„Þetta er íslenskum stjórnvöldum að kenna“

Með því að senda 180 Venesúela­búa úr landi í einni flug­vél gerðu ís­lensk stjórn­völd þeim venesú­elsku auð­velt fyr­ir að beina spjót­um sín­um að hópn­um sem þau líta á sem svik­ara, seg­ir hinn venesú­elski Zarkis Abra­ham Mul­ki Peña. „Þetta er ís­lensk­um stjórn­völd­um að kenna.“

„Þetta er íslenskum stjórnvöldum að kenna“
Zarkis „Venesúelska ríkisstjórnin sér þig sem svikara ef þú sækir um hæli í öðru landi – með því ertu að segja að Venesúela sé ekki í lagi.“ Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Þetta er Íslandi að kenna, ekki bara venesúelskum stjórnvöldum,“ segir venesúelski hælisleitandinn Zarkis Abraham Mulki Peña um aðstæður samlanda hans sem sendir voru úr landi í gær. Á flugvellinum í höfuðborginni Caracas tóku lögreglumenn á móti hópnum sem nú er í haldi lögreglu sem sögð er vopnuð. 

Útlendingastofnun, í samvinnu við landamærastofnun Evrópu (Frontex), stóð að fluginu frá Íslandi til Venesúela en í hópnum voru 25 börn og 155 fullorðnir. Dómsmálaráðuneytið segir að flugið hafi gengið vel og farþegarnir hafi gengið heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð. En þar skildu leiðir Venesúelabúanna og starfsfólks Útlendingastofnunar og Frontex. 

„Þau höfðu hægt um sig á meðan íslensku fulltrúarnir voru þarna. Eftir að þau fóru gerðu venesúelsk stjórnvöld það sem þau vildu,“ segir Zarkis í samtali við Heimildina. Hann er sjálfur enn hér á landi og vill alls ekki snúa til Venesúela með flugvél fullri af Venesúelabúum eftir að hafa séð móttökurnar sem fólkið fékk. 

„Venesúelska ríkisstjórnin sér þig sem svikara“

Sumir Venesúelabúanna segja að peningar, hundruð þúsunda sem fólkið hafði fengið í ferða- og aðlögunarstyrk frá íslenska ríkinu, hafi verið teknir af þeim. Þá var þeim gert að skrifa undir ýmis skjöl án lögfræðiaðstoðar og er talið að eitt skjalið hafi verið um landráð. 

„[Venesúelsk stjórnvöld] vissu að þarna var fólk sem hafði sótt um hæli á Íslandi. Þau létu fólkið skrifa undir skjal þar sem það játar á sig landráð,“ segir Zarkis. 

Hann gagnrýnir Útlendingastofnun fyrir að hafa skipulagt svo stóran flutning á Venesúelabúum með leiguflugi. 

„Ef þú ferð með venjulegu flugi er það mjög erfitt fyrir venesúelsk stjórnvöld að hafa uppi á þér,“ segir Zarkis. Með þeim hætti er hægt að týnast í fjöldanum. En í þessu tilviki var vélin full af fólki sem hafði sótt um hæli á Íslandi.

„Þetta er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda,“ segir Zarkis. „Venesúelska ríkisstjórnin sér þig sem svikara ef þú sækir um hæli í öðru landi – með því ertu að segja að Venesúela sé ekki í lagi.“

CaracasFrá salernisaðstöðunni í húsnæðinu sem venesúelsku hælisleitendunum er haldið í. Þar virðist ekki vera neitt rennandi vatn.

Ótti í hópi Venesúelabúa á Íslandi

Við komuna til Venesúela voru vegabréf fólksins tekin af því. „Þetta fólk mun ekki geta flúið aftur beint frá Venesúela,“ segir Zarkis um það. „Til þess að flýja þyrftu þau að fara í gegnum Kólumbíu eða Ekvador.“

Venesúelskir hælisleitendur eins og Zarkis sem enn eru á Íslandi upplifa nú mikinn kvíða og streitu. Hræðsla um að þeirra bíði sömu örlög hefur gripið um sig. 

„Ég er mjög hræddur,“ segir Zarkis. Hann hafði sjálfur fengið atvinnutilboð frá Hinu húsinu þegar honum var neitað um hæli. Mál hans er nú í ferli hjá kærunefnd útlendingamála en hann hefur ekki fengið leyfi til þess að vinna.

Lögmenn sem Heimildin hefur rætt við telja að íslensk stjórnvöld þurfi að rannsaka atburði síðasta sólarhrings vel og að varla sé verjanlegt að senda fleiri Venesúelabúa með leiguflugi frá Íslandi til Venesúela í bili. 

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ekki gefið kost á viðtali í dag. Hið sama má segja um forstjóra Útlendingastofnunar.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Það er vel skiljanlegt al allt fólk vill helst öryggi og vellíðan þetta býr í öllumm
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Ekki að undra að dómsmálaráðherra láti ekki ná í sig.
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Til hamingju ríkisstjórn Íslands og sérstaklega formenn flokkanna og dómsmálaráðherrar Jón og Gunna. Nú hafið þið skráð ykkur í sama klúbb og Hermann Jónasson og Vilmundur Jónsson landlæknir. Þeir báru sök á því að vísa fjölda gyðinga úr landi í aðdraganda stríðs fullvitandi hvað hugsanlega beið þeirra, það sanna dagblöð þess tíma. Mikið af þessu fólki lenti í fangabúðum og lifði ekki af. Ég vona svo innilega að ekki fari svo illa fyrir þessu fólki en óttast það versta, því stjórnvöld í Venesúela hafa látið myrða þúsundir á undanförnum árum jafnvel þó samkvæmt lögum sé dauðarefsing ekki heimil. Hafið ævarandi skömm fyrir. Þegar maður glatar mennskunni þá verður maður hættulegt skrímsli. Þið hafið ekkert umboð í mínu nafni.
    7
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Þetta eiga Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra skuldlaust. Megi þau skammast sín, þau gera þetta ekki í mínu nafni.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Haldið gegn vilja sínum: „Eins og við værum dæmdir glæpamenn“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hald­ið gegn vilja sín­um: „Eins og við vær­um dæmd­ir glæpa­menn“

„Þetta var of­boðs­lega nið­ur­lægj­andi, eins og refs­ing fyr­ir að hafa far­ið úr landi,“ seg­ir Ori­ana Agu­delo Pineda sem lenti ásamt 180 öðr­um Venesúela­bú­um í heima­land­inu í gær. Hún seg­ist ekki hafa feng­ið að hitta ætt­ingja á flug­vell­in­um og að hóp­ur­inn hafi ver­ið færð­ur í hús­næði þar sem þeim er hald­ið gegn vilja þess í tvo daga.
Martröð Venesúelabúa tekur engan enda
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Mar­tröð Venesúela­búa tek­ur eng­an enda

„Ef allt fer á versta veg finnst mér ég alla vega hafa reynt að segja mína sögu,“ seg­ir venesú­elski hæl­is­leit­and­inn Isaac Rodrígu­ez. Út­lend­inga­stofn­un flaug 180 sam­lönd­um hans úr landi í gær. Lög­regl­an tók á móti fólk­inu og færði það í hús­næði þar sem því hef­ur ver­ið gert að dvelja næstu tvo daga á með­an yf­ir­heyrsl­ur fara fram.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
9
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
4
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Pressa: Fyrsti þáttur
5
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár