Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Froskmenn með skutulbyssur að sulla í ám ekki glæsileg framtíðarsýn

Mat­væla­ráð­herra seg­ir það „þyngra en tár­um taki“ að fylgj­ast með slysaslepp­ingu úr sjókvía­eldi af þeirri stærð­ar­gráðu eins og átti sér stað í Pat­reks­firði. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar seg­ir dap­ur­leg­ast við frétt­ir eins og þess­ar að þær eiga ekki að koma nein­um á óvart.

Froskmenn með skutulbyssur að sulla í ám ekki glæsileg framtíðarsýn
Matvælaráðherra „Það er auðvitað þyngra en tárum taki að þessi viðburður í raun og veru standi yfir, það er að strok verði af þeirri stærðargráðu sem við erum hér að sjá,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra um slysasleppingar sjókvíaeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Patreksfirði. Mynd: Heimildin

Slysaslepping þúsunda eldislaxa úr kví í Patreksfirði eru hörmulegar fréttir fyrir lífríki Íslands og fjölbreytileika þess að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. 

„En það dapurlegasta við þessar fréttir er það að þær eiga ekki að koma neinum á óvart vegna þess að þetta stóð allt í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem var hér til umfjöllunar í upphafi þessa árs og skilað var um samhljóða áliti frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem nefndin var í raun sammála um að taka undir allar ábendinga Ríkisendurskoðunar,“ sagði Þórunn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun þar sem hún spurði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra út í slysasleppingar sjókvíaeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Patreksfirði. 

Lögleglan á Vestfjörðum hefur hafið rannsókn á slysasleppingum sjókvíaeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Patreksfirði að beiðni Matvælastofnunar. Þetta er fyrsta rannsókn af þessu tagi sem farið er í á eldisfyrirtæki hér á landi. 

Í síðasta mánuði var greint frá því að tvö göt hefðu komið á kví hjá Arctic Fish við Kvígindisdal í Patreksfirði. Um 73 þúsund laxar, sem voru um 6 til 7 kíló, voru í kvínni sem götin fundust á. Síðan þá hafa veiðst fjölmargir stórir eldislaxar víða um landið, aðallega á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Matvælastofnun hefur greint nokkra af eldislöxunum sem veiðst hafa og hefur niðurstaðan verið sú að í flestum tilfellum sé um að ræða laxa frá Arctic Sea Farm í Patreksfirði. 

Þórunn spurði ráðherra til hvaða aðgerða hún hefur gripið í sínu ráðuneyti. „Hvernig ætlar ráðherra að koma í veg fyrir að sá skaði verði með þeim hætti að við séum að hætta á útrýmingu villtra laxastofna við strendur Íslands?“

Þórunn SveinbjarnardóttirÞingmaður Samfylkingarinnar segir slysasleppingar úr sjókvíaeldi hörmulegar fréttir fyrir lífríki Íslands og fjölbreytileika þess og villti laxastofninn gæti verið í mikilli hættu.

Eigum ekki að normalísera slysasleppingar

„Það er auðvitað þyngra en tárum taki að þessi viðburður í raun og veru standi yfir, það er að strok verði af þeirri stærðargráðu sem við erum hér að sjá,“ sagði Svandís sem sagðist þó ekki geta tjáð sig um atvikin sem sum hver eru kæranleg. Ábyrgð rekstraraðila sé hins vegar mikil. 

„Mér finnst það skipta mjög miklu máli í því ljósi að við verðum að geta treyst því að bæði innra eftirlit og ytra eftirlit sé með þeim hætti að það sé viðunandi. Frá því að ég kom í ráðuneytið hef ég tekið þessi mál mjög alvarlega, enda eru strok af þessu tagi óásættanleg umhverfisslys. Við eigum ekki að normalísera þau, við eigum ekki að segja: Þetta er eitthvað sem hlýtur að gerast. Eldislaxar eiga að vera í kvíum og þeir eiga ekki að vera í kvíum með götum og rekstraraðilinn hverju sinni ber ábyrgð á því að tryggja það,“ sagði Svandís. 

„Eldislaxar eiga að vera í kvíum og þeir eiga ekki að vera í kvíum með götum.“
Svandís Svavarsdóttir,
matvælaráðherra

Þrír norskir sérfræðingar hafa rekkafað síðustu daga eftir eldislaxi. Þeir byrjuðu í Ísafjarðará þar sem meira var af eldislaxi í ánni en villtum laxi en þess má geta að laxastofn í ánni er ekki stór. Kafararnir nota skutulbyssur til að drepa eldisfiskinn.

Þetta er ekki sú framtíðarsýn sem matvælaráðherra vill sjá þegar kemur að laxeldi. „Það er alveg ljóst að við viljum ekki sjá slys af þessu tagi hér á landi og það er ekki glæsileg framtíðarsýn að það séu froskmenn með skutulbyssur að sulla í ám hér fram eftir hausti. Það er ekki það sem við viljum sjá.“

Svandís hefur lagt það til við Alþingi í gegnum fjárlagavinnu að fjármunum verði beint bæði til Hafró og til Fiskistofu til að bæta það eftirlit sem hér er nauðsynlegt.Þórunn fagnar því að veita eigi meira fé til eftirlits. „Ekki veitir af.“ 

Þórunn sagði fyrirtækin að sjálfsögðu bera ábyrgð. „en mesta ábyrgð bera stjórnvöld sem skapa lagarammann og regluverkið með þessari atvinnugrein og það verður alltaf að horfa á það fyrst og fremst. Um það fjallaði skýrsla Ríkisendurskoðunar sem var hér til umfjöllunar á vormisseri. Við megum ekki láta það gerast að hér verði óafturkræfur skaði og við verðum að horfast í augu við það að allar ábendingar í skýrslu Ríkisendurskoðunar og allt sem sagt hefur verið um hættuna sem getur stafað af atvinnugreininni fyrir lífríki landsins stendur heima. Það er ekkert nýtt í þessu.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
3
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
4
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
7
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
9
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
7
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
8
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
10
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár