Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þekkir það að mæta hindrunum og fordómum

Fram­færsla, lífs­kjör og rétt­indi fatl­aðra barna eru helstu bar­áttu­mál nýs for­manns Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands. „Ég veit hvernig það er að mæta hindr­un­um og for­dóm­um í kerf­inu.“

Þekkir það að mæta hindrunum og fordómum
Nýr formaður Alma Ýr Ingólfsdóttir ætlar að halda áfram á þeirri vegferð sem ÖBÍ var undir stjórn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur. „Það er engin hallarbylting í gangi.“ Mynd: Silja Rut Thorlacius

„Þeir hafa verið ótrúlega skemmtilegir, krefjandi og langir. Ég er spennt fyrir því sem mín bíður,“ segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um fyrstu dagana á stóli formanns.

Alma Ýr var kjörin formaður Öryrkjabandalagsins á aðalfundi réttindasamtakanna í byrjun mánaðarins. Hún hefur starfað á skrifstofu ÖBÍ í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks og fannst formennskan rökrétt næsta skref. „Við erum að berjast með aðildarfélögunum okkar og svo erum við að veita ráðgjöf og þá fékk maður þetta beint í æð hvað það er sem er raunverulega að gerast. Það endurspeglast af götunni inn á borð til okkar. Það er það sem fékk mig til að hugsa að kannski maður ætti að láta reyna á þetta, vitandi og hafandi og búandi að þessari reynslu og þekkingu.“

Alma Ýr var 17 ára gömul þegar hún fékk blóðsýkingu í kjölfar heilahimnubólgu sem olli því að hún missti báða fótleggi og framan af fingrum. Tólf árum eftir veikindin fékk hún hlaupafætur frá Össuri sem breyttu lífi hennar. Hún segir reynsluna skipta máli í starfi hennar sem formaður ÖBÍ. „Ég hef ákveðna sýn inn í þennan raunveruleika. Ég veit hvernig það er að mæta hindrunum og fordómum og kerfinu, þó svo að ég geti talað um mig sem algjöra forréttindakonu í þeim efnum, þá veit ég alveg hvað felst í þessu. Þú gætir aldrei verið í þessu ef þú ættir ekki þá reynslu að baki.“

Formannskjörið var æsispennandi, Alma Ýr hlaut 57 atkvæði en Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði og stjórnarkona í stjórn Blindrafélagsins, 56. Það kom Ölmu Ýri ekki á óvart hversu jöfn baráttan var. „Það er pínu lúxusvandamál hjá ÖBÍ að hafa tvo frambærilega frambjóðendur sem gerði þetta enn þá meira spennandi og gaf meiri vigt inn í aðildarfélögin og baráttuna að þetta sé staða sem fólk sækist eftir. Maður fer ekkert í svona nema að hafa brennandi áhuga og gera þetta af hugsjón og virðingu við málaflokkinn. Það er mikilvægt að bera virðingu fyrir ótrúlega fjölbreyttum og stórum hópi sem í raun telur 15 prósent af þjóðinni.“  

„Það er engin hallarbylting í gangi“

Alma Ýr ætlar að halda áfram á þeirri vegferð sem ÖBÍ var undir stjórn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur. „Það er engin hallarbylting í gangi. Þetta eru alltaf ákveðnar stoðir sem þarf að fylgja fast áfram. Stærsta stoðin er alltaf framfærsla og lífskjör, almannatryggingakerfið. Það er ákveðin vinna í gangi og við munum halda áfram í henni og gefa ekkert eftir í þeim efnum.“

Eitt af helstu baráttumálum Ölmu Ýrar í kosningabaráttunni voru málefni barna en hún hefur miklar áhyggjur af fötluðum börnum. „Gífurlegar áhyggjur. Og það endurspeglast kannski mest í því að það er ekki fyrir hendi viðeigandi stuðningur og þjónusta sem þyrfti að vera. Hvernig stendur á því að það eru svona margir biðlistar og það eru svona mörg börn á biðlistum? Hvað veldur þessum biðlistum? Hvað þýðir það að vera á biðlista? Þetta er ótrúleg flækja sem þarf að greiða úr. Ég trúi því ekki að þetta þurfi að vera svona.“ Alma Ýr segir farsældarlöggjöfina ekki ná að greiða úr þessari flækju. „Þetta er kynslóðin sem kemur til með að taka við af okkur og ég vil ekki sjá þetta svona. Ég mun beita mér mjög mikið fyrir þessu.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár