Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mikið undir ef eldur kemur upp á versta stað

Elds­um­brot í grennd við Svartsengi gætu leitt til eigna­tjóns á áð­ur óþekkt­um skala, sam­kvæmt svört­ustu sviðs­mynd­um, en mik­il­vægt orku­ver og ein helsta ferða­þjón­ustuperla lands­ins gætu ver­ið út­sett fyr­ir hraun­rennsli. Bæj­ar­stjór­inn í Grinda­vík tel­ur að miklu megi til kosta, til að vernda fast­eign­ir Suðu­nesja­búa frá hugs­an­legu tjóni.

Mikið undir ef eldur kemur upp á versta stað
Í Illahrauni Nokkrum kílómetrum undir yfirborðinu vestan við Svartsengi safnast saman kvika. Mikil spenna er á svæðinu. Mynd: Golli

Dekkstu sviðsmyndirnar um þær jarðhræringar sem staðið hafa yfir í næsta nágrenni við Svartsengi í rúmar tvær vikur gera ráð fyrir því að eldgos gæti hafist í grenndinni og hraunflæði ógnað mikilvægum innviðum, sem tryggja tugþúsundum íbúa á Reykjanesi heitt vatn og íbúum Grindavíkur rafmagn.

Einnig er einn fjölsóttasti og verðmætasti ferðamannastaður landsins, Bláa lónið, á svæðinu. Á fimmtudagsmorgun var tilkynnt að því yrði lokað í eina viku, eftir kröftuga jarðskjálftahrinu sem skelfdi hótelgesti og starfsfólk.

Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir bæði fyrir íbúa og fyrirtæki og allir vonast auðvitað til þess að hið versta raungerist ekki. Margs konar áætlanir hafa samt verið gerðar, til þess að hægt sé að verjast afleiðingum goss á þessum slóðum og almannavarnakerfið er í viðbragðsstöðu. Í umræðunni undanfarna daga hefur jafnvel verið talað um að ráðast í gerð stærðarinnar varnargarða, til þess að verja innviðina í Svartsengi fyrir mögulegu hraunrennsli.

Frostskemmdir eitt helsta áhyggjuefnið …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár