Innkaupastjóri Bóksölu stúdenta hefur ekki tíma til að lesa bækur

Rein­harð Rein­harðs­son hef­ur sinnt starfi inn­kaupa­stjóra Bók­sölu stúd­enta síð­ast­lið­in sjö ár og yf­ir þann tíma hef­ur hann feng­ið að velja hvaða bæk­ur eru í boði, í sam­ráði við kenn­ara og skól­ann. Síð­ustu daga og vik­ur hef­ur hann ekki haft tíma til að lesa bæk­ur því það er svo mik­ið að gera í bók­söl­unni.

Innkaupastjóri Bóksölu stúdenta hefur ekki tíma til að lesa bækur

„Ég heiti Reinharð Reinharðsson og við erum í Bóksölu stúdenta. Ég er innkaupastjóri hér og hef verið það í sjö ár núna. Ég er búinn að vera í þrjátíu ár í bóksölunni. Ég sótti hérna um á sínum tíma þegar ég var að leita mér að vinnu, svo hefur eitt leitt af öðru og eftir því sem ég lærði á starfið þá hef ég færst á milli starfa. 

Ég vel erlendu bækurnar sem koma hér inn í samráði við kennara og svo bækur sem við höldum að nemendur hafi áhuga á. En þær íslensku koma bara jafnt og þétt inn. Ég er kannski ekki alla daga að fylgjast með því sem er að koma út. En við þurfum að fylgjast með því sem er verið að kenna af því að við erum að þjónusta háskólaumhverfið. Helmingurinn af bókum til sölu hér eru námsbækur og hitt er svona aukaefni því við viljum að nemendurnir komi oftar til okkar en tvisvar á ári. Ég hef ekki lesið allar þessar bækur, ónei, en ég þekki þær í útliti. 

Er ekki klisja að tala um að heimsmálin hafi verið mér efst í huga síðustu daga? Ástandið í heiminum og jarðskjálfti á Reykjanesi. Maður er bara upptekinn af daglega lífinu, ég held að flestir hugsi nú bara um nærumhverfið. 

Eitt augnablik sem breytti lífi mínu, díses. Á ég ekki að segja barneignir bara? Ég á fjögur börn og það fyrsta breytti mestu, svo ertu kominn í rútínu með hin með reynslunni. Þriðja barnið er næsta skref af því að þú kemst að því að þá þarft þú að fara að velja hvort þú klæðir tvö börn fyrst og lætur þau bíða á meðan það þriðja er klætt eða hvort þú klæðir eitt og hin tvö börnin bíða á meðan því venjulega eru bara tveir foreldrar. Þegar þau urðu fjögur varð það elsta orðið nógu gamalt til að hjálpa til.

Föðurhlutverkið hefur ekki áhrif á bókavalið. Þrjár nýjar bækur sem ég mæli með, díses, þú setur mig alveg á gaddinn. Fyrsta bókin sem mér datt í hug? Bíddu, ég er alveg tómur. Skemmtileg bók sem ég hef lesið upp á síðkastið? Það hefur enginn tími verið til þess, ekki síðustu daga. Ég hef verið önnum kafinn við að undirbúa janúarmisserið. Flestir klukkutímar fara í að reyna að safna upplýsingum um það hvað á að kenna í janúar.

Ég get ekki sagt að ein bók hafi breytt lífi mínu en Dune eftir Frank Herbert las ég um tvítugt og hefur staðið upp úr. Hún breytti mér ekki, hún er bara skemmtileg pæling um líf og náttúru og þroskasaga. Ári síðar varð ég faðir.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár