Þrátt fyrir að launajafnrétti hafi verið leitt í lög fyrir rúmum 60 árum búa konur enn við launamisrétti. Samkvæmt þeim lögum áttu laun kvenna að hækka með tímanum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í nokkrum starfsgreinum og voru sex ár talin nægja til þess verks. Það kom ekki á daginn.
Að útrýma launamuni kynjanna, þeim seiga og endingargóða fjanda, hefur verið stefna Alþýðusambandsins í áratugi og er það enn. Ýmislegt hefur áunnist í að minnka launamun kynjanna á síðastliðnum áratugum og mismunandi aðferðum beitt í þeim tilgangi, t.d. með innleiðingu á starfsmati hjá sveitarfélögum og kröfum um jafnlaunavottun. Samkvæmt nýlegri rannsókn hefur dregið úr launamuni kynjanna um átta prósent frá innleiðingu jafnlaunavottunarkerfis þó ekki hafi verið sýnt fram á bein áhrif þess. Jafnlaunastaðallinn og umræða um hann gæti hafa haft óbein áhrif í þá veru að draga úr launamun kynja almennt.
Skakkt verðmætamat kvennastarfa
Aðgerðir sem gripið …
Athugasemdir