Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Landsréttur geti lokið um 20 fleiri málum á ári vegna auka dómara

Lög­um var breytt í vor og dómur­um við Lands­rétt fjölg­að um einn. Skrif­stofu­stjóri rétt­ar­ins, Gunn­ar Við­ar, seg­ir að með til­komu auka dóm­ara eigi að vera hægt að ljúka um 20 fleiri mál­um með dómi eða úr­skurði á ári hverju, með nokk­urri ein­föld­un. Lög­menn og ákær­end­ur hafa tal­ið máls­með­ferð­ar­tím­ann við dóm­stól­inn of lang­an.

Landsréttur geti lokið um 20 fleiri málum á ári vegna auka dómara
Landsréttur Að meðaltali tekur um 350 daga að ljúka meðferð áfrýjaðs einkamáls fyrir Landsrétti. Ef mál fá ekki flýtimeðferð getur tíminn þó verið talsvert lengri. Mynd: Davíð Þór

Málsmeðferðartími áfrýjaðra einkamála fyrir Landsrétti var 345 dagar í fyrra, eftir að hafa verið 352 dagar árið 2021. Flestum þeim sem eru í samskiptum við dómstólinn þykir málsmeðferðartíminn við dómstólinn almennt of langur, samkvæmt skoðanakönnun sem dómstólasýslan framkvæmdi í fyrra á meðal ákærenda og lögmanna.

Tæpur helmingur, eða 47 prósent svarenda,  sögðu málsmeðferðartímann þá allt of langan og rúm 35 prósent til viðbótar sögðu málsmeðferðartímann vera ívíð of langan. Rúmum 15 prósentum aðspurðra þótti málsmeðferðartíminn hæfilegur og sárafáum þótti hann of skammur.

Auka dómari mun fjölga málum sem tekst að klára

Gripið var til aðgerða fyrr á þessu ári til þess að mæta löngum málsmeðferðartíma við réttinn og samþykkti Alþingi lög um að fjölga föstum dómurum réttarins um einn, úr 15 í 16, í vor. Þetta kemur til með að fjölga þeim málum sem Landsréttur getur annað á ári hverju, segir skrifstofustjóri réttarins, Gunnar Viðar, í skriflegu svari við fyrirspurn …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár