Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svandís: Vertíðin fer af stað á morgun

Degi áð­ur en hval­veiði­bann það sem mat­væla­ráð­herra setti tíma­bund­ið á í sum­ar átti að renna út hef­ur fram­hald­ið ver­ið ákveð­ið. Svandís Svavars­dótt­ir kynnti nið­ur­stöðu sína, í þessu eld­fima póli­tíska máli, á sum­ar­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Eg­ils­stöð­um.

Svandís: Vertíðin fer af stað á morgun
Tveir skutlar Dýraverndunarsamtökin Hard to Port fylgdust grannt með hvalveiðum síðasta sumars og mynduðu m.a. þegar langreyðar voru dregnar á land með marga skutla í sér, suma ósprungna. Mynd: Hard to port

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að hvalveiðar megi halda áfram á morgun en undir verulega auknu og strangara eftirliti. Þetta tilkynnti hún á sumarfundi ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í morgun. Svandís mun í dag setja nýja reglugerð sem felur í sér ítarlegar og hertari kröfur til veiðibúnaðar, veiðiaðferða og aukið eftirlit. Skilyrðin snúa m.a. að þjálfun, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum.

Svandís rökstyður ákvörðun sína með því að vísa í niðurstöður starfshóps sem hún skipaði í sumar og gaf út skýrslu sína í byrjun viku. Þar hafi komið fram „all margar hugmyndir“ sem væru til þess fallnar að fækka „frávikum“ við hvalveiðar. „Þannig að vertíðin fer af stað á morgun með ítarlegum skilyrðum,“ sagði hún við blaðamenn eftir ríkisstjórnarfundinn.

Samkvæmt reglugerðinni munu Matvælastofnun og Fiskistofa vinna saman að eftirliti með veiðunum. Ráðgert er að stofnanirnar sendi ráðuneytinu skýrslu við lok veiðitímabils þar sem dregnar eru saman helstu niðurstöður eftirlits með hvalveiðum 2023.

Svandís stöðvaði veiðar Hvals hf. á langreyðum tímabundið í júní í kjölfar þess að fagráð um velferð dýra komst að þeirri niðurstöðu að veiðiaðferðir samræmdust ekki ákvæðum dýravelferðarlaga. Ekki væri unnt með núverandi aðferðum að tryggja velferð dýra við aflífun.

SumarfundurFundur ríkisstjórnarinnar, þar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína um framhald hvalveiða, fór fram á Egilsstöðum í morgun.

Hvalur hf. fékk síðast útgefið leyfi sjávarútvegsráðherra til veiða á langreyðum árið 2019 og gildir það til áramóta.

Andstaða við veiðar aukist hratt

Á þessum tíma hefur viðhorf landsmanna til veiðanna breyst mikið, sérstaklega síðustu mánuði. Ný skoðanakönnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands sýnir að andstaða við hvalveiðar hefur aukist um sjö prósentustig, frá 35% í maí 2022 í 42% nú í ágúst. Stuðningur við hvalveiðar hefur minnkað úr 33% í 29% á sama tímabili. Karlar hafa verið hlynntari veiðunum en konur en milli maí í fyrra og í ágúst nú hefur sá stuðningur dregist saman um 10 prósentustig, úr 48 prósent í 38.

Vinstri græn hafa allt frá árinu 2015 haft það í stefnu sinni að leggjast „eindregið  gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur“. Við veiðarnar, sagði í ályktun landsfundar þetta ár, „er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna. Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni“. Þessi stefna flokksins var ítrekuð á flokksráðsfundi hans nú í ágúst.

Í brennidepli

Hvalveiðar hafa verið mikið í umræðunni síðustu misseri. Í febrúar í fyrra skrifaði Svandís grein í Morgunblaðið þar sem fram kom að hún teldi fátt rökstyðja að heimildir til hvalveiða yrðu endurnýjaðar. Nokkrum vikum síðar voru tvö hvalveiðiskip Hvals hf. farin út á sjó til veiða sem höfðu þá ekki verið stundaðar tvö ár á undan.

MæðurEllefu kýr með fóstri voru veiddar á vertíðinni síðasta sumar. Fóstrin voru skorin úr kviði dýranna og rannsökuð.

Dýraverndunarsamtökin Hard to Port fylgdust náið með veiðunum og mynduðu á fyrstu vikum vertíðarinnar ítrekað þegar langreyðar voru dregnar á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði með marga skutla í sér – suma sem höfðu ekki sprungið. Þá mynduðu samtökin einnig starfsmenn Hvals hf. að fjarlægja fóstur úr kviði dýranna.

Í kjölfar frétta af þessu setti matvælaráðherra reglugerð um aukið eftirlit með veiðunum sem m.a. fól í sér myndavélaeftirlit um borð í hvalveiðibátunum. Meðal annars á því eftirliti byggði skýrsla Matvælastofnunar um veiðar sumarsins 2022 sem gefin var út í maí síðastliðnum.

Afhjúpun í skýrslu MAST

Niðurstaða stofnunarinnar var sú að veiðar á stórhvelum samræmdust ekki markmiðum laga um velferð dýra. Í skýrslunni kom m.a. fram að af þeim 148 langreyðum sem voru veiddar á vertíðinni voru 36 (24%) skotnar oftar en einu sinni. Þar af voru fimm skotnar þrisvar og fjórar skotnar fjórum sinnum. Dauðastríð tveggja þeirra stóð í 1-2 klukkustundir.

