Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Trúnaðartraust“ á milli íslenskra og venesúelskra stjórnvalda

Ís­lensk út­lend­inga­yf­ir­völd neita að op­in­bera sam­skipti sín og venesú­elskra stjórn­valda í að­drag­anda leiguflugs frá Ís­landi til Caracas sem end­aði með því að far­þeg­arn­ir voru flutt­ir í sól­ar­hrings varð­hald. „Trún­að­ar­traust“ á milli ríkj­anna myndi glat­ast við slíka op­in­ber­un, segja ís­lensku yf­ir­völd­in.

„Trúnaðartraust“ á milli íslenskra og venesúelskra stjórnvalda
Mótmæli Frá mótmælum Venesúelabúa við Hallgrímskirkju í byrjun októbermánaðar. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Smátt og smátt hefur mynd þess sem gerðist þann 15. nóvember síðastliðinn – þegar flugvél frá Íslandi, full af venesúelskum ríkisborgurum, lenti í Caracas, höfuðborg Venesúela – tekið að skýrast fyrir dómsmálaráðuneytinu, Útlendingastofnun og stoðdeild ríkislögreglustjóra. 

Í svari frá embættunum þremur við fyrirspurn Heimildarinnar er atburðarásin rakin eins og hún blasir við þeim nú.

Íslensk stjórnvöld áttu í samskiptum við sendiherra Venesúela gagnvart Íslandi í aðdraganda leiguflugsins til þess að afla lendingarleyfis. Heimildin óskaði eftir afriti af öllum samskiptum íslenskra og venesúelskra stjórnvalda í aðdraganda leiguflugsins en þau samskipti vilja íslensku yfirvöldin ekki opinbera og vísa í upplýsingalög sem heimila takmörkun aðgengis almennings að gögnum þegar „mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ þess. Þá benda íslensku yfirvöldin á að samskipti ríkja byggi á gagnkvæmu trúnaðartrausti.

„Ef erlend ríki geta ekki treyst því að sá trúnaður sé …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár