Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Ákaflega óheppilegt“ að lögreglustjóri segi óábyrgt að Bláa lónið sé opið

Fram­kvæmda­stjóri hjá Bláa lón­inu seg­ist ekki átta sig á því hvort lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesj­um hafi ver­ið að tala fyr­ir hönd embætt­is­ins eða bara sem ein­stak­ling­ur, er hann lýsti því yf­ir að hann teldi óá­byrgt að halda lón­inu opnu. Þetta sé á skjön við önn­ur skila­boð sem borist hafi úr al­manna­varna­kerf­inu, sem Bláa lón­ið hafi ákveð­ið að fylgja í einu og öllu.

Bláa lónið hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarna daga, fyrir að upplýsa ekki gesti sína um jarðhræringar í Svartsengi og einnig fyrir að halda starfsemi sinni til streitu í yfirstandandi óvissuástandi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að það væri hreinlega „óábyrgt“ að starfsemi lónsins sé enn í fullum gangi. 

LóniðHelga Árnadóttir er framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, segir við Heimildina að þessi ummæli Úlfars séu ekki í takti við annað sem heyrst hafi úr almannavarnakerfinu. „Maður áttar sig ekki á því hvort hann sé að tala þarna sem embættismaður eða bara sem persóna, en maður gerir auðvitað ráð fyrir því, hann er þarna í viðtali sem lögreglustjóri, að hann sé að tala fyrir hönd embættisins. Það er aldrei gott þegar það er misræmi í skilaboðum. Það er óvissustig og því hefur ekkert verið breytt og það er ekki verið …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Græðgin grímulaus.
    1
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Málið hjá Bláa Lóninu snýst um að ef þeim verður gert að loka af Almannavörnum/ ríkinu. Sækja þeir bætur til ríkisins. En ef þeir loka sjálfir fá þeir ekkert frá okkur. Helvítis glæpalýður og afætur.
    6
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Ég vissi að þessi athugasemd myndi koma! Það má enginn segja neitt af viti gegn gróðapungum. Þessi athugasemd lögreglunnar kom í framhaldi af því að hann sagði og Svartsengi væri með "lágmarksmannskap" á vagt. Hvernig dirfist Bláa lóninu að taka á móti fólki án þess að segja þeim frá ástandinu og hættu sem fólk gæti verið í.?
    6
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Er ekki sama hvaðan rödd skynseminnar kemur?
    Heill þér lögreglustjóri Suðurnesja – þú ert maður meið meirum (konur eru og menn)!
    7
  • Björn Ólafsson skrifaði
    Algert rugl hjá lögreglustjóranum. Hann er að taka fram fyrir hendur almannavarna.
    -5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu