„Við Owen Hindley sköpuðum verk þar sem hljóði, tónlist og myndverki er varpað upp í opnu rými,“ segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson. En fyrir þá sem ekki til þekkja þá er Owen Hindley myndlistarmaður sem vinnur með nýmiðlun; tvívíð myndverk, hljóð, mynd og tónlist.
Högni segir þá hafa gert verkið til að vera í almannarými.
„Og þetta er tuttugu mínútna langt verk sem er hálfgerð dáleiðsla, eða hugleiðsla.“
Hann segir það hverfast um hið ógnvænlega í manninum og hvernig hann kemur fram við lífkerfi hafsins og hvalina.
„Við erum að nota myndefni sem var sett um borð í hvalveiðiskipin til að sjá til þess að öllum reglum væri framfylgt um dýravelferð. Í raun er þetta grunnurinn að banninu í haust um hvalveiðar. Af því að meðferðin á dýrunum var ekki samkvæmt reglum. Þess vegna var myndbandsvélum komið fyrir í skipin og þá kom í ljós …
Athugasemdir