Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Græðgin er að drepa okkur“

Fjór­ir ein­stak­ling­ar svör­uðu því hver þeirra drauma­laun eru og gisk­uðu á það hverj­ar hæstu heild­arárstekj­ur síð­asta árs voru. Ekk­ert þeirra hef­ur áhuga á að kom­ast á há­tekju­list­ann.

Gestir og gangandi í Kringlunni voru beðin um að giska á hæstu heildarárstekjur Íslendinga á síðasta ári. Svörin voru ólík og nokkrum milljörðum of lág. Einnig var fólk beðið um að segja þá upphæð sem þau myndu veita sér í laun ef það væri undir þeim sjálfum komið. Öll sögðust þau sátt við laun sem væru á bilinu 600–800 þúsund krónur, en það er rétt undir meðallaunum þeirra sem voru í fullri vinnu árið 2022 samkvæmt Hagstofunni. 

Brjálæði

Gríma Kóps heyrði að einhver hefði verið með 42 milljónir á mánuði á síðasta ári. Aðspurð hverjar hún haldi að mestu heildarárstekjurnar árið 2022 hafi verið svarar hún: „Alltof mikið.“

Gríma KópsSegir fólk ekki þurfa margar milljónir á mánuði.

Það voru fjórir milljarðar, hvað finnst þér um það?

Mér finnst þetta brjálæði. Bara munur á fólki í tekjum er brjálæði.

Finnst þér að það ætti að vera eitthvert þak á því hvað einstaklingur getur fengið háar tekjur?

Já, mér finnst það. Það mætti alveg vera.

Hverju myndi það breyta?

Mér finnst náttúrlega að þeir sem eru með lægstu launin eigi að fá hærri laun, mannsæmandi laun. Mér finnst brjálæði þegar fólk er með margar milljónir á mánuði því við vitum að við þurfum ekki margar milljónir á mánuði. Við eigum bara að vera svolítið raunsæ og ekki komin út í græðgi. Græðgin er að drepa okkur.

Værir þú til í að vera á svona hátekjulista einhvern tímann á lífsleiðinni?

Nei. Mér finnst nóg að hafa bara nóg fyrir mig. 

Ein spurning að lokum, ef þú fengir að velja launin þín alveg sjálf og gætir gefið þér hvað sem er, hvað myndirðu greiða þér í laun?

Mér finnst allt í lagi að vera með svona kannski 700–800 þúsund krónur á mánuði. Mér finnst að það ætti að vera svona ... en ef fólk á fyrirtæki og gengur vel finnst mér ekkert óeðlilegt að fólk geti borgað sér góð laun. En þegar bankastjórarnir eru með öll þessi laun, sem bera enga ábyrgð, bara bullshit.

Ekki meira en forsetinn

Leifur Guðmundsson er hugsi yfir því hverjar hæstu heildarárstekjurnar hafi verið. „Ég bara get ekki ímyndað mér það. Ég veit að það er alveg svakalega mikið.“

Leifur GuðmundssonTelur það ekki gott að vera of ríkur.

Rúmir fjórir milljarðar. Hvað finnst þér um það?

Ég bara ... já, já, það er alltof mikið. Ég kann ekki að ræða svona háar tölur.

Finnst þér að það ætti að vera eitthvert þak á því hvað fólk getur fengið miklar tekjur?

Já, það finnst mér. Bara ekkert meira en forsetinn allavega. 

Forsetinn væri þá þakið?

Já, mér finnst það bara eðlilegt. 

Værir þú til í að vera á svona hátekjulista einhvern tímann á lífsleiðinni?

Nei, ég held að það sé ekki gott að vera svona ríkur.

Ef þú gætir gefið þér hvað sem er í laun. Ef þú fengir bara alveg að ráða, hver væri svona þín draumatala?

600–800 þúsund krónur í mesta lagi. Ég hef ekkert að gera með meira. 

Til hamingju

Viktor Guðlaugsson giskar á að mestu heildarárstekjurnar hafi verið 300 milljónir króna. 

Viktor GuðlaugssonFinnur ekki fyrir löngun til að vera á hátekjulista.

Rúmir fjórir milljarðar.

Heyrðu, það ... ég óska viðkomandi bara til hamingju.

Finnst þér að það ætti að vera eitthvert þak á því hvað fólk getur verið með miklar heildarárstekjur