Barist um Gasa – aftur og aftur og aftur

Hin hrjáða byggð á Gasa á sér langa sögu. Hér seg­ir frá Kana­ans­mönn­um og fara­ón­um Amos­is, frá fræki­legri vörn í virk­inu Sharu­hen og dul­ar­full­um sæþjóð­um og loks eld­gosi í Heklu.

Barist um Gasa – aftur og aftur og aftur
Hyksos stríðsmaður í vagni Eftir því sem best er vitað var Hyksos fólkið það fyrsta sem flutti hesta til Egiftalands, sennilega frá Gasa og Palestínu. Allra nýjustu rannsóknir benda raunar til að Hyksos hafi upphaflega verið farandverkamenn (eða flóttamenn) í Egiftalandi sem síðan gerðu uppreisn og tóku völdin í landinu í eina öld áður en þeir voru hraktir til Gasa aftur.

Gasa hefur alltaf notið þess, nú, eða goldið, að vera í þjóðbraut milli Afríku og Asíu, Sýrlands og Egiftalands, Miðjarðarhafsbotns og Arabíuskaga. Þar hefur verið byggð frá árdögum mannkynsins.

Það sanna mikilvægir fornleifafundir í nágrenninu, reyndar fleiri í Ísrael en á svæðum Palestínumanna, einfaldlega af því meira hefur verið grafið á vegum Ísraelsmanna en Palestínumanna; þeir síðarnefndu hafa haft öðru að sinna.

Verslunarstöð frá Egiftalandi

Elstu leifar um eiginlega bæjarbyggð á svæði Gasaborgar eru meira en 5.000 ára gamlar. Íbúarnir á því svæði sem nú kallast Ísrael og Palestína töluðu semískt mál og kölluðust Kanaansmenn en fyrsti bærinn á Gasa virðist hafa byggst sem friðsæl verslunarstöð frá Egiftalandi, Tell es-Sakan. Kanaansmennirnir í nágrenninu virðast ekki síst hafa stundað veiðar en smátt og smátt færðist landbúnaður í aukana.

Tell es-Sakan er nú aðeins tveim kílómetrum norðan við Nuseirat-flóttamannabúðirnar sem ísraelski flugherinn hefur látið sprengjum rigna yfir síðustu daga.

Eftir nokkur hundruð ára byggð í Tell es-Sakan virðist egifski verslunarbærinn hafa verið yfirgefinn og í margar aldir blésu eyðimerkurvindarnir ótruflaðir til sjávar og kaupmannalestir fóru framhjá rústum hans. Sennilega var ástæðan sú að umsvif Egifta færðust norður til þess svæðis þar sem seinna hét Fönikía en nú Líbanon. Íbúar þar voru Kanaansmenn og þar spratt sedrusviðurinn níðsterki sem Egiftar notuðu meðal annars í hlunna undir þá tröllauknu steina sem þeir hlóðu píramídana úr.

Blómlegur landbúnaður á Gasa

Um árið 2500 FT byggðist Tell es-Sakan aftur og nú voru það Kanaansmenn sem bjuggu þar. Borgin varð miðstöð í býsna blómlegu landbúnaðarhéraði þar umhverfis (já! í alvöru!) en hefur áreiðanlega líka verið þó nokkur verslunarmiðstöð á krossgötum. Velsæld virðist hafa ríkt í borginni þá. Hveiti, bygg, ólífur, vínber og grænmeti, allt var þetta ræktað í námunda við borgina, fiskur var veiddur út af ströndinni og skelfiski safnað í fjörunni, hjarðir af nautgripum, kindum og geitum gengu um sveitir.

Athyglisvert að Kanaansmennirnir í Tell es-Sakan töldu sig þurfa að víggirða vel borg sína og voru borgarmúrarnir úr sólþurrkuðum leirsteinum allt að átta metra þykkir. 

Ekki hafa þó fundist merki um stríðsátök eða umsátur óvina við borgina en vera má að slíkt uppgötvaðist ef meira væri grafið. Svo mikið er víst að eftir að Kanaansmenn höfðu búið þarna í fimm hundruð ár, þá var borgin skyndilega yfirgefin og hafa menn enga skýringu fundið á því. Ekki er vitað til að nein stórslys hafi þá orðið í náttúrunni sem hefðu átt að kippa grundvelli undan mannabyggð á svo mikilvægum og fjölförnum slóðum.

Hrun á Gasa, ekki í fyrsta sinn

En eitthvað hefur þó gerst því verslun við Egiftaland virðist hafa lagst nálega af og reyndar virðist bæjum og þorpum í bæði hinum núverandi Palestínu og Ísrael hafa hnignað mjög verulega á þessu bronsaldarskeiði – af meira og minna ókunnum ástæðum.

Þegar aftur fór að rísa byggð norðan til á Gasa var um að ræða lítil hirðingjaþorp en ekki öflugan bæ eða borg eins og Tell es-Sakan. Um 1800 FT var hirðingjabyggðin orðin þokkaleg blómleg og verslun milli Egiftalands og Sýrlands um Gasa komin nálægt fyrra horfi.

Um árið 1500 FT virðist Gasa svo hafa verið síðasta vígi hinnar dularfullu Hyksos-þjóðar sem þá hafði ráðið neðri (nyrðri) hluta Egiftalands í um hundrað ár en harla fátt er vitað um. Margir fræðimenn efast reyndar um að Hyksos hafi verið sérstök þjóð, heldur frekar eins konar bandalag eða jafnvel einfaldlega herflokkur í upphafi. Svo mikið virðist þó víst að Hyksos hafi komið úr vestri og náð yfirráðum yfir neðri hluta Nílar og óshólmanna.

Hinir dularfullu Hyksos, voru þeir Gyðingar?

Hyksos bjuggu svo í vellystingum í Egiftalandi þessa öld en Forn-Egiftum (sem töluðu afróasíska tungu) gramdist ósegjanlega að þurfa að lúta yfirráðum útlendinga.

Sagnaritarinn Jósefus – Gyðingur sem gerðist Rómverji og skrifaði undir lok fyrstu aldar ET – hélt því fram á einum stað að Hyksos hefðu verið Gyðingar en fræðimenn eru ekki á því að það eigi sér nokkra stoð. Í fyrsta lagi er mjög vafasamt að svo snemma sé yfirleitt hægt að tala um nokkra sérstaka Gyðingaþjóð og í öðru lagi benda líkur loks til þess að uppruni Hyksos hafi verið töluvert norðar eða í Fönikíu.

Jósefus nefnir reyndar að aðrir telji að Hyksos hafi verið Arabar en það er líka ærið vafasamt og fræðimenn láta sér nú flestir duga að kalla Hyksos semitíska og/eða Kanaansmenn.

Hér sérðu hvernig landamerki skiptast milli Gasa, vesturbakkans og Ísraels.

Faraó ákveður að gereyða óvinum sínum

Svo mikið er víst að eftir að Amosis, ættarlaukur konungsættarinnar í efra (syðra) Egiftalandi, hratt Hyksos á braut, þá hugðist hann láta kné fylgja kviði og útrýma Hyksos algerlega. En leifar Hyksos bjuggu þá um sig í vel vörðu virki á Gasa, en þar hét Sharuhen. Þar héldu þeir út í þrjú ár (ein heimild segir sex). Að her Amosisar hafi setið um virkið svo lengi sýnir hvílíkt kapp hann lagði á að gereyða Hyksos því í þá daga stóðu herferðir yfirleitt aldrei lengur en nokkra mánuði.

Að lokum náði Amosis virkinu og til er áletrun frænda hans sem kveðst hafa fengið tvær konur og einn þræl frá Sharuhen og auk þess heilmikið gull sem herfang „fyrir það hugrekki sem ég sýndi“.

Engar heimildir eru því miður til um hlutskipti verjendanna í virkinu.

Einhver hluti þeirra komst undan og flúði til Sýrlands en þangað elti Amosis þá. Og nú fór í hönd einn af helstu stórveldistímum í langri sögu Egiftalands. 

Hvar var Sharuhen-virkið?

Fræðimenn eru ekki alveg á eitt sáttir um hvar Sharuhen var niðurkomið. Hugsanlega var það inni á núverandi Gasasvæði, rétt hjá Tell es-Sakan og Nureirat-flóttamannabúðunum. Eða það var 20 kílómetrum sunnar á lágri hæð skammt frá hinum núverandi bæ Ein HaBesor í Ísrael. Sá bær er innan við 8 kílómetra frá landamærum Gasa og eldsnemma í morgunsárið 7. október réðust Hamasmenn á bæinn.

