Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Níu ára stúlka gat aðeins hvíslað eftir að hafa verið gísl Hamas

Fólk­ið sem Ham­as hand­sam­aði í Ísra­el seg­ir frá lífs­reynslu sinni. Á sama tíma segj­ast palestínsk­ir fang­ar hafa ver­ið barð­ir í haldi ísra­elska yf­ir­valda.

Níu ára stúlka gat aðeins hvíslað eftir að hafa verið gísl Hamas
Foreldrar stúlku sem var rænt Hún hafði farið í gistingu hjá vinkonu sinni þegar Hamas kom á heimilið og nam þær á brott. Írinn Thomas Hand sést hér faðma móður ungs manns sem var einnig rænt. Mynd: AFP

Stríðið á Gaza er hafið á ný eftir skammvinnt vopnahlé. Á meðan á vopnahléinu stóð skiptust Ísraelsríki og Hamas á gíslum, sem lýsa harðræði, myrkri og vannæringu.

Í árás Hamas á Ísrael þann 7. október síðastliðinn, sem var upphafið að nýjasta stríðinu í langri átakasögu Ísraels og Palestínu, voru teknir 240 gíslar. Nú þegar 105 af þessum gíslum hefur verið sleppt af Hamas, og 240 palestínskum föngum sleppt úr ísraelskum fangelsum ríkir aftur óvissa um framhaldið, hvort og hvenær fleiri gíslum verði sleppt.

Flúði skothríð í Gaza-borg á Disney-náttfötum

Laus úr haldiÍrsk-ísraelska stúlkan Emily Hand hvíslar eftir að hafa verið þögul í haldi Hamas í fimmtíu daga, sem hún taldi vera heilt ár.

Emily Hand, 9 ára gömul írsk-ísraelsk stúlka, gisti heima hjá vinkonu sinni þegar þeim tveimur, ásamt móður vinkonunnar, var rænt. Henni var sleppt úr haldi 25. nóvember á öðrum degi vopnahlésins. Faðir hennar, Thomas Hand, sagði tárvotur frá upplifun hennar í viðtali við CNN. Emily, ásamt vinkonu hennar, Hilu, og móður Hilu, Raayu, var haldið vikum saman ofanjarðar í Gaza-borg og þær reglulega fluttar hús úr húsi, á flótta undan sprengjuregni og götubardögum sem stigmögnuðust þegar leið á stríðsátökin. Emily var vannærð, föl og illa á sig komin andlega þegar henni var sleppt og er enn þögul og í áfalli, að sögn föður hennar. Fyrst um sinn gat hún aðeins talað með svo lágu hvísli að hann þurfti að leggja eyra sitt alveg við munn hennar til að hann heyrði í henni og hvíslar enn svo lágt að illa heyrist í henni. Emily á að hafa lært eitt orð í arabísku á meðan að gíslingu hennar stóð, orð sem þýðir „hafðu hljóð“. Þegar pabbi hennar spurði hana hversu lengi hún hefði verið í haldi fékk hann átakanlegt svar. Hún hélt að liðið væri heilt ár.

Á þeim fimmtíu dögum sem liðu þurfti Emily að hlaupa undan kúlnahríð í gegnum umsetna Gaza-borg á Disney-náttfötum. Hún léttist um þrjú kíló. „Ég geri hvað sem þarf til að fá Emily aftur eins og hún var. Hún er ekki lengur með mjúkar kinnar en hún er aftur farin að brosa og nú er hún örugg,“ sagði pabbi hennar í fyrsta viðtalinu eftir að hann endurheimti hana.

Barinn af fólki í Gaza

Tólf ára gömlum dreng, Eitan Yahalomi, var sleppt úr haldi mánudaginn 27. nóvember. Að sögn ættingja hans var Eitan barinn af óbreyttum borgurum á Gaza þegar að hann var færður þangað af Hamas. Þau segja liðsmenn Hamas hafa neytt hann til að horfa á hryllileg myndbönd af morðum sem Hamas framdi 7. október. Börnum hafi iðulega verið hótað með vopnum ef þau grétu og einnig hafi Hamas-liðar sagt mörgum þeirra að fjölskyldur þeirra hefðu verið myrtar og heimilum þeirra tortímt og þannig reynt að skelfa þau til hlýðni.

„Mig langaði til að trúa því að það yrði farið vel með Eitan. Greinilega ekki. Þetta fólk er skrímsli,“ sagði móðursystir hans í viðtali við franska fjölmiðla. Pabbi hans er enn í haldi.

Svaf á plaststólum

Meðlimum Munder fjölskyldunnar, Ruti, 78 ára, dóttir hennar Keren, 54 ára og dóttursonur Ohad, 9 ára, var sleppt úr haldi 24. nóvember. Sonur Ruti, Roee, var myrtur á degi árásar Hamas og eiginmaður hennar, Abraham, sem einnig er 78 ára, er enn haldið í gíslingu. Ruti segir frá harkalegri meðferð, henni hafi verið haldið í súrefnislitlu herbergi og gert að sofa á plaststólum í þá tæpa tvo mánuði sem henni var haldið í gíslingu. 

Gíslarnir fengu nóg að borða fyrst um sinn segir frændi Ruti, þó að matarvistir hafi farið þverrandi þegar á leið. Fangaverðir úr röðum Hamas hafi þó snætt sama mat í sama magni með gíslunum, að hans sögn.

„Sumt er hægt að segja að hafi verið sanngjarnt,“ sagði frændi hennar á blaðamannafundi í London. „Þau borðuðu með gíslatökumönnunum, sem bjuggu til mat og allir borðuðu sama matinn. Þeir reyndu að gefa þeim eins mikinn mat og mögulegt var, en það varð sífellt erfiðara að útvega hann eftir því sem vikurnar liðu og hveiti varð torfundnara. Þeir létu þau fá spilastokk til að eyða tímanum, þannig að það var einhver manngæska þarna.“

Aðrir gíslar bera merki um harkalega meðferð. Eldra fólk er vannært og með greinilega áverka eftir að hafa verið dregið milli staða í handjárnum. Þá voru mörg þeirra geymd neðanjarðar í djúpum göngum Hamas undir Gaza svæðinu meirihluta tímans í haldi og þurftu að mestu að dúsa þar í niðamyrkri vikum saman. Einnig voru margir gíslanna lúsugir eftir vist sína í göngunum.

Fangelsuð Palestínukona frelsuðManal Dudeen faðmar börnin sín eftir að hafa verið sleppt úr ísraelsku fangelsi í vikunni.

Palestínskir fangar beittir ofbeldi

Ísrael bauð fram frelsun palestínskra fanga gegn því að gíslum yrði sleppt. Úr hópi 300 þeirra sem Ísrael bauð upp á að yrðu valin fengu 240 frelsun. Þau bera mörg hver ísraelskum yfirvöldum slæma söguna. Mikill fjöldi þeirra eru börn og hátt í 80% þessara 300 voru ekki fundin sek um neina glæpi. Fangar í ísraelskum fangelsum bera einnig vitni um harðræði úr fangavist sinni og segjast hafa verið barðir hrottalega með kylfum og hundum sigað á þá daginn eftir árásina 7. október í hefndaraðgerðum Ísraelshers. Þá hafa samtök aðgerðarsinna vakið athygli á því að fangelsisyfirvöld Ísraela neituðu föngum um læknisaðstoð í viku hið minnsta eftir árás Hamas, jafnvel þeim föngum sem urðu fyrir miklum barsmíðum.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hanna Þorgrímsdóttir skrifaði
    Henni var allavega skilað og á lífi... þó hún hafi hvíslað, hljómar ekki vel veit, en í ljósi þess sem við höfum verið vitni af síðustu 2 mánuði er þetta bara jólin.......
    -1
  • GR
    Guðrún Rósa skrifaði
    hafa palentínsku gíslarnir engin nöfn og hvað léttust þeir um mörg kg eða skiptir það engu máli “þetta eru bara arabar ”?og hvað segja ættingjar þeirra?
    -1
  • Viðar Magnússon skrifaði
    Af hverju talar Heimildin um gísla annarsvegar en fanga hinnvegar þegar vitað er að margir Palestínu menn er haldið í Ísraelskum fangelsum án dóms eru þetta þá ekki gíslar
    0
  • Rakel McMahon skrifaði
    Mér finnst með ólíkindum að Heimildin birti svona hræðileg skrif! Jón Ferdinand ætti að reyna að málefnalegri, þessi skrif eru vandræðaleg fyrir höfundinn og Heimildina sem birtir þetta. Að nefna alla Ísraelska gísla á nafn en Palestínskir gíslar eru nafnlausir. Skipta þeir ekki máli? Eða er búið að drepa svo mörg að það tæki of langan tíma að nefna þau öll á nafn?? Í stóra samhenginu er Ísrael enn að MYRÐA, AFLIMA og SVELTA palestíns börn og fjölskyldur þeirra á GAZA - en höfundi finnst þess verðugara að tala írsk/ísraelsku stúlkuna, að hún sé ekki lengur með mjúkar kinnar, hún hafi misst 3 kg þegar henni var haldið í gíslingu og klæðs DISNEY náttfötum...
    2
  • Ingólfur Gíslason skrifaði
    Það sést á dálksentímetrunum og hver fá að eiga nöfn og sögu hvar samúðin liggur.
    Mætti líka bæta við að Ísraelsher hefur gripið fleiri gísla heldur en þeir hafa látið lausa í þessum gíslaskiptum?
    5
  • Axel Axelsson skrifaði
    og 8 ára palestínu drengurinn getur ekkert gert eftir að IDF skaut hann til bana úti á götu . . .
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár