þegar hún segir að „næst“ skuli þau skipta um hlutverk – og hún fái þá að ráða.
Og svo er upplýst, og hefur reyndar víða komið fram …
Athugasemdir