Formaður bæjarráðs Ölfuss, Grétar Ingi Erlendsson, vinnur hjá ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru í eigu námafjárfestisins Einars Sigurðssonar. Grétar Ingi greindi frá þessu í viðtali við Morgunblaðið í vikunni: „Black Beach Tours er afþreyingarfyrirtæki sem býður upp á fjórhjólaferðir í grennd við Þorlákshöfn. Black Beach Guesthouse er gistiheimili í Þorlákshöfn. Ég sé um daglegan rekstur hjá báðum fyrirtækjum,“ sagði hann.
Fyrirtækið sem á og rekur þessi félög sem kennd eru við Black Beach heitir Krösus ehf. Í ársreikningi þess segir: „Einar Friðrik Sigurðsson á allt hlutafé félagsins.“ Félagið var með tekjur, aðallega af ferðaþjónustu, upp á ríflega 52 milljónir króna í fyrra.
Fyrirtæki Einars Sigurðssonar, og Hrólfs Ölvissonar meðfjárfestis hans, hafa verið mikið til umræðu í fréttum það sem af er árinu. Fjárfestarnir eiga námuréttindi í Ölfusi og hafa flutt út vikur frá Þorlákshöfn um árabil. …
Er enginn takmörk fyrir hvað sjálfstæðisflokkurinn vill ganga langt ?