Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Búið að loka Bláa lóninu – Verður lokað í eina viku

Jarð­skjálfta­hrina næt­ur­inn­ar, sem trufl­aði og hræddi gesti sem gistu á hót­el­um við Bláa lón­ið, og „langa­var­andi auk­ið álag á starfs­menn“ hef­ur leitt til þess að Bláa lón­ið hef­ur ákveð­ið að loka tíma­bund­ið.

Búið að loka Bláa lóninu – Verður lokað í eina viku
Forstjórinn Grímur Sæmundsen, forstjóri og stærsti eigandi Bláa lónsins, sést hér við baðlónið sem verður lokað næstu vikuna. Mynd: Kristinn Magnússon

Bláa lóninu hefur verið lokað og það verður lokað í eina viku. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi á fjölmiðla í morgun. 

Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið og að staðan verði metin í framhaldinu. Lokunin mun taka gildi í dag, 9. nóvember, og standa til að byrja með til klukkan 07:00, 16. nóvember. „Truflun á upplifun gesta í nótt og langvarandi aukið álag á starfsmenn eru meginástæður lokunarinnar. Bláa Lónið hf. mun fylgjast með framgangi hræringanna næstu sólarhringa og meta stöðuna. Okkar frábæru og tryggu starfsmenn fá greidd full laun meðan á lokun stendur og gestir fulla endurgreiðslu.“

Líkt og Heimildin greindi frá í gær hefur Bláa lónið sætt nokkurri gagnrýni undanfarna daga, fyrir að upplýsa ekki gesti sína um jarðhræringar í Svartsengi og einnig fyrir að halda starfsemi sinni til streitu í yfirstandandi óvissuástandi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins á mánudag að það væri hreinlega „óábyrgt“ að starfsemi lónsins sé enn í fullum gangi. 

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, sagði við Heimildina á þriðjudag að þessi ummæli Úlfars væru ekki í takti við annað sem heyrst hafi úr almannavarnakerfinu. „Maður áttar sig ekki á því hvort hann sé að tala þarna sem embættismaður eða bara sem persóna, en maður gerir auðvitað ráð fyrir því, hann er þarna í viðtali sem lögreglustjóri, að hann sé að tala fyrir hönd embættisins. Það er aldrei gott þegar það er misræmi í skilaboðum. Það er óvissustig og því hefur ekkert verið breytt og það er ekki verið að breyta því í dag og því er þetta ákaflega óheppilegt,“ sagði Helga. 

Úlfar var ekki sá eini sem virtist hafa einhverjar áhyggjur af umfangi starfseminnar í Svartsengi og þeim hundruðum sem eru staddir í eða við lónið á hverjum tíma. Kynnisferðir tilkynntu á þriðjudag að fyrirtækið væri hætt að aka ferðamönnum í lónið í bili, vegna stöðu mála. Skipulagðar rútuferðir á vegum Bláa lónsins og Hópbíla undir merkjum Destination Blue Lagoon héldu hins vegar sínu striki í gær.

Helga sagðist í gær setja spurningamerki við hvaða forsendur væru að baki ákvörðun Kynnisferða og sagði að Bláa lónið fylgdi einfaldlega boðum Almannavarna, sem hafi ekki gert neinar breytingar á viðbúnaðarstigi sínu 25. október. 

Þetta breyttist allt í morgun. Mikil jarðskjálftahrina reið yfir svæðið í kringum Þorbjörn í nótt. Alls urðu 18 skjálftar sem voru yfir 3,0 að stærð frá miðnætti og sá stærsti mældist 5,0. Hann fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu. Engin merki eru þó um aukinn gosóróa sem stendur. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
4
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár