Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dóttirin ræður för

Snæ­björn Brynj­ars­son býr á Horna­firði en er stadd­ur í borg­inni til að tæma hug­ann, ólíkt flest­um sem yf­ir­gefa borg­ina ein­mitt í þeim til­gangi.

Dóttirin ræður för
Úr sveit í borg Snæbjörn leyfir dótturinni að ráða för í fríi í borginni. „Stóra bókasafnið“ varð fyrir valinu en Sigríður Brynja afþakkaði pent að sitja fyrir á mynd með pabba. Mynd: Heimildin / Erla María

Á Borgarbókasafninu í Grófinni eru feðginin Snæbjörn Brynjarsson og Sigríður Brynja Snæbjörnsdóttir önnum kafin í leik í litlu tréhúsi í barnahorninu. 

„Hún krafðist þess að fara á stóra bókasafnið. Mig langaði að fara í sund og pakkaði fyrir það en hún tók eiginlega ekki annað í mál en að fara á stóra bókasafnið, ég veit ekki einu sinni hvernig hún mundi eftir því. Við erum búin að leika okkur í þessu húsi heillengi og núna áðan var ég að fara í leikskólann og hún í vinnuna þannig að við erum búin að vera í ýmsum hlutverkaleikjum.

Annars er ég svo tómur í höfðinu þessa stundina, það er eiginlega ekkert mér efst í huga. Mig langar alveg að segja eitthvað eins og að Ísrael-Palestína væri mér efst í huga en það er bara ekki raunin ef ég á að segja eins og er. Ég er nýbúinn að vera í mikilli vinnutörn og er bara í nokkurra daga fríi. Ég er búinn að slökkva á öllu. Það þarf að safna smá orku og sofa aðeins meira. Ég er nýkominn í bæinn, ég bý í Hornafirði. En ætli það sé ekki sextugsafmæli tengdaföður míns sem er núna á næstunni, þess vegna erum við í bænum.

„Núna erum við bara tvö að hanga“

Við konan mín fundum vinnu í Hornafirði sem okkur finnst skemmtileg og svo eigum við smá fjölskyldu á svæðinu. Við höfum aldrei búið úti á landi og langaði að prufa það. Við erum búin að vera einn vetur en það sem heldur okkur þar er hvað þetta er þægilegt samfélag og skemmtilegt fólk og ótrúlega margt hægt að gera eins og í bænum. Það er auðveldara að koma hlutum í kring sem er miklu flóknara að skipuleggja og framkvæma í bænum.

Konan mín kemur á miðvikudaginn með hina dóttur okkar, sem er aðeins yngri, þá förum við í allt annað prógramm. Núna erum við bara tvö að hanga. Það er allt annað líf þegar við erum tvö. Það er ákveðin gæðastund. Ég leyfi henni bara að ráða ferðinni og sjá hvað hún vill sjá í borginni. Ég var búinn að ímynda mér að við myndum fara í Laugardalslaug eða Húsdýragarðinn eða eitthvað svona. En svo krafðist hún þess að fara og sjá bókasafnið. Það getur vel verið að við tökum strætóferð upp á djókið, þó að við séum á bíl, en það kemur í ljós. Sigríður Brynja, hvað langar þig að gera í Reykjavík?“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár