Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Af skyttum þremur og skítapakki

Berg­þóra Snæ­björns­dótt­ir býr yf­ir sjald­gæfri gáfu. Hún er góð­ur stílisti og hug­mynda­flug henn­ar er ein­stakt. Í texta Dufts er alltaf eitt­hvað sem kem­ur á óvart. Eitt­hvað ögr­andi, óham­ið, gróteskt, aga­legt.

Af skyttum þremur og skítapakki
Bergþóra Snæbjörnsdóttir Fyrsta skáldsaga Bergþóru, Svínshöfuð, sem kom út árið 2017, hreppti Fjöruverðlaunin, ásamt því að vera valin besta skáldsaga ársins af bóksölum.
Bók

Duft

Söfnuður fallega fólksins
Höfundur Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Benedikt bókaútgáfa
345 blaðsíður
Niðurstaða:

Stórskemmtileg bók. Djúp, fyndin og hræðileg. Allt þetta og meira til.

Gefðu umsögn

Verónika er dóttir Hákons og Halldóru, líkamsræktarfrömuða sem eiga allt sem hugurinn girnist. Þau búa þrjú í 400 fermetra húsi sem í sögunni er ýmist líkt við geimstöð, glerhöll eða eyðimörk. Það gengur mikið á á heimilinu, öskur, rifrildi, framhjáhöld og drykkja – en líka eru þar miklir kærleikar og samheldni. Verónika og foreldrarnir eru afar náin og kalla sig Skytturnar þrjár.

Sagan hefst árið 1987 og skiptist í tvo hluta. Sá fyrri segir af æskuárum Veróniku, frá því að hún er fjögurra ára og fram á unglingsár og seinni hlutinn hefst þegar hún er að nálgast fertugt.

Verónika er nánast alin upp í Stöðinni, líkamsræktarstöð foreldranna, sem er sú stærsta og flottasta á landinu. Þau eru forréttindafólk. Hákon er sonur heildsala og fjölskylda hans „var múruð. Molduð. Þau skitu peningum.“ (bls. 38) Móðurfólkið var hins vegar „fátækt skítapakk“. (bls. 57)

Þessar einkunnir sem gefnar eru bakgrunni foreldranna eru lýsandi …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár