„Við megum ekki gelda sjúkrahúsin okkar og spítalana okkar af sérfræðingum sem færu þá á sínar einkastofur og tækju þar þau verkefni með sér sem þau vilja og þeim hentar. Eftir sitja þá spítalarnir uppi með enn verri mönnunarvanda en í dag. Þetta er hættan,” sagði Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksin, um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins í fyrsta þætti Pressu, nýjum vikulegum sjónvarpsþætti á Heimildinni.
„Þetta snýst um það hvernig á að þjónusta fólkið með sem bestum hætti,” sagði Stefán. Spurningin sé hvernig eigi að varna við því að starfsfólk opinbera heilbrigðiskerfisins færi sig yfir í einkareknar stofur þar sem mannekla er nú þegar mikil. „Vandamálið er mannekla í heilbrigðiskerfinu,“ segir Stefán.
Telur einkavæðingu létta á opinbera heilbrigðiskerfinu
„Ég tel að það sé alls ekki verið að gera nóg af því að leita til sjálfstætt starfandi aðila til að létta til dæmis á Landsspítalanum,” sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Jón …
Athugasemdir