Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Búið að loka Bláa lóninu – Verður lokað í eina viku

Jarð­skjálfta­hrina næt­ur­inn­ar, sem trufl­aði og hræddi gesti sem gistu á hót­el­um við Bláa lón­ið, og „langa­var­andi auk­ið álag á starfs­menn“ hef­ur leitt til þess að Bláa lón­ið hef­ur ákveð­ið að loka tíma­bund­ið.

Búið að loka Bláa lóninu – Verður lokað í eina viku
Forstjórinn Grímur Sæmundsen, forstjóri og stærsti eigandi Bláa lónsins, sést hér við baðlónið sem verður lokað næstu vikuna. Mynd: Kristinn Magnússon

Bláa lóninu hefur verið lokað og það verður lokað í eina viku. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi á fjölmiðla í morgun. 

Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið og að staðan verði metin í framhaldinu. Lokunin mun taka gildi í dag, 9. nóvember, og standa til að byrja með til klukkan 07:00, 16. nóvember. „Truflun á upplifun gesta í nótt og langvarandi aukið álag á starfsmenn eru meginástæður lokunarinnar. Bláa Lónið hf. mun fylgjast með framgangi hræringanna næstu sólarhringa og meta stöðuna. Okkar frábæru og tryggu starfsmenn fá greidd full laun meðan á lokun stendur og gestir fulla endurgreiðslu.“

Líkt og Heimildin greindi frá í gær hefur Bláa lónið sætt nokkurri gagnrýni undanfarna daga, fyrir að upplýsa ekki gesti sína um jarðhræringar í Svartsengi og einnig fyrir að halda starfsemi sinni til streitu í yfirstandandi óvissuástandi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins á mánudag að það væri hreinlega „óábyrgt“ að starfsemi lónsins sé enn í fullum gangi. 

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, sagði við Heimildina á þriðjudag að þessi ummæli Úlfars væru ekki í takti við annað sem heyrst hafi úr almannavarnakerfinu. „Maður áttar sig ekki á því hvort hann sé að tala þarna sem embættismaður eða bara sem persóna, en maður gerir auðvitað ráð fyrir því, hann er þarna í viðtali sem lögreglustjóri, að hann sé að tala fyrir hönd embættisins. Það er aldrei gott þegar það er misræmi í skilaboðum. Það er óvissustig og því hefur ekkert verið breytt og það er ekki verið að breyta því í dag og því er þetta ákaflega óheppilegt,“ sagði Helga. 

Úlfar var ekki sá eini sem virtist hafa einhverjar áhyggjur af umfangi starfseminnar í Svartsengi og þeim hundruðum sem eru staddir í eða við lónið á hverjum tíma. Kynnisferðir tilkynntu á þriðjudag að fyrirtækið væri hætt að aka ferðamönnum í lónið í bili, vegna stöðu mála. Skipulagðar rútuferðir á vegum Bláa lónsins og Hópbíla undir merkjum Destination Blue Lagoon héldu hins vegar sínu striki í gær.

Helga sagðist í gær setja spurningamerki við hvaða forsendur væru að baki ákvörðun Kynnisferða og sagði að Bláa lónið fylgdi einfaldlega boðum Almannavarna, sem hafi ekki gert neinar breytingar á viðbúnaðarstigi sínu 25. október. 

Þetta breyttist allt í morgun. Mikil jarðskjálftahrina reið yfir svæðið í kringum Þorbjörn í nótt. Alls urðu 18 skjálftar sem voru yfir 3,0 að stærð frá miðnætti og sá stærsti mældist 5,0. Hann fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu. Engin merki eru þó um aukinn gosóróa sem stendur. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár