Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Minnsta mál í heimi að breyta veislusal í dómsal

Lúð­vík Th. Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri Gull­hamra, stend­ur í stór­ræð­um. Veislu­sal­ur­inn í Gull­hömr­um hef­ur ver­ið not­að­ur sem dómsal­ur í að­al­með­ferð Banka­stræti Club-máls­ins. Um helg­ina verð­ur hald­in árs­há­tíð í saln­um og hon­um svo breytt aft­ur í dómsal.

Minnsta mál í heimi að breyta veislusal í dómsal
Feðgin Lúðvík Th. Halldórsson og Hulda Nanna Lúðvíksdóttir víla ekki fyrir sér að breyta veislusal í dómsal. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég hef ekkert við neitt að athuga, þetta gengur bara vel, mjög vel,“ segir Lúðvík Th. Halldórsson, framkvæmda- og veitingastjóri Gullhamra. Veislusalnum var í vikunni breytt í dómsal þar sem aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða fer fram. 

Upptökur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um inn­an úr Banka­stræti Club frá 17. nóvember sýna árás sautján grímu­klæddra manna á þrjá sem voru þar stadd­ir. Rannsókn lögreglu var mjög umfangsmikil og handtók lögregla tæp­lega þrjá­tíu manns vegna máls­ins. Í febrúar gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur 25 mönnum, þar af eina fyrir tilraun til manndráps. Fljótt varð ljóst að Héraðsdómur Reykjavíkur gæti ekki rúmað þennan fjölda sakborninga auk lögmanna. 

Í júní var tilkynnt að aðalmeðferðin færi fram í Gullhömrum, 2.500 fermetra fjölskyldureknu veitingahúsi með tveimur veislusölum. „Við erum fjölbreyttur veitingastaður,“ segir Lúðvík og hlær, en hann sér um daglegan rekstur ásamt dóttur sinni, Huldu Nönnu Lúðvíksdóttur. 

Fulltrúar héraðsdóms gerðu þarfagreiningu og uppfylltu Gullhamrar allar kröfur. „Þetta var alltaf mögulegt frá minni hálfu. Ég byggði þetta hús sem veitingahús og þetta hús er sérstaklega byggt fyrir það að halda árshátíðir og mannfagnaði.“ Og nú dómsal. „Mér finnst þetta allt jafn skemmtilegt.“

Undirbúningurinn var hefðbundinn og vel gekk að breyta stóra veislusalnum í dómsal. „Við erum alla daga að breyta sölum fyrir stærri og minni veislur, það þurfti bara að raða borðunum aðeins öðruvísi upp, það var nú ekki flóknara en það. Þetta var mjög einfalt.“ 

Skemmtilegra að halda árshátíð

Aðspurður hvernig honum finnst veislusalurinn taka sig út sem dómsalur vill Lúðvík hins vegar sem minnst segja. „Ég hef eiginlega enga skoðun á því en mér finnst nú skemmtilegra að vera með 500 manna árshátíð heldur en að stilla upp fyrir dóm. En þetta er bara allt í lagi, ekkert að þessu, þetta er bara minnsta mál í heimi.“

Fjölmiðlabann ríkti á meðan skýrslutökur fóru fram en fréttir af þessum sögulegu réttarhöldum hafa engu að síður verið sagðar í vikunni og snerust meðal annars um óánægju verjenda um kaffiskort í Gullhömrum. „Það er enginn skortur á neinu frá minni hálfu, héraðsdómur ákvað að það yrðu engar veitingar í boði. Svo breytti fólk þessu og nú er boðið upp á kaffi,“ segir Lúðvík. Héraðsdómur greiðir fyrir kaffið. 

„Þetta er bara vinna og búið, við fáum borgað fyrir hana, svo þetta er í lagi“

Lögregla hefur sinnt gæslu við Gullhamra síðustu daga en Lúðvík segir það ekki breyta miklu. „Ég er nú alvanur að hafa lögreglu í húsinu, ég hef haldið fyrir þá árshátíð í mörg ár.“ 

Taka dómsalinn niður um helgina fyrir árshátíð

Aðalmeðferðin heldur áfram á mánudag en það aftrar Lúðvík ekki í að halda stærðarinnar árshátíð í veislusalnum um helgina. „Við þurfum að taka dómsalinn niður til að stilla upp fyrir árshátíð og setjum hann svo aftur upp á sunnudaginn. Þetta er bara vinna og búið, við fáum borgað fyrir hana, svo þetta er í lagi.“

Lúðvík getur vel hugsað sér að halda því áfram að útbúa dómsali eftir þörfum. „Þetta er allt voða fínt og yndislegt fólk og engin vandræði. Ég er alveg tilbúinn að taka að mér hvaða verkefni sem er sem hentar í húsið og hentar okkur, já, já.“ 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár