Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rosalega þungur vetur fram undan

Lög­fræð­ing­ur­inn, femín­ist­inn og fé­lags­hyggju­kon­an Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir er spennt fyr­ir sín­um fyrsta þing­vetri, sem hún býst samt sem áð­ur við að verði þung­ur.

Rosalega þungur vetur fram undan
Á þingi Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir að ósamstaða innan ríkisstjórnarinnar muni fyrst og fremst bitna á almenningi. Mynd: Aldís Mjöll Geirsdóttir

„Þetta leggst ljómandi vel í mig en þetta er áskorun, það er rosalega þungur vetur fram undan,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sem tók sæti á Alþingi í vikunni í stað Helgu Völu Helgadóttur sem lét af þingmennsku í upphafi mánaðarins. 

Dagbjört hefur áður sest á þing sem varaþingmaður en hún skipaði þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður í alþingiskosningunum 2021. Hún segist finna fyrir pressu sem þingmaður í stjórnarandstöðu en segir fólk tilbúið að hlusta á breytta nálgun. „Ég kem auðvitað svolítið bratt inn í þetta, þetta var ekki mikill fyrirvari sem ég fékk. Ég upplifi þá pressu sem ég er undir sem þingmaður í stjórnarandstöðu hjá félagshyggjuflokki sem ætlar að gera atlögu að því hvernig þessum efnahagsmálum hefur verið stjórnað á undanförnum árum og áratugum. Við sjáum fram á að fólk er tilbúið að hlusta á breytta nálgun sem tekur meira mið af félagslegum áherslum í ríkisfjármálum og við fögnum því.“

Ýmsar ógnir steðja að samfélaginu að mati Dagbjartar, sama hvort um er að ræða verðbólgu eða bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Verðbólgan ógnar þeim stöðugleika sem við eigum skilið sem samfélag. Það eru kjaraviðræður fram undan og þetta fjárlagafrumvarp sem við erum að líta á núna tekur ekki sérstaklega mikið mið af þeim kröfum sem vinnumarkaðurinn mun eðlilega koma fram með. Það eru ekki lagðar miklar áherslur á viðkvæmustu hópana okkar sem eru ungt fjölskyldufólk, ég horfi sérstaklega til þess. Við munum koma til með að þurfa að setja æskilega pressu á stjórnvöld í þeim efnum.“

Ekki nóg að mæta blómum skreyttur í hinsegin gleðigöngu

Forsætisráðherra flutti stefnuræðu í vikunni en Dagbjört segir fátt nýtt hafa verið undir sólinni í ræðu hennar. „Það var ekki að finna neina stöðutöku gagnvart þeim ógnum sem steðja að okkur, það var meiri áhersla lögð á sátt í samfélaginu og auðvitað talaði forsætisráðherra um samfélagsmál sem við verðum að horfast í augu við, hún talaði um bakslag í hinsegin baráttunni og ég fagna því að það var nefnt.“ 

„Stuðningurinn verður að vera raunverulegur og hann verður að sýna í verki“

Dagbjört bendir á að það sé ekki beinlínis í verkahring ríkisins að taka á fræðslumálum í skólum en hins vegar eigi ríkið að styðja við hagsmunasamtök á borð við Samtökin '78. „Það er verið að draga úr stuðningi í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi og það er auðvitað slæmt. Við verðum að koma tilhlýðilega að stuðningi við viðkvæma hagsmunahópa. Það þýðir ekki bara að mæta blómum skreyttur í hinsegin gleðigöngu. Stuðningurinn verður að vera raunverulegur og hann verður að sýna í verki.“

Þingveturinn verður þungur að mati Dagbjartar en hún er spennt fyrir áskoruninni. Hún mun taka sæti í allsherjar- og menntamálanefnd og verður varamaður í velferðarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Ég er spennt að læra inn á það hvernig við vinnum á Alþingi, ég viðurkenni það. Ég hef komið nokkrum sinnum inn sem varaþingmaður en nú er ég með forræði yfir mínum málaflokkum. Ég er lögfræðingur, félagshyggjukona, femínisti og Evrópusinni og er gífurlega spennt fyrir því að taka mína málaflokka í fangið og fylgja þeim eftir.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    HVAÐ GERIRFÓLKÞEGARÞAÐERALVEGEINANGRAÐFRÁÖLLUOGÖLLUMEFÞAÐERÞANNIGSTEMDTÞÁEROFthægtAÐÞRÓAMEÐSER ALLSKONARGAGNLEGAHLUTI ENN EKKI Í SAMBANDIVIÐKYNLIFSÓRRALANGANIRISAMBANDIVIÐÞAVITLEYSUEÐAIÞÁATTINAÞAÐGERÐISTELPAN OGÞESSIÓSKÖPBÚAENNÞA MEÐHENNIÍDAG
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Spennandi alþingiskona sem vert er að fylgjast með.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár