Karlmaður sem víkur frá norminu og beitir konu ofbeldi er álitinn sjúkur, skrímsli jafnvel. Með þessari skrímslavæðingu er samfélagslegur vandi einstaklingsvæddur og þannig er athyglinni beint frá rót vandans, undirliggjandi tilkalli karlmanna til líkama kvenna. Þó svo að áríðandi sé að gerendur taki ábyrgð á sínum verkum þarf einnig að ráðast á rótina, meðal annars með fræðslu.
Þetta segir Katrín Ólafsdóttir, doktor í gagnrýnum fræðum, sem gerði doktorsverkefni um gerendur ofbeldis í nánum samböndum. Hún var á meðal fjölda fyrirlesara sem fluttu erindi á ráðstefnu Stígamóta í síðustu viku um ofbeldismenn á Íslandi.
Katrín ítrekar að án ábyrgðar gerenda muni þolendur aldrei upplifa réttlæti en aftur á móti sé ekki hægt að uppræta vandann nema samfélagið átti sig á því að einstaklingurinn sé birtingarmynd vanda sem liggur mun dýpra og á rætur sínar í kynjuðum valdastrúktúr.
„Jafnréttisorðræðan þyrlar ryki í okkar augu“
Sá strúktúr – sem lýsir sér m.a. í …
Athugasemdir