Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dóttir Grýlu fylgir hjartanu

Ný barna­bók eft­ir leik- og söng­kon­una og skáld­ið Ólöfu Sverr­is­dótt­ur fjall­ar um Sólu sem neit­ar því að hrekkja börn fyr­ir jól­in. „Þrátt fyr­ir að all­ir í kring­um mann geri eitt­hvað, þá á mað­ur að fylgja sínu hjarta,“ seg­ir höf­und­ur.

Dóttir Grýlu fylgir hjartanu
Sóla og stjörnurnar Bókin Sóla og stjörnurnar fjallar um dóttur Grýlu sem neitar því að hrekkja börnin líkt og bræður hennar, jólasveinarnir, gera. Mynd: Ólöf Sverrisdóttir

Leikkonan, skáldið og söngkonan Ólöf Sverrisdóttir gaf nýlega út aðra barnabók sína, Sóla og stjörnurnar. Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Sóla og sólin, sem kom út árið 2014 og er ætluð börnum á aldrinum þriggja til átta ára. 

Ólöf SverrisdóttirMeð fyrstu bókina um Sólu en seinni bókin, Sóla og stjörnurnar, er komin út.

Þegar Heimildin náði tali af Ólöfu var hún stödd fyrir utan prentsmiðjuna að sækja fleiri eintök af bókinni. „Ég lét ekki prenta alveg nóg.“

Ólöf vann sem sögukona í sögubílnum hjá Bókasafninu áður en sú starfsemi var lögð niður á síðasta ári. „Ég var alltaf þessi karakter, Sóla sögukona, að segja sögur í bílnum. Bjó til fullt af sögum í kringum hana og á þær enn þá. Þetta er ein af sögunum sem ég sagði í bílnum.“

Boðskapurinn

Sagan fjallar um Sólu, dóttur Grýlu, sem vill ekki hlýða því sem mamma hennar segir henni að gera. Hana langar ekki að hrekkja börn fyrir jólin, eins og jólasveinarnir, bræður hennar, gera.

„Sólu langar ekki til að hrekkja þó að mamma hennar segi að hún eigi að hrekkja börnin,“ útskýrir Ólöf, sem segir boðskapinn felast í því að fylgja eigin sannfæringu. „Þótt allir í kringum mann geri eitthvað, þá á maður að fylgja sínu hjarta. Svo fær hún stjörnur í hjartað í lokin á bókinni.“

„Þótt allir í kringum mann geri eitthvað, þá á maður að fylgja sínu hjarta. Svo fær hún stjörnur í hjartað í lokin á bókinni“
Ólöf Sverrisdóttir

Ólöf segir söguna vera jólasögu, en líka ótengda jólunum að vissu leyti. „Hún kom til af því að það voru stjörnur á himninum í bílnum og börnin fengu alltaf eina stjörnu í hjartað áður en við byrjuðum að segja sögur. Þessi saga varð til í framhaldinu af því.“ 

Myndir af SóluHlíf Una Bárudóttir teiknaði myndir bókarinnar.

Það tók Ólöfu ekki langan tíma að setja söguna saman. „Hún er búin að vera í tölvunni hjá mér lengi. Svo fór ég aðeins að laga hana, snurfusa og fékk líka yfirlestur.“

Fólk hefur hrósað bókinni fyrir að vera falleg með góðan boðskap. Ólöf tekur fram að myndirnar, teiknaðar af Hlíf Unu Bárudóttur, geri mikið fyrir bókina. „Þær gera náttúrlega þessa sögu að bók, annars væri þetta lítil saga.“

Hægt er að kaupa eintök af bókinni í gegnum Karolina Fund-síðu Ólafar eða með því að hafa beint samband við hana. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár