Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Voru komin til Tenerife þegar bærinn var rýmdur

Fimm manna fjöl­skylda frá Grinda­vík flaug til Teneri­fe dag­inn áð­ur en bær­inn var rýmd­ur. Þeg­ar þau koma heim úr sól­inni verð­ur allt breytt. „Við vor­um bara bú­in að pakka sum­ar­föt­um í tvær ferða­tösk­ur. Hitt varð eft­ir.“

Voru komin til Tenerife þegar bærinn var rýmdur
Fjölskyldan Katla, Matthías Már eiginmaður hennar og drengirnir þeirra þrír leita sér nú að samastað á Íslandi. Þau koma heim í næstu viku.

Aðfaranótt fimmtudags, nóttina áður en Katla Steinþórsdóttir og fjölskylda flugu til Tenerife, lágu þau andvaka á heimili sínu í Grindavík vegna jarðhræringa. Þau áttu bókaða ferð í sólina vegna brúðkaups sem þeim var boðið í og fer fram um helgina. Tilviljun réði því sem sagt að þau voru ekki á heimili sínu þegar Grindavík var rýmd vegna jarðhræringa á föstudag.

„Við vorum bara búin að pakka sumarfötum í tvær ferðatöskur. Hitt varð eftir,“ segir Katla Steinþórsdóttir sem hefur búið ásamt eiginmanni sínum Matthíasi Má og þremur sonum – fjögurra, sjö og tólf ára – í Grindavík í sjö ár. 

„Okkur var strax tekið opnum örmum. Strákarnir okkar eru Grindvíkingar. Þeir þekkja ekkert annað,“ segir Katla. 

„Maður syrgir meira samfélagið en steypuna“

Það er hjónunum erfitt að vera fjarri Grindvíkingum þegar svo illa stendur á, svo ekki sé minnst á hugsanirnar um eigurnar sem enn eru á heimili fjölskyldunnar og enginn hefur enn komist í að sækja.

„Okkur fullorðna fólkinu hefur langað til þess að panta okkur flug heim til þess að geta bjargað dótinu okkar og heimilinu okkar,“ segir Katla. Móðir hennar ætlar að reyna að ná í helstu verðmæti þangað í dag.

„Við erum með einhver útiföt í bílnum sem er í Keflavík. Annars erum við bara með sundföt, sumarkjóla og stuttbuxur.“ 

BærinnSkemmdir hafa orðið á vegum og mannvirkjum í Grindavík vegna jarðhræringa.

„Hérna höfum við allavega samastað“

Katla starfar sem deildarstjóri á leikskólanum Laut í Grindavík og sér því fram á að þegar fjölskyldan komi heim vanti þau ekki einungis heimili heldur þurfi Katla einnig að leita sér að nýrri vinnu. Nú leitar fjölskyldan að samastað í þéttbýli, helst á höfuðborgarsvæðinu. 

„Við vorum aðallega að hugsa um að vera í einhverju þéttbýli svo strákarnir geti stundað íþróttir og svona. Reyna að hafa þetta sem eðlilegast,“ segir Katla. 

Þó að sólin á Tenerife sé hlý og yngstu strákarnir hafi skemmt sér vel í útlandinu þá er það erfitt fyrir foreldrana að njóta ferðarinnar.

„En við ætlum að klára þessa ferð og ætlum að leyfa börnunum okkar að upplifa skemmtilega utanlandsferð og gera okkar besta í þessum aðstæðum því það er engin hjálp í okkur heima hvort eð er. Þetta er það besta í stöðunni. Hérna höfum við allavega samastað,“ segir Katla. 

Fjölskyldan snýr aftur heim í næstu viku en Katla óskar þess að allt fari á besta veg og Grindvíkingar geti sameinast að nýju. 

„Þetta er bara heimilið okkar,“ segir Katla. „Maður syrgir meira samfélagið en steypuna.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
6
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár