„96 lýs á hverjum laxi. Guð minn góður! Þetta eru dramatískar tölur. Ég hef aldrei heyrt svona tölur áður,“ segir norski dýralæknirinn Trygve Poppe þegar tölurnar frá Matvælastofnun um magn laxalúsarinnar hjá Arctic Fish í Tálknafirði eru bornar undir hann. Í byrjun október voru rúmlega 96 lýs af ólíkri stærð að meðaltali á hverjum eldislaxi hjá Arctic Fish í sex kvíum. Um var að ræða laxalýs á þremur ólíkum vaxtarskeiðum: á lirfustigi, miðstigi og svo fullorðnar lýs.
Aðspurður um hvað séu hæstu tölur um laxalús sem hann hefur heyrt hingað til segir Trygve að hann sé ekki með tiltekna tölu í höfðinu en að þær séu miklu, miklu lægri en þetta.
Trygve, sem er prófessor emeritus og sérfræðingur í fiskisjúkdómum við dýralæknaháskólann í Noregi, segir aðspurður að þegar laxalús kemur upp í sjókvíum þá taki það hana yfirleitt mjög skamman tíma að fjölga sér.
Hann segir hins vegar að kuldi …
Athugasemdir (1)