Leikverkið Orð gegn orði eftir Suzie Miller fjallar um verjandann Tessu, ungan og metnaðarfullan lögmann sem vinnur flest mál og ver skjólstæðinga sína fimlega í kynferðisbrotamálum. En þegar Tessa upplifir sjálf hrikalegan atburð byrjar hún að sjá hlutina öðrum augum og þarf að endurskoða bæði hugmyndir sínar og viðhorf.
Í kynningartexta Þjóðleikhússins fyrir verkið er spurt: Hvaða vægi hafa tilfinningar og réttlætiskennd í flóknum málum, og hvenær er sekt nægilega sönnuð? Þar segir einnig að í Orði gegn orði sé tekist á við ágengar spurningar um feðraveldið, réttarkerfið, kynferðisbrotamál, siðgæði, sekt og sönnunarbyrði.
Þess má geta að leikskáldið er fyrrverandi lögfræðingur og hún nýtti sér eigin reynslu til að skrifa verkið. Eða, eins og segir jafnframt í kynningartextanum: ... rannsaka veikleika réttarkerfisins í kynferðisbrotamálum. Verkið hefur hlotið fjölda verðlauna og haft mikil áhrif. Meðal annars er farið fram á að hæstaréttardómarar á Norður-Írlandi sjái upptöku af sýningunni áður en þeir …
Athugasemdir