Í öðru tilvikinu stóð eftirför áhafnar hvalveiðiskipsins fram í myrkur og á myndböndum sem Heimildin fékk afhent sést að sex sprengjuskutlum var skotið að dýrinu sem synti sært um, kafaði og blés. „Því var um mjög langt dauðastríð að ræða og ætla má með miklum þjáningum áður en [dýrið] drapst,“ sagði í eftirlitsskýrslu MAST um þetta tiltekna atvik.

Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klukkustundir án þess að hvalveiðimönnum tækist að aflífa hann. Skot geiguðu, skutlar sprungu ekki og dýr áttu það til að særast í fyrstu skotum og slíta sig svo laus áður en þau voru hæfð að nýju.

Ekki í anda laga en lögin ekki brotin

Síðasta sumar veiddu starfsmenn Hvals hf. svo að minnsta kosti eina mjólkandi langreyðarkú, sem þýðir að hún hefur verið með kálf á spena. Sá hefur líklega ekki lifað lengi án móður sinnar. Ellefu kýr með fóstri voru veiddar. Sum þeirra höfðu náð um það bil 2/3 fæðingarstærðar sinnar.

MAST taldi þrátt fyrir þetta allt saman að við veiðarnar hefði verið beitt „bestu þekktu aðferðum“ miðað við þær aðstæður sem veiðar á langreyðum eru stundaðar við og því hefðu ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin.

Skýrslan vakti mikil viðbrögð og Svandís sagði niðurstöður hennar „sláandi“. Í sama streng tók t.d. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður atvinnuveganefndar.

Á veiðumStilla úr myndbandi sem tekið var upp af veiðunum síðasta sumar.

Mannúðleg aflífun ekki möguleg

Næsta skref var að fá fagráð um velferð dýra, sem starfar samkvæmt lögum um dýravelferð, til að rýna í málið og svara þeirri spurningu hvort hægt sé yfir höfuð að standa þannig að veiðum á stórhvelum að aflífun með mannúðlegum hætti sé tryggð, líkt og lög gera ráð fyrir.

Niðurstaða fagráðsins lá fyrir um miðjan júní og var afgerandi: Sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmast ekki ákvæðum dýravelferðarlaga. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun.

Stopp!

Svandís tók þegar í stað þá ákvörðun að stöðva hvalveiðar tímabundið, til ágústloka, á meðan þeim spurningum væri m.a. svarað hvort að mögulegt væri að bæta eða breyta veiðiaðferðunum með þeim hætti að þær uppfylltu dýravelferðarlög.

Þessi ákvörðun hennar, sem lá fyrir daginn áður en hvalveiðivertíðin átti að hefjast, var harðlega gagnrýnd, m.a. af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, sagði ákvörðunina hafa sett stjórnarsamstarfið „í loft upp“.

Villt dýrLangreyðar eru risastór dýr sem ferðast langa vegu um heimsins höf á hverju ári. Þær geta náð 70-90 ára aldri að minnsta kosti.

Óljós niðurstaða starfshóps

Eftir að Svandís hafði sett hið tímabundna hvalveiðibann á, bann sem átti að standa til ágústloka á meðan málin yrðu skoðuð ofan í kjölinn, skipaði hún starfshóp sem skoðaði m.a. tillögur Hvals hf. að bættum veiðiaðferðum. Þær sneru m.a. að þjálfun áhafna, breytinga á púðursamsetningu í sprengiskutlum, léttari línu í skutlana og nýs miðs byssanna með ljósi.

Niðurstaða hópsins lá loks fyrir í byrjun vikunnar og var sú að mögulegt væri að bæta veiðiaðferðirnar og „ekki unnt að útiloka“ að veiðar með breyttum aðferðum væru betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum væri litið til „mögulegra samlegðaráhrifa þeirra“. Niðurstaðan var því hvorki afgerandi né sérstaklega skýr.

Þá var komið að ákvörðun ráðherra. Yrði hvalveiðibannið framlengt eða ekki? Væri nauðsynlegt að skjóta þá eða ekki?

Og sú ákvörðun liggur nú fyrir. Vertíðin hefst á morgun, segir Svandís.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er Sorgar dagur i sögu ISLANDS og til Skammar fyrir xG. Nasiztarnir unnu með hotunum. Best væri að ganga til Kosninga i Haust. Rikistjornin er FALLIN
    þeirra filgi er hrunið fyrir löngu. Þetta a eftir að draga dilk a eftir ser td i USA og viðar.
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Í dag gerði Svandís Svavarsdóttir RISASTÓR mistök.

    Þetta mun reynast Íslandi, VG og henni sjálfri þungbært.

    Það er fyrir löngu síðan kominn tími á að hætta hvalveiðum og því svívirðilega dýraníði sem því fylgir við strendur Íslands.

    Minnumst þess að Hvalur hf hefur lengi verið einn helsti fjárhagslegur stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins.

    Auðvitað ætlast fyrirtækið til þess að fá eitthvað í staðinn fyrir þá "fjárfestingu" sína.
    0
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    VG beygir sig í öllu undir níðinga Sjálfstæðisflokksins. Það var fyrirséð.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
6
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
4
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár