Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Mögulega gert að játa á sig landráð

Tals­menn og lög­menn Venesúela­búa sem voru send­ir til heima­lands­ins í gær hafa feng­ið skila­boð um að fólki í hópn­um hafi ver­ið gert að játa á sig land­ráð við kom­una til Venesúela. Hóp­ur­inn er nú í haldi venesú­elskra yf­ir­valda við bág­ar að­stæð­ur.

Mögulega gert að játa á sig landráð
Frá vellinum Mynd sem Venesúelabúi sendi Heimildinni í gærkvöldi. Fólkið fékk ekki að hitta ættingja sem biðu þeirra á flugvellinum. Þeim var ekið í húsnæði þar sem þeim hefur verið gert að dvelja í tvo daga hið minnsta. Þar hafa farið fram ítrekaðar yfirheyrslur.

Ef Útlendingastofnun telur að þetta fólk verði ekki merkt og því mismunað í framtíðinni þá er sú frásögn með algjörum ólíkindablæ,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður um hóp 180 Venesúelabúa sem sendir voru frá Íslandi til Venesúela í lögreglufylgd í gær. 

Helgi Þorsteinsson SilvaTelur að íslensk stjórnvöld ættu að gera hlé á öllum vísunum til Venesúela.

Lögreglumenn tóku á móti hópnum á venesúelska vellinum, tóku af þeim vegabréfin og létu fólkið skrifa undir skjöl án lögfræðiaðstoðar. Þá eru sömuleiðis óstaðfestar heimildir um að ferðastyrkur sem hælisleitendurnir fengu frá íslenskum stjórnvöldum hafi verið tekinn af þeim við komuna til Venesúela. Talsmenn fólksins hér á Íslandi hafa jafnframt heyrt af því að einhverjum hafi verið gert að játa á sig landráð, segir Jón Sigurðsson – formaður stjórnar félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd (FTA). 

„Þetta er einn af mörgum slæmum hlutum sem maður hefur heyrt að hafi átt sér stað þarna við komuna,“ segir Jón. „Það er ekki staðfest nákvæmlega hvað hefur gerst, við höfum þetta eftir fólkinu sjálfu og skjólstæðingum okkar sem eru hér á landi og eru í beinu sambandi við þau. Ég hef að minnsta kosti séð myndband af því þegar er verið að láta þau skrifa undir eitthvað svona plagg á vellinum með fulltrúum yfirvalda. En ég hef enga sérstaka ástæðu til þess að draga [frásagnir fólksins] í efa.“ 

„Ef þetta snýst um að það vanti einhver gögn um að þau myndu verða fyrir einhverjum pólitískum ofsóknum þá þurftum við ekki að bíða lengi eftir því“
Jón Sigurðsson

Fellur ekki í fjöldann

Svo stór endursending til Venesúela hefur ekki verið framkvæmd áður.

„Það var lítið vitað um það hvernig er að vera endursendur til Venesúela í einni flugvél sem kemur sérstaklega í þeim tilgangi,“ segir Helgi. „Það er ekki eins og þú fallir í fjöldann. Yfirvöld vita að þessi vél kemur frá Íslandi með fólk sem er búið að flýja. Það er ekkert eins og að vera eitt af hundrað sætum.“

Fyrirsjáanlegt að þetta yrði niðurstaðan

Jón telur rannsóknarskyldu nú hvíla á íslenskum stjórnvöldum um að taka atburðina til skoðunar. 

Jón SigurðssonSegir að atburðirnir hafi verið fyrirsjáanlegir.

„Ég tel að það liggi í augum uppi að íslensk yfirvöld þurfa að taka þessar upplýsingar til greina og þetta hlýtur að koma til álita í tengslum við allar þær umsóknir sem eru til meðferðar og allar þær kærur sem eru til meðferðar,“ segir Jón. „Okkur sem störfum á þessum vettvangi fannst þetta mjög fyrirsjáanlegt. Íslensk stjórnvöld töldu öruggt að senda þetta fólk til baka og svo það sem mætir þeim er augljóst brot á réttindum þeirra.“ 

Styrkja þessir atburðir málstað þeirra venesúelsku ríkisborgara sem eru að sækja um vernd á Íslandi? 

„Mér finnst það augljóst. Ef þetta snýst um að það vanti einhver gögn um að þau myndu verða fyrir einhverjum pólitískum ofsóknum þá þurftum við ekki að bíða lengi eftir því,“ segir Jón. 

Og hvað með fólkið sem hefur mögulega játað á sig landráð? Hvað er gert við mann ef maður er landráðamaður í Venesúela? 

„Það er refsivert brot að vera landráðamaður, það er það líka á Íslandi. Venesúela er alræðisríki og það er alveg viðurkennt að pólitískar ofsóknir tíðkast í Venesúela. Þeir sem gerast sekir um landráð – án þess að vera sérfróður um venesúelsk lög þá er augljóst að það mun koma sér mjög illa fyrir fólk,“ segir Jón.  

„Hagsmunir stjórnvalda af því að bíða í einhverja daga eru svo litlir miðað við þá hagsmuni sem verða fyrir borð bornir ef þetta fer á versta veg“
Helgi Þorsteinsson Silva

Ættu að bíða með frekari endursendingar

Helgi telur að eftir atburðina í Venesúela ættu stjórnvöld að bíða með að senda fleiri þangað. 

„Hagsmunir stjórnvalda af því að bíða í einhverja daga eru svo litlir miðað við þá hagsmuni sem verða fyrir borð bornir ef þetta fer á versta veg,“ segir Helgi. 

Í nokkur ár veittu íslensk stjórnvöld nánast öllum þeim Venesúelabúum sem sóttu hér um hæli viðbótarvernd vegna slæmra aðstæðna í Venesúela. Fyrr á þessu ári staðfesti kærunefnd útlendingamála nokkra neikvæða úrskurði Útlendingastofnunar í málum Venesúelabúa þar sem aðstæður í heimalandinu hefðu batnað. 

Þessu hafa Venesúelabúar mótmælt harðlega enda eru aðstæðurnar í Venesúela enn mjög slæmar, glæpatíðnin þar er ein sú hæsta í heimi, fáir hafa aðgengi að heilbrigðisþjónustu og flestir almennir borgarar eiga erfitt með að mæta grunnþörfum sínum.

„Ég vil ítreka það sem ég hef áður sagt: Að í þessari stöðu þar sem eru vísbendingar um hugsanlega ögn betra ástand þá hefði verið í betra samræmi við mannúð og meðalhóf að bíða aðeins og fá reynslu mögulega frá öðrum löndum um það hvernig er að endursenda til Venesúela,“ segir Helgi.

Fjöldi hælisumsókna venesúelskra ríkisborgara hér á landi hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum – þær fóru úr 14 árið 2018 í 1.209 í fyrra en frá janúar til september á þessu ári voru þær enn fleiri: 1.318. Eftir að kærunefnd útlendingamála staðfesti neikvæða úrskurði Útlendingastofnunar fór umsóknunum að fækka.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
  AF HVERJU ISLAND? ENGIN HERSKYLDA!!
  0
 • SIB
  Sigurður I Björnsson skrifaði
  Núna hefur Ríkistjórnin hugsanlega orðið völd að morðum. Hafið ævarandi skömm fyrir.
  0
 • JA
  Jón Arnarson skrifaði
  Forfaðir minn, Bjarni Hermannsson, sá til þess í hans tíð sem hreppsstjóri, að sem flestir hreppsómagar yrðu færður útfyrir hreppsmörk, enda hreppurinn óvenju fjársterkur í hanns tíð.
  Enn efast ég um gjörning minns forföður!!!!
  3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.
„Ég er fórnarlamb pólitískra ofsókna“
Viðtal

„Ég er fórn­ar­lamb póli­tískra of­sókna“

Yuri Kar­ina Bouqu­ette De Al­vara­do frá Venesúela er um­sækj­andi um póli­tíska vernd á Ís­landi. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar hafa feng­ið synj­un við um­sókn sinni. Hún lýs­ir því hvernig Venesúela er orð­ið að al­ræð­is­ríki og að hún hafi fund­ið það á eig­in skinni eft­ir að hafa ver­ið starf­andi í stjórn­ar­and­stöðu­flokkn­um Pri­mero Justicia þar sem hún fékk borg­ar­stjóra í land­inu upp á móti sér.

Mest lesið

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
5
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
7
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
„Enginn sem tekur við af mér“
9
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
10
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
8
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
10
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár