Ekkert lát er á aukinni aðsókn í meðferð hjá Heimilisfriði, úrræði fyrir fólk af öllum kynjum sem beitir maka sinn ofbeldi. Sálfræðingurinn sem rekur verkefnið vonar að ástæðan sé sú að fleira fólk sem beitir ofbeldi leiti sér aðstoðar en áður. Þetta er venjulegt fólk, „svona ég og þú fólk“, og í mörgum tilvikum tekst því að hætta að beita ofbeldi.
Árið 2019 sinnti starfsfólk Heimilisfriðar um 40 viðtölum á mánuði. Ári síðar var sú tala komin upp í 100. Kórónuveirufaraldurinn var talin ástæðan, en heimilisofbeldi færðist í aukana í faraldrinum, ásamt aukinni umræðu um ofbeldi í kjölfar svokallaðrar Metoo-bylgju.
„Þetta er vanmáttur og vankunnátta. Þú bara kannt ekki annað. Það er góður útgangspunktur að því leytinu að þú getur lært. Þú þarft að æfa þig og kannski hafa rosalega fyrir því en það er hægt.“
Tvö ár eru liðin síðan faraldurinn var upp á sitt …
Athugasemdir