Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rosalega þungur vetur fram undan

Lög­fræð­ing­ur­inn, femín­ist­inn og fé­lags­hyggju­kon­an Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir er spennt fyr­ir sín­um fyrsta þing­vetri, sem hún býst samt sem áð­ur við að verði þung­ur.

Rosalega þungur vetur fram undan
Á þingi Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir að ósamstaða innan ríkisstjórnarinnar muni fyrst og fremst bitna á almenningi. Mynd: Aldís Mjöll Geirsdóttir

„Þetta leggst ljómandi vel í mig en þetta er áskorun, það er rosalega þungur vetur fram undan,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sem tók sæti á Alþingi í vikunni í stað Helgu Völu Helgadóttur sem lét af þingmennsku í upphafi mánaðarins. 

Dagbjört hefur áður sest á þing sem varaþingmaður en hún skipaði þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður í alþingiskosningunum 2021. Hún segist finna fyrir pressu sem þingmaður í stjórnarandstöðu en segir fólk tilbúið að hlusta á breytta nálgun. „Ég kem auðvitað svolítið bratt inn í þetta, þetta var ekki mikill fyrirvari sem ég fékk. Ég upplifi þá pressu sem ég er undir sem þingmaður í stjórnarandstöðu hjá félagshyggjuflokki sem ætlar að gera atlögu að því hvernig þessum efnahagsmálum hefur verið stjórnað á undanförnum árum og áratugum. Við sjáum fram á að fólk er tilbúið að hlusta á breytta nálgun sem tekur meira mið af félagslegum áherslum í ríkisfjármálum og við fögnum því.“

Ýmsar ógnir steðja að samfélaginu að mati Dagbjartar, sama hvort um er að ræða verðbólgu eða bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Verðbólgan ógnar þeim stöðugleika sem við eigum skilið sem samfélag. Það eru kjaraviðræður fram undan og þetta fjárlagafrumvarp sem við erum að líta á núna tekur ekki sérstaklega mikið mið af þeim kröfum sem vinnumarkaðurinn mun eðlilega koma fram með. Það eru ekki lagðar miklar áherslur á viðkvæmustu hópana okkar sem eru ungt fjölskyldufólk, ég horfi sérstaklega til þess. Við munum koma til með að þurfa að setja æskilega pressu á stjórnvöld í þeim efnum.“

Ekki nóg að mæta blómum skreyttur í hinsegin gleðigöngu

Forsætisráðherra flutti stefnuræðu í vikunni en Dagbjört segir fátt nýtt hafa verið undir sólinni í ræðu hennar. „Það var ekki að finna neina stöðutöku gagnvart þeim ógnum sem steðja að okkur, það var meiri áhersla lögð á sátt í samfélaginu og auðvitað talaði forsætisráðherra um samfélagsmál sem við verðum að horfast í augu við, hún talaði um bakslag í hinsegin baráttunni og ég fagna því að það var nefnt.“ 

„Stuðningurinn verður að vera raunverulegur og hann verður að sýna í verki“

Dagbjört bendir á að það sé ekki beinlínis í verkahring ríkisins að taka á fræðslumálum í skólum en hins vegar eigi ríkið að styðja við hagsmunasamtök á borð við Samtökin '78. „Það er verið að draga úr stuðningi í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi og það er auðvitað slæmt. Við verðum að koma tilhlýðilega að stuðningi við viðkvæma hagsmunahópa. Það þýðir ekki bara að mæta blómum skreyttur í hinsegin gleðigöngu. Stuðningurinn verður að vera raunverulegur og hann verður að sýna í verki.“

Þingveturinn verður þungur að mati Dagbjartar en hún er spennt fyrir áskoruninni. Hún mun taka sæti í allsherjar- og menntamálanefnd og verður varamaður í velferðarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Ég er spennt að læra inn á það hvernig við vinnum á Alþingi, ég viðurkenni það. Ég hef komið nokkrum sinnum inn sem varaþingmaður en nú er ég með forræði yfir mínum málaflokkum. Ég er lögfræðingur, félagshyggjukona, femínisti og Evrópusinni og er gífurlega spennt fyrir því að taka mína málaflokka í fangið og fylgja þeim eftir.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    HVAÐ GERIRFÓLKÞEGARÞAÐERALVEGEINANGRAÐFRÁÖLLUOGÖLLUMEFÞAÐERÞANNIGSTEMDTÞÁEROFthægtAÐÞRÓAMEÐSER ALLSKONARGAGNLEGAHLUTI ENN EKKI Í SAMBANDIVIÐKYNLIFSÓRRALANGANIRISAMBANDIVIÐÞAVITLEYSUEÐAIÞÁATTINAÞAÐGERÐISTELPAN OGÞESSIÓSKÖPBÚAENNÞA MEÐHENNIÍDAG
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Spennandi alþingiskona sem vert er að fylgjast með.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár