Í grunninn snýst málið um það hvernig einn umfangsmesti fisksali landsins, náði með ólögmætum hætti að koma hundruðum milljóna króna ólöglega og framhjá sköttum, út úr rekstri sínum og á leynilega bankareikninga erlendis, til þess að geta síðan nýtt sér ávinninginn í eigin þágu. Upp komst um Sigurð Gísla og umfangsmikil undanskot hans og fyrirtækis hans Sæmarks í kjölfar uppljóstrunar Panama-skjalanna árið 2016.
Sæmark var í fjölda ára gríðarlega umsvifamikið í fisksölu fyrir fjölda íslenskra útgerða og velti hátt í tíu milljörðum króna þegar best lét.
Fyrirtækið Sæmark var tekið til gjaldþrotaskipta eftir að rannsókn á málinu hófst og eignir Sigurðar voru kyrrsettar í kjölfar húsleitar og rannsóknar árið 2017. Eins og Heimildin greindi frá í febrúar síðastliðnum hafa skattayfirvöld þegar gert hálfs milljarðs króna kröfu á hendur Sigurði vegna skattaundanskota hans.
Tvö önnur dómsmál …
Athugasemdir