Íbúarnir þar voru hins vegar reiðubúnir. Um 70 manna varnarlið hafði staðið vörð alla nóttina, búið nokkrum vélbyssum og skammbyssum. Þessu liði tókst að hrekja Hamasmennina á flótta. Einn varnarliða særðist og þegar ekið var með hann í snarhasti á sjúkrahús eltu Hamasmenn á mótorhjólum og skutu á bílinn.

Bíllinn komst þó leiðar sinnar svo enginn féll í þessari nýju árás á Sharuhen – ef virkið var þá þar en ekki inni á Gasa-svæðinu sjálfu.

Þetta viðbragðsskjóta varnarlið í Ein HaBesor var ekki að bíða eftir hryðjuverkaárás frá Gasa þótt svona hittist á. Heldur hafði því verið ætlað að kveða niður bylgju bílaþjófnaða sem gengið hafði yfir Ein HaBesor og nágrannaþorpið næstu daga á undan.

Hekla er víða örlagavaldur.

Gos í Heklu olli hamförum um veröld víða

En víkjum aftur til bronsaldar. Gasa var nú vel og tryggilega í höndum Egifta í 300 ár eða til á að giska 1200. Þá varð dularfullt áfall í mestallri menningu Mið-Austurlanda, landbúnaður hrundi, borgir fóru í eyði, heilu þjóðirnar lögðust í flakk. Sjálfsagt hafa orsakir fyrir þessu áfalli verið ýmsar en margir vísindamenn telja að gríðarlegt gos í Heklu um þetta leyti hafi haft sitt að segja.

„Sjálfsagt hafa orsakir fyrir þessu hruni á Gasa verið ýmsar en gríðarlegt gos í Heklu hafði eflaust sitt að segja.“

Gosið er kallað „Hekla 3“ af jarðfræðingum og fjallið þeytti svo mikilli gosösku út í andrúmsloftið að hitastig á norðurhveli jarðar, þar á meðal og ekki síst við Miðjarðarhaf, kólnaði verulega í mörg ár á eftir.

Ein af afleiðingum hrunsins var að snemma á tólftu öld FT gerðu hinar mjög svo dularfullu „sæþjóðir“ árás á Egiftaland og raunar fleiri lönd og héruð við austanvert Miðjarðarhaf. Mjög er málum blandið hverjar sæþjóðirnar voru en í bili hallast flestir að því að þær hafi verið „frumstæðir“ hópar frá Evrópu, ekki síst Ítalíuskaga og Grikklandi, sem hafi flúið versnandi lífsskilyrði í kjölfar fyrrnefndra hamfara og leitað inn á hin auðugri og rótgrónari svæði við Miðjarðarhafsbotn.

En þau voru heldur ekki upp á sitt besta eftir hrunið.

Sigrast á sæþjóðunum: Palestína verður til

Að lokum tókst Ramesses 3. Egiftalandsfaraó að sigrast á sæþjóðunum í gríðarlegri orrustu í óshólmum Nílar um 1175 FT og þá er svo að sjá sem hann hafi ákveðið að planta einni hinni sigruðu sæþjóða niður á Gasa. Og þar fékk sú þjóð heimaland.

Fólkið sem fyrir var – hirðingjar af ætt Kanaansmanna – var eflaust ekki spurt frekar bæði fyrr og síðar.

En hér var komin sú þjóð sem brátt skaut svo djúpum rótum á Gasa og nágrenni að allt svæðið er síðan kennt við hana: Palestína.

Því þetta voru þeir frægu Filistear.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    STRIÐ HAFA ALLTAF FYLGT MANNKYNINU ALVEG FRÁ BYRJUN!OG LIKA ALSKONAR ANNAÐ MIÐUR FALLEGT EÐA GOTT ÞETTA ER FAST INNBYGGT Í OKKUR ÖLL ALTAF HEFUR VERIÐ SEILST Í ÞAÐ SEM ANNAR A
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
7
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
4
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Pressa: Fyrsti þáttur
5
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár