Aðstæður hérna geta breyst ofboðslega hratt og versnað mjög hratt,“ segir Sandra Bjarnadóttir, mannauðs- og fjármálastjóri hjá Læknum án landamæra, um ástandið í Venesúela. Hún vinnur í verkefni við landamæri Venesúela, Gvæana og Brasilíu, sem snýst um að veita grunnheilbrigðisþjónustu fyrir Venesúelabúa – því slík þjónusta er af verulega skornum skammti í landinu.
Íslensk yfirvöld veittu um tíma nánast öllum þeim sem hingað komu frá Venesúela í leit að hæli svokallaða viðbótarvernd vegna slæmra aðstæðna í heimalandinu. Fjöldi hælisumsókna venesúelskra ríkisborgara hér á landi hefur vaxið gríðarlega – þær fóru úr 14 árið 2018 í 1.209 í fyrra en frá janúar til september á þessu ári voru þær enn fleiri: 1.318.
Kærunefnd útlendingamála komst svo nýverið að því að aðstæður í Venesúela hefðu batnað og staðfesti hún því nokkrar neitanir Útlendingastofnunar um vernd fyrir venesúelska hælisleitendur.
„Hérna ná margir ekki að …
Athugasemdir