Grindvíkingar sem þess óska geta fengið frystingu fasteignalána hjá öllum stóru viðskiptabönkunum þremur, samkvæmt upplýsingum sem bankarnir hafa veitt Heimildinni. Frysting íbúðalána felur í sér að vextir og verðbætur hvers gjalddaga setjast ofan á höfuðstól lánanna, en ekki þarf að greiða neitt af lánunum á meðan frystingu varir.
Ljóst er að afkoma margra Grindvíkinga hangir í lausu lofti og það er með öllu óljóst hvenær íbúar bæjarins geta snúið aftur til síns heima. Margar fasteignir í bænum eru stórskemmdar og mögulega ónýtar, vegna áhrifa jarðsigs, en land í vesturhluta bæjarins hefur sigið um allt að einn meter.
Bankarnir allir á sömu línu
„Margir viðskiptavinir okkar í Grindavík eru með íbúðalán. Það er einfalt og fljótlegt að fresta afborgunum (frysta) en hafa þarf samband við okkur og óska eftir því. Frestun á afborgunum er einföld og fljótleg í framkvæmd,“ sagði Landsbankinn í tilkynningu á vef sínum í gær og samkvæmt frekari …
Athugasemdir