„Þetta er algjört fúsk frá upphafi til enda og ástæðan fyrir því að ég kom mér út úr þessu á sínum tíma. [...] Þessar myndir sem við sáum úr Tálknafirði sýna bara dýraníð,“ segir Arnór Björnsson, sem stofnaði laxeldisfyrirtækið Fjarðalax á suðvestanverðum Vestfjörðum eftir efnahagshrunið á Íslandi, en hætti afskiptum af eldinu af því honum fannst of geyst farið.
Heimildin hafði samband við Arnór til að spyrja hann um laxaförgunina hjá Arctic Fish, sem blaðið greindi frá í máli og myndum þann 1. nóvember. Grunnástæða laxaförgunarinnar, sem er án hliðstæðu hér á landi, er útbreiðsla laxalúsar í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax nú í haust. Laxalúsin étur roðið á fisknum og opnar fyrir bakteríusmit sem gera hann veikburða þannig að hann drepst á endanum. Um milljón eldislaxar hafa drepist eða honum hefur verið fargað …
Athugasemdir (1)