Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framandi heimur, mundo ajeno

Eins og seg­ir í inn­gangi er bók­in „vitn­is­burð­ur um flækj­ur inn­flytj­anda“ sem set­ur spurn­ing­ar­merki við „hvað það þýð­ir að vera ís­lensk­ur rit­höf­und­ur“. Ljóð með klof­ið hjarta er ekki galla­laus ljóða­bók — sum ljóð­in skilja lít­ið eft­ir sig — en með sinni bráð­snjöllu fram­setn­ingu og tím­an­lega um­fjöll­un­ar­efni er hún merki­legt fram­lag til ís­lenskra sam­tíma­bók­mennta.

Framandi heimur, mundo ajeno
Bók

Ljóð fyr­ir klof­ið hjarta

Höfundur Helen Cova
Karíba útgáfa
56 blaðsíður
Niðurstaða:

Frumlegt og merkilegt framlag til íslenskra innflytjendabókmennta. Ljóðin eru misöflug en taka á brýnum málum á nýstárlegan og áhrifaríkan hátt.

Gefðu umsögn

Margir kannast við að reyna að fóta sig á nýju tungumáli og rekast á vegg. Það er einhver meining í huga manns, einhver stórmerkileg meining, sem manni bara tekst ekki að koma á framfæri. Maður hikar, tafsar, stamar, og lendir að lokum á einhverri málamiðlun milli tungumálsins sem maður hugsar á og þess sem maður reynir að tala á, málamiðlun sem er hvergi nærri þeirri orðsnilld sem maður hafði ætlað sér. Maður lýkur máli sínu með hnút í maganum (var ég að gera mig að fífli?) og vildi óska þess eins að maður hefði aldrei opnað á sér munninn til að byrja með.

Svona upplifanir geta verið nóg til að fá mann til að gefast upp á því að tala ný tungumál. Að halda áfram krefst seiglu. Að gefa út ljóð krefst hugrekkis. Helen Cova, íslenskur rithöfundur af venesúelskum uppruna, er hugrökk svo eftir verður tekið. Ljóð fyrir klofið hjarta er fjórða bók hennar á íslensku, á eftir barnabókunum Snúlla finnst gott að vera einn (2019) og Snúlla finnst erfitt að segja nei (2022) og smásagnasafninu Sjálfsát: Að éta sjálfan sig (2020). Allar komu þessar bækur út á ensku og/eða spænsku samhliða íslensku útgáfunni. Helen hefur því lagt áherslu á fjöltyngi í sinni útgáfustarfsemi, en í Ljóðum fyrir klofið hjarta einblínir hún beint á þá tilfinningu að vera klofinn milli tveggja tungumálaheima. Niðurstaðan er afskaplega frumleg ljóðabók svo eftir verður tekið.

Eins og segir í inngangi er bókin „vitnisburður um flækjur innflytjanda“ sem setur spurningarmerki við „hvað það þýðir að vera íslenskur rithöfundur“. Bókin nær þessu fram með því að birta ljóðin í tveimur dálkum. Vinstra megin birtist uppkastið, handrit höfundarins, oftast á íslensku en með orð eða setningar á spænsku á milli og ýmsar „villur“ í beygingum og stafsetningu íslensku orðanna. Þar sjáum við það sem Helen kallar „mína íslensku, framsetningu á tungumáli sem stöðugt er lært og skoðað, mótað af flækjum innflytjanda lífsins […] með öllum sínum ófullkomleika“.

Ljóðabókin „upphefur þennan ófullkomleika“, setur hann á svið og neitar að skammast sín fyrir hann. Hægra megin birtast svo sömu ljóð eftir að hafa verið yfirlesin og snúið yfir á reglubundnari, staðlaðri íslensku til að „móta ljóðin að heimi bókmenningarinnar sem þau voru ætluð“.

Að mati þessa lesanda er engin spurning um að ljóðin vinstra megin, þau hráu og handskrifuðu, skara fram úr þeim yfirlesnu hægra megin. Handskrifuðu ljóðin bera sterkan spænskan keim, ekki bara í þeirri merkingu að vera að hluta til á spænsku, heldur í ljóðrænni áherslu. Myndlíkingarnar eru stórar, háleit orð eru valin frekar en lágstemmd, línurnar eru stuttar og knappar. Hægra megin verður allt íslenskara, jarðbundnara og grárra og missir stundum flugið. En það er í samsetningunni sem snilld bókarinnar liggur.

„Niðurstaðan er afskaplega frumleg ljóðabók svo eftir verður tekið“

Vinstra megin sjáum við „Por qué es que / aunque vienes / de mundo ajeno / virðist þú vera / svo nálægt mér?“ Hægra megin birtist „Hvers vegna. / Jafnvel þó / þú komir frá / andstæðum heimi / virðist þú vera mér / samstæður?“ Það er eins og dálkarnir séu að varpa spurningunum hvor til annars. Útgáfurnar tvær af ljóðinu eru auðvitað nálægar og samstæðar, en þær eru líka hvor annarri framandi (þannig myndi ég persónulega þýða ajeno, frekar en „andstæður“). En það sem finnst vinstra megin er einhvern veginn sannara, en styrkist þó bara af nærveru stöðluðu íslenskunnar til hliðar við sig.

Bókinni er skipt í þrjá kafla, eða þrjú sjónarhorn: „Ísland“, „Venezuela“ og „Bæði“. Horft er á Ísland frá Venesúela, á Venesúela frá Íslandi, og í báðar áttir í senn. Hér birtist kunnuglegt stef úr innflytjendabókmenntum allra landa: Hafandi flutt úr heimalandinu, kemst maður nokkurn tímann til baka að fullu? Eða hefur maður breyst varanlega, er maður orðinn „svikari heimalandsins“ // „traidora de la patria“? Í tilfelli Helenar er þessi spurning enn brýnni, þar sem ástandið í Venesúela er skelfilegt eins og við flest þekkjum. Það dregur þó ekkert úr löngun íslenskra stjórnvalda til að vísa Venesúelamönnum á Íslandi aftur „heim“, hvað sem það nú þýðir.

Helen spyr eins og svo margir hljóta að gera á Íslandi nú: „Hvaða ónefnda / refsing bíður / þessarar konu?“ Ljóðmælandi er milli steins og sleggju: „Ísland / mun brjóta beinin mín / með klakanum sínum … með sínu myrkri / vægðarlaust / endalaust“, en „Venesúela / mun brjóta beinin mín / með byssunni … Með vélbyssunni, / vægðarlaus, / endalaus“. 

Ljóð með klofið hjarta er ekki gallalaus ljóðabók, sum ljóðin skilja lítið eftir sig, en með sinni bráðsnjöllu framsetningu og tímanlega umfjöllunarefni er hún merkilegt framlag til íslenskra samtímabókmennta. Við þurfum fleiri Íslendinga á borð við Helen Cova og færri á borð við dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár