Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Minnsta mál í heimi að breyta veislusal í dómsal

Lúð­vík Th. Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri Gull­hamra, stend­ur í stór­ræð­um. Veislu­sal­ur­inn í Gull­hömr­um hef­ur ver­ið not­að­ur sem dómsal­ur í að­al­með­ferð Banka­stræti Club-máls­ins. Um helg­ina verð­ur hald­in árs­há­tíð í saln­um og hon­um svo breytt aft­ur í dómsal.

Minnsta mál í heimi að breyta veislusal í dómsal
Feðgin Lúðvík Th. Halldórsson og Hulda Nanna Lúðvíksdóttir víla ekki fyrir sér að breyta veislusal í dómsal. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég hef ekkert við neitt að athuga, þetta gengur bara vel, mjög vel,“ segir Lúðvík Th. Halldórsson, framkvæmda- og veitingastjóri Gullhamra. Veislusalnum var í vikunni breytt í dómsal þar sem aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða fer fram. 

Upptökur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um inn­an úr Banka­stræti Club frá 17. nóvember sýna árás sautján grímu­klæddra manna á þrjá sem voru þar stadd­ir. Rannsókn lögreglu var mjög umfangsmikil og handtók lögregla tæp­lega þrjá­tíu manns vegna máls­ins. Í febrúar gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur 25 mönnum, þar af eina fyrir tilraun til manndráps. Fljótt varð ljóst að Héraðsdómur Reykjavíkur gæti ekki rúmað þennan fjölda sakborninga auk lögmanna. 

Í júní var tilkynnt að aðalmeðferðin færi fram í Gullhömrum, 2.500 fermetra fjölskyldureknu veitingahúsi með tveimur veislusölum. „Við erum fjölbreyttur veitingastaður,“ segir Lúðvík og hlær, en hann sér um daglegan rekstur ásamt dóttur sinni, Huldu Nönnu Lúðvíksdóttur. 

Fulltrúar héraðsdóms gerðu þarfagreiningu og uppfylltu Gullhamrar allar kröfur. „Þetta var alltaf mögulegt frá minni hálfu. Ég byggði þetta hús sem veitingahús og þetta hús er sérstaklega byggt fyrir það að halda árshátíðir og mannfagnaði.“ Og nú dómsal. „Mér finnst þetta allt jafn skemmtilegt.“

Undirbúningurinn var hefðbundinn og vel gekk að breyta stóra veislusalnum í dómsal. „Við erum alla daga að breyta sölum fyrir stærri og minni veislur, það þurfti bara að raða borðunum aðeins öðruvísi upp, það var nú ekki flóknara en það. Þetta var mjög einfalt.“ 

Skemmtilegra að halda árshátíð

Aðspurður hvernig honum finnst veislusalurinn taka sig út sem dómsalur vill Lúðvík hins vegar sem minnst segja. „Ég hef eiginlega enga skoðun á því en mér finnst nú skemmtilegra að vera með 500 manna árshátíð heldur en að stilla upp fyrir dóm. En þetta er bara allt í lagi, ekkert að þessu, þetta er bara minnsta mál í heimi.“

Fjölmiðlabann ríkti á meðan skýrslutökur fóru fram en fréttir af þessum sögulegu réttarhöldum hafa engu að síður verið sagðar í vikunni og snerust meðal annars um óánægju verjenda um kaffiskort í Gullhömrum. „Það er enginn skortur á neinu frá minni hálfu, héraðsdómur ákvað að það yrðu engar veitingar í boði. Svo breytti fólk þessu og nú er boðið upp á kaffi,“ segir Lúðvík. Héraðsdómur greiðir fyrir kaffið. 

„Þetta er bara vinna og búið, við fáum borgað fyrir hana, svo þetta er í lagi“

Lögregla hefur sinnt gæslu við Gullhamra síðustu daga en Lúðvík segir það ekki breyta miklu. „Ég er nú alvanur að hafa lögreglu í húsinu, ég hef haldið fyrir þá árshátíð í mörg ár.“ 

Taka dómsalinn niður um helgina fyrir árshátíð

Aðalmeðferðin heldur áfram á mánudag en það aftrar Lúðvík ekki í að halda stærðarinnar árshátíð í veislusalnum um helgina. „Við þurfum að taka dómsalinn niður til að stilla upp fyrir árshátíð og setjum hann svo aftur upp á sunnudaginn. Þetta er bara vinna og búið, við fáum borgað fyrir hana, svo þetta er í lagi.“

Lúðvík getur vel hugsað sér að halda því áfram að útbúa dómsali eftir þörfum. „Þetta er allt voða fínt og yndislegt fólk og engin vandræði. Ég er alveg tilbúinn að taka að mér hvaða verkefni sem er sem hentar í húsið og hentar okkur, já, já.“ 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár