Allt frá því um mitt ár 2019 hefur legið fyrir að regluverk um það hvenær og hvernig megi afturkalla umboð stjórnarmanna í lífeyrissjóðum, sé óskýrt. Þá sendi Fjármálaeftirlitið sérstakt erindi til lífeyrissjóða og óskaði eftir því að sjóðirnir endurskoðuðu reglur sínar svo skýrt væri við hvaða aðstæður væri réttlætanlegt að fulltrúar atvinnurekenda eða launþega í stjórnum sjóðanna, yrðu settir af.
„Óskýrar samþykktir hvað varðar að gera ferli við val og mögulega afturköllun á umboði stjórnarmanna er ógagnsætt,“ sagði í bréfi FME sem sent var lífeyrissjóðum landsins þar sem hvatt var til þess að reglurnar yrðu skýrðar þannig að þær myndu „taka mið af sjónarmiðum um góða stjórnarhætti og tryggja að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða verði ekki skert“.
Sú staðreynd að stjórnendur Birtu lífeyrissjóðs hafi ekki brugðist við þessu er nú ástæða þess að Samtök atvinnulífsins (SA) telja sig ekki geta afturkallað skipan eins fulltrúa síns sem nú er stjórnarformaður Birtu, Pálmars …
Athugasemdir (5)