Smátt og smátt hefur mynd þess sem gerðist þann 15. nóvember síðastliðinn – þegar flugvél frá Íslandi, full af venesúelskum ríkisborgurum, lenti í Caracas, höfuðborg Venesúela – tekið að skýrast fyrir dómsmálaráðuneytinu, Útlendingastofnun og stoðdeild ríkislögreglustjóra.
Í svari frá embættunum þremur við fyrirspurn Heimildarinnar er atburðarásin rakin eins og hún blasir við þeim nú.
Íslensk stjórnvöld áttu í samskiptum við sendiherra Venesúela gagnvart Íslandi í aðdraganda leiguflugsins til þess að afla lendingarleyfis. Heimildin óskaði eftir afriti af öllum samskiptum íslenskra og venesúelskra stjórnvalda í aðdraganda leiguflugsins en þau samskipti vilja íslensku yfirvöldin ekki opinbera og vísa í upplýsingalög sem heimila takmörkun aðgengis almennings að gögnum þegar „mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ þess. Þá benda íslensku yfirvöldin á að samskipti ríkja byggi á gagnkvæmu trúnaðartrausti.
„Ef erlend ríki geta ekki treyst því að sá trúnaður sé …
Athugasemdir