Pálmar Óli Magnússon, fyrrverandi forstjóri Samskipa, sem sagður er lykilmaður í ólöglegu samráði skipafélaganna, er stjórnarformaður eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, Birtu. Þar situr hann í umboði Samtaka atvinnulífsins. Pálmar er einn fjögurra einstaklinga með réttarstöðu grunaðra í rannsókn Héraðssaksóknara á samkeppnisbrotum og var yfirheyrður um þau árið 2018.
Formaður Rafiðnaðarsambandsins, hvers félagsmenn eru stór hluti sjóðsfélaga í Birtu, segir að lýsingar á lögbrotum fyrirtækjanna og hlut Pálmars í þeim séu alvarlegar. Það hljóti að kalla á viðbrögð. Sjálfur segir Pálmar málið engin áhrif hafa á hæfi sitt til að stýra lífeyrissjóðnum. Fjármálaeftirlitið hafi talið hann hæfan til að gegna stöðunni, þrátt fyrir að sæta rannsókn.
„Pálmars-stúdían“ samráðsplan
Samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins var Pálmar Óli lykilleikandi í því ólöglega samráði Samskipa og Eimskips, sem varð til þess að metsekt var lögð á Samskip í síðustu viku, 4,2 milljarðar króna. Hann er sagður hafa skrifað undir samninga við Eimskip, sem fólu beinlínis í …
Athugasemdir