Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Dóttir Grýlu fylgir hjartanu

Ný barna­bók eft­ir leik- og söng­kon­una og skáld­ið Ólöfu Sverr­is­dótt­ur fjall­ar um Sólu sem neit­ar því að hrekkja börn fyr­ir jól­in. „Þrátt fyr­ir að all­ir í kring­um mann geri eitt­hvað, þá á mað­ur að fylgja sínu hjarta,“ seg­ir höf­und­ur.

Dóttir Grýlu fylgir hjartanu
Sóla og stjörnurnar Bókin Sóla og stjörnurnar fjallar um dóttur Grýlu sem neitar því að hrekkja börnin líkt og bræður hennar, jólasveinarnir, gera. Mynd: Ólöf Sverrisdóttir

Leikkonan, skáldið og söngkonan Ólöf Sverrisdóttir gaf nýlega út aðra barnabók sína, Sóla og stjörnurnar. Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Sóla og sólin, sem kom út árið 2014 og er ætluð börnum á aldrinum þriggja til átta ára. 

Ólöf SverrisdóttirMeð fyrstu bókina um Sólu en seinni bókin, Sóla og stjörnurnar, er komin út.

Þegar Heimildin náði tali af Ólöfu var hún stödd fyrir utan prentsmiðjuna að sækja fleiri eintök af bókinni. „Ég lét ekki prenta alveg nóg.“

Ólöf vann sem sögukona í sögubílnum hjá Bókasafninu áður en sú starfsemi var lögð niður á síðasta ári. „Ég var alltaf þessi karakter, Sóla sögukona, að segja sögur í bílnum. Bjó til fullt af sögum í kringum hana og á þær enn þá. Þetta er ein af sögunum sem ég sagði í bílnum.“

Boðskapurinn

Sagan fjallar um Sólu, dóttur Grýlu, sem vill ekki hlýða því sem mamma hennar segir henni að gera. Hana langar ekki að hrekkja börn fyrir jólin, eins og jólasveinarnir, bræður hennar, gera.

„Sólu langar ekki til að hrekkja þó að mamma hennar segi að hún eigi að hrekkja börnin,“ útskýrir Ólöf, sem segir boðskapinn felast í því að fylgja eigin sannfæringu. „Þótt allir í kringum mann geri eitthvað, þá á maður að fylgja sínu hjarta. Svo fær hún stjörnur í hjartað í lokin á bókinni.“

„Þótt allir í kringum mann geri eitthvað, þá á maður að fylgja sínu hjarta. Svo fær hún stjörnur í hjartað í lokin á bókinni“
Ólöf Sverrisdóttir

Ólöf segir söguna vera jólasögu, en líka ótengda jólunum að vissu leyti. „Hún kom til af því að það voru stjörnur á himninum í bílnum og börnin fengu alltaf eina stjörnu í hjartað áður en við byrjuðum að segja sögur. Þessi saga varð til í framhaldinu af því.“ 

Myndir af SóluHlíf Una Bárudóttir teiknaði myndir bókarinnar.

Það tók Ólöfu ekki langan tíma að setja söguna saman. „Hún er búin að vera í tölvunni hjá mér lengi. Svo fór ég aðeins að laga hana, snurfusa og fékk líka yfirlestur.“

Fólk hefur hrósað bókinni fyrir að vera falleg með góðan boðskap. Ólöf tekur fram að myndirnar, teiknaðar af Hlíf Unu Bárudóttur, geri mikið fyrir bókina. „Þær gera náttúrlega þessa sögu að bók, annars væri þetta lítil saga.“

Hægt er að kaupa eintök af bókinni í gegnum Karolina Fund-síðu Ólafar eða með því að hafa beint samband við hana. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár