Eftirför og skot í myrkri: Myndband af löngu dauðastríði hvals

Skip­verj­ar á Hval 8 skutu sex skot­um að henni. Fjög­ur hæfðu. En fyrstu þrjú drápu hana ekki. Hún, blés, synti og kaf­aði. Eft­ir þriðja skot­ið, þeg­ar kol­dimmt var orð­ið, and­aði hún enn kröft­ug­lega. Þetta má sjá á mynd­bandi af tveggja klukku­stunda dauða­stríði sem lang­reyð­arkýr háði síð­asta haust. Heim­ild­in birt­ir hér brot úr mynd­band­inu.

Upptaka Eftirlitsmenn á vegum Matvælastofnunar voru um borð í hvalveiðiskipum Hvals hf. á síðari hluta vertíðarinnar í fyrra. Á myndbandinu hér að ofan má sjá veiðar á langreyði í lok september.

20. september í fyrra hélt Hvalur 8, annað af hvalveiðiskipum Hvals hf. til veiða að kvöldi. Fyrr um daginn hafði áhöfnin veitt eina langreyði, rúmlega 18 metra langa kú. Siglt er út á Selvogsbanka, suður af Reykjanesskaga. Og um klukkan 19.30 eru þeir komnir með aðra langreyði í sigtið. Hún er ekki ein á ferð. Þær synda þarna saman tvær.

Það er ágætt í sjóinn, þurrt og enn nokkuð bjart þótt húmið vofi yfir.

Sú sem syndir nær skipinu kemur upp til að blása. Anda. Það er á þessu augnabliki sem hleypt er af. Hár hvellur kveður við. Sprengiskutullinn, sem notaður er við veiðarnar, hæfir dýrið. Í kviðarholið.

En skotið veldur því ekki bana. Fimm skutlum til viðbótar, þar af tveimur sem geiga, á eftir að skjóta að þessari tæplega 20 metra löngu langreyðarkú, á tveggja klukkustunda tímabili, áður en yfir lýkur.

Á milli fyrsta skotsins og þess síðasta á hún margsinnis eftir að koma upp á yfirborðið, synda og blása kröftuglega. Anda. Stundum blóði. Um tíma með þrjár taugar úr sprengiskutlum í sér.

Dauðastríð kýrinnar, sem stóð í 120 mínútur, var tekið upp af eftirlitsmanni á vegum Matvælastofnunar sem var, samkvæmt nýrri reglugerð sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gaf út síðasta sumar, að fylgjast með velferð hvalanna. MAST gaf út skýrslu sína um síðustu sumarvertíð Hvals hf. í byrjun vikunnar. Meðal gagna sem sérfræðingar MAST byggðu niðurstöður sínar á eru myndbönd eftirlitsmannanna.

Heimildin hefur fengið aðgang að hluta myndefnisins.

Um klukkan 20.30 er farið að skyggja. Sjórinn er dimmblár og áhöfnin á Hval 8 er búin að kveikja á sterkum kastara á þilfarinu. Þeir fylgja langreyðinni eftir með ljósinu. Hún blæs. Og henni blæðir.

Stundum er eins og sá sem kastaranum stýri missi sjónar af henni. Því hún kafar reglulega. Stundum nokkuð lengi í einu.

Himininn við sjóndeildarhringinn er fölbleikur. Hann á eftir að skipta litum, verða fjólublár, dimmblár og loks svartur, allt þar til markmiðinu verður náð: Að drepa þennan hval.

Það strekkist á tauginni sem er föst við sprengiskutulinn og á að tryggja að skotið dýr syndi ekki sært á haf út. Hún er enn að synda. Kemur upp og blæs. Úr henni fossar blóð.

Fjögur skotÁður en yfir lauk hafði langreyðarkýrin verið skotin með fjórum sprengjuskutlum. Myndin sýnir um það bil staðsetningu hvers skots.

Þegar klukkuna vantar um 20 mínútur í níu er skollið á niðamyrkur. Og öðru skoti er hleypt af. Skutullinn þýtur um loftið og hæfir kúna, rétt framan við annað bægslið. Blóðflekkurinn er áberandi í ljósi kastaranna af skipinu.

Hún berst enn um. Með tvær taugar fastar í sér. Tvo skutla í líkamanum.

Skipverjarnir hlaða byssuna enn einu sinni. Kastarinn fylgir enn dýrinu sem blæs, syndir og kafar. Það er ekki auðvelt að miða við þessar aðstæður. Enginn munur sést lengur á himni og hafi. Allt er svart. Nema umhverfis langreyðina. Hún heyrist blása. Blæs upp blóði. Og svo er hleypt af þriðja skotinu sem hæfir hana.

Hún hverfur sjónum um stund. En svo kemur hún aftur upp og blæs. Nokkuð hraustlega.

Nokkru síðar er svo hleypt af með háum hvelli fjórða skotinu. Það er farið að hvessa enda klukkan langt gengin í tíu að kvöldi.

Þetta er skotið sem verður henni að bana.

Af þeim 148 langreyðum sem veiddar voru á 100 daga vertíð Hvals hf. síðasta sumar þurfti að skjóta 36 þeirra tvisvar eða oftar, eða í um fjórðungi tilfella. 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Michelsen skrifaði
    Djöfuls viðbjóður 😡
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er Glæpamenska og Mannvonska af Grimmasta tagi. Dyranyð er ekki nogu ljott orð til að Lysa þessu. Þetta eru Nazistar sem standa a bak við þennan Þverhaus hja Hval sem þraast við að Hætta þessum Glæp. Mannvonska og Loddara hattur ræður ferð
    Landbunaðar Raðuneytið a nu strax að STOPPA HVALVEIÐAR við Island. Vinstri Grænir Stjornmalaflokkur mun Þurkast ut. Kanski er það best svo. Þeir vinna skitverkin fyrir NASISTANNA i þessari VONDU RIKISTJORN.
    0
  • ES
    Eiríkur Stefánsson skrifaði
    Til skammar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Hafnar sáttaumleitunum Samherja
Fréttir

Hafn­ar sáttaum­leit­un­um Sam­herja

Sam­herji kom á fram­færi ósk í gegn­um lög­manns­stof­una Wik­borg Rein um að fella nið­ur mála­ferli á hend­ur lista­mann­in­um Oddi Ey­steini Frið­riks­syni vegna „We‘re Sorry“ list­gjörn­ings­ins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði feng­ið lög­menn sér til varn­ar. „Ég ætla ekki að semja um nokk­urn skap­að­an hlut,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.
Börn og ópíóðar
Aðsent

Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir, Sæunn Kjartansdóttir og Sigrún Júlíusdóttir

Börn og ópíóð­ar

Þrír sér­fræð­ing­ar segja að það sé ekki gef­ið að þeir sem glími við fíkn eigi erf­iða reynslu úr barnæsku. Börn með áfalla­sögu eða reynslu af van­rækslu eða of­beldi eru hins veg­ar í mun meiri áhættu en önn­ur börn gagn­vart fíkn.
Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023

Hrafn Jónsson
Hrafn Jónsson
Pistill

Hrafn Jónsson

Þjóðarósátt

Ráða­menn eiga endi­lega að njóta launa­hækk­ana sinna og fara í sól­ar­landa­ferð­irn­ar sín­ar. En þeir eiga ekki að voga sér sam­hliða að segja venju­legu fólki að skamm­ast sín fyr­ir tásumynd­ir frá Tene.
Ódýrara fyrir framleiðendur að flokka fernur með pappa en öðrum drykkjarumbúðum
RannsóknFernurnar brenna

Ódýr­ara fyr­ir fram­leið­end­ur að flokka fern­ur með pappa en öðr­um drykkj­ar­um­búð­um

Þrátt fyr­ir laga­breyt­ingu eru fern­ur enn ekki flokk­að­ar sem einnota drykkjar­vöru­um­búð­ir, held­ur sem papp­ír sem ber eitt lægsta úr­vinnslu­gjald lands­ins.
Allt gott er okkur að þakka, allt slæmt er ykkur að kenna
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Gervigreind í hernaðarprófi reyndi að drepa stjórnanda sinn
Flækjusagan

Gervi­greind í hern­að­ar­prófi reyndi að drepa stjórn­anda sinn

Gervi­greind­ar­kerfi sem banda­ríski flug­her­inn próf­aði „tók upp á mjög óvænt­um hlut­um“ til að ná mark­mið­um sín­um — að við segj­um ekki uggvæn­leg­um
Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda
Greining

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 14 nýja þing­menn en rík­is­stjórn­in hef­ur tap­að sama fjölda

Fimmta mán­uð­inn í röð mæl­ist Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins. Fylgi flokks­ins hef­ur ekki mælst meira í 14 ár. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst minni. Vinstri græn halda áfram að tapa fylgi og mæl­ast nú í fyrsta sinn und­ir sex pró­sent­um.
Svöl stemning og melódískt popppönk
Gagnrýni

Svöl stemn­ing og mel­ó­dískt popppönk

Doktor Gunni met­ur hér tvær plöt­ur; Mukka – Stu­dy Me Nr. 3 og Þór­ir Georg – Nokk­ur góð.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • Þóra Dungal fallin frá
    6
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
Loka auglýsingu