Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þegar vanda og vá ber að höndum stöndum við Íslendingar saman“

„Eld­gos gæti ver­ið í vænd­um nærri Grinda­vík,“ skrif­ar Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti í ávarpi til þjóð­ar­inn­ar vegna hörð­ustu skjálfta­hrinu á síð­ari ár­um á Reykja­nesi. Boð­skap­ur hans er að við stjórn­um ekki nátt­úr­unni en get­um fært við­brögð okk­ar yf­ir í ró og hjálp­semi.

„Þegar vanda og vá ber að höndum stöndum við Íslendingar saman“
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands telur að íslensk viðbrögð við náttúruvá felist í rólyndi og hjálpsemi.

Guðni Th. Jóhannesson forseti hefur sent frá sér skilaboð til þjóðarinnar vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi, sem er líklegast sú harðasta á síðari árum á svæðinu og með miðju aðeins um þremur kílómetrum norðaustur af Grindavík. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Almannavörnum eru skýr merki um að kvikugangur sé að brjóta sér leið til yfirborðs norður af Grindavík.

Margir íbúar Grindavíkur hafa yfirgefið bæinn. Rýmingarleiðin til norðurs, um Grindavíkurveg, lokaðist við einn skjálftann, þar sem sprunga klauf veginn. Í kvöld höfðu Almannavarnir enn ekki ákveðið að boða til rýmingar. Ástæðan var að skjálftavirkni var á rúmlega þriggja kílómetra dýpi og að hraunflæðilíkan benti til þess að hraun myndi ekki renna að Grindavík, heldur til vesturs og suðausturs.

Boðskapur Guðna forseta er að Íslendingar mæti ástandinu með sínu lagi.

Jörð skelfur nú á Reykjanesi sem aldrei fyrr á þessu ári. Hættustigi hefur verið lýst yfir og eldgos gæti verið í vændum nærri Grindavík, jafnvel á næstu sólarhringum. Ég hugsa hlýtt til allra íbúa þar og þeirra sem nú sinna almannavörnum og hjálp í viðlögum. Við stjórnum ekki náttúrunni en þegar vanda og vá ber að höndum stöndum við Íslendingar saman. Höldum ró okkar og hjálpumst að,“ skrifar Guðni á Facebook-síðu forsetaembættisins.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár