Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Þetta er íslenskum stjórnvöldum að kenna“

Með því að senda 180 Venesúela­búa úr landi í einni flug­vél gerðu ís­lensk stjórn­völd þeim venesú­elsku auð­velt fyr­ir að beina spjót­um sín­um að hópn­um sem þau líta á sem svik­ara, seg­ir hinn venesú­elski Zarkis Abra­ham Mul­ki Peña. „Þetta er ís­lensk­um stjórn­völd­um að kenna.“

„Þetta er íslenskum stjórnvöldum að kenna“
Zarkis „Venesúelska ríkisstjórnin sér þig sem svikara ef þú sækir um hæli í öðru landi – með því ertu að segja að Venesúela sé ekki í lagi.“ Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Þetta er Íslandi að kenna, ekki bara venesúelskum stjórnvöldum,“ segir venesúelski hælisleitandinn Zarkis Abraham Mulki Peña um aðstæður samlanda hans sem sendir voru úr landi í gær. Á flugvellinum í höfuðborginni Caracas tóku lögreglumenn á móti hópnum sem nú er í haldi lögreglu sem sögð er vopnuð. 

Útlendingastofnun, í samvinnu við landamærastofnun Evrópu (Frontex), stóð að fluginu frá Íslandi til Venesúela en í hópnum voru 25 börn og 155 fullorðnir. Dómsmálaráðuneytið segir að flugið hafi gengið vel og farþegarnir hafi gengið heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð. En þar skildu leiðir Venesúelabúanna og starfsfólks Útlendingastofnunar og Frontex. 

„Þau höfðu hægt um sig á meðan íslensku fulltrúarnir voru þarna. Eftir að þau fóru gerðu venesúelsk stjórnvöld það sem þau vildu,“ segir Zarkis í samtali við Heimildina. Hann er sjálfur enn hér á landi og vill alls ekki snúa til Venesúela með flugvél fullri af Venesúelabúum eftir að hafa séð móttökurnar sem fólkið fékk. 

„Venesúelska ríkisstjórnin sér þig sem svikara“

Sumir Venesúelabúanna segja að peningar, hundruð þúsunda sem fólkið hafði fengið í ferða- og aðlögunarstyrk frá íslenska ríkinu, hafi verið teknir af þeim. Þá var þeim gert að skrifa undir ýmis skjöl án lögfræðiaðstoðar og er talið að eitt skjalið hafi verið um landráð. 

„[Venesúelsk stjórnvöld] vissu að þarna var fólk sem hafði sótt um hæli á Íslandi. Þau létu fólkið skrifa undir skjal þar sem það játar á sig landráð,“ segir Zarkis. 

Hann gagnrýnir Útlendingastofnun fyrir að hafa skipulagt svo stóran flutning á Venesúelabúum með leiguflugi. 

„Ef þú ferð með venjulegu flugi er það mjög erfitt fyrir venesúelsk stjórnvöld að hafa uppi á þér,“ segir Zarkis. Með þeim hætti er hægt að týnast í fjöldanum. En í þessu tilviki var vélin full af fólki sem hafði sótt um hæli á Íslandi.

„Þetta er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda,“ segir Zarkis. „Venesúelska ríkisstjórnin sér þig sem svikara ef þú sækir um hæli í öðru landi – með því ertu að segja að Venesúela sé ekki í lagi.“

CaracasFrá salernisaðstöðunni í húsnæðinu sem venesúelsku hælisleitendunum er haldið í. Þar virðist ekki vera neitt rennandi vatn.

Ótti í hópi Venesúelabúa á Íslandi

Við komuna til Venesúela voru vegabréf fólksins tekin af því. „Þetta fólk mun ekki geta flúið aftur beint frá Venesúela,“ segir Zarkis um það. „Til þess að flýja þyrftu þau að fara í gegnum Kólumbíu eða Ekvador.“

Venesúelskir hælisleitendur eins og Zarkis sem enn eru á Íslandi upplifa nú mikinn kvíða og streitu. Hræðsla um að þeirra bíði sömu örlög hefur gripið um sig. 

„Ég er mjög hræddur,“ segir Zarkis. Hann hafði sjálfur fengið atvinnutilboð frá Hinu húsinu þegar honum var neitað um hæli. Mál hans er nú í ferli hjá kærunefnd útlendingamála en hann hefur ekki fengið leyfi til þess að vinna.

Lögmenn sem Heimildin hefur rætt við telja að íslensk stjórnvöld þurfi að rannsaka atburði síðasta sólarhrings vel og að varla sé verjanlegt að senda fleiri Venesúelabúa með leiguflugi frá Íslandi til Venesúela í bili. 

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ekki gefið kost á viðtali í dag. Hið sama má segja um forstjóra Útlendingastofnunar.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Það er vel skiljanlegt al allt fólk vill helst öryggi og vellíðan þetta býr í öllumm
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Ekki að undra að dómsmálaráðherra láti ekki ná í sig.
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Til hamingju ríkisstjórn Íslands og sérstaklega formenn flokkanna og dómsmálaráðherrar Jón og Gunna. Nú hafið þið skráð ykkur í sama klúbb og Hermann Jónasson og Vilmundur Jónsson landlæknir. Þeir báru sök á því að vísa fjölda gyðinga úr landi í aðdraganda stríðs fullvitandi hvað hugsanlega beið þeirra, það sanna dagblöð þess tíma. Mikið af þessu fólki lenti í fangabúðum og lifði ekki af. Ég vona svo innilega að ekki fari svo illa fyrir þessu fólki en óttast það versta, því stjórnvöld í Venesúela hafa látið myrða þúsundir á undanförnum árum jafnvel þó samkvæmt lögum sé dauðarefsing ekki heimil. Hafið ævarandi skömm fyrir. Þegar maður glatar mennskunni þá verður maður hættulegt skrímsli. Þið hafið ekkert umboð í mínu nafni.
    7
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Þetta eiga Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra skuldlaust. Megi þau skammast sín, þau gera þetta ekki í mínu nafni.
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.
„Ég er fórnarlamb pólitískra ofsókna“
Viðtal

„Ég er fórn­ar­lamb póli­tískra of­sókna“

Yuri Kar­ina Bouqu­ette De Al­vara­do frá Venesúela er um­sækj­andi um póli­tíska vernd á Ís­landi. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar hafa feng­ið synj­un við um­sókn sinni. Hún lýs­ir því hvernig Venesúela er orð­ið að al­ræð­is­ríki og að hún hafi fund­ið það á eig­in skinni eft­ir að hafa ver­ið starf­andi í stjórn­ar­and­stöðu­flokkn­um Pri­mero Justicia þar sem hún fékk borg­ar­stjóra í land­inu upp á móti sér.
Flúðu frá Venesúela og Grindavík og eignuðust jólabarn
ViðtalFlóttafólk frá Venesúela

Flúðu frá Venesúela og Grinda­vík og eign­uð­ust jóla­barn

Par frá Venesúela, Roger Gu­erra og Rosim­ar Barrozi, flúði upp­lausn­ina í Venesúela í fyrra og sett­ist að í Grinda­vík. Þeg­ar ógn vegna jarð­skjálta og yf­ir­vof­andi eld­goss steðj­aði að voru þau flutt í hús­næði í Hafnar­firði. Þau voru að eign­ast litla dótt­ur sem heit­ir Roma Victoria Gu­erra. Í við­tali við Heim­ild­ina ræða þau um líf sitt í Venesúela og Grinda­vík og óviss­una sem fylg­ir því að vera hæl­is­leit­end­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur nú þeg­ar synj­að einu sinni um leyfi til að setj­ast að í ör­ygg­inu á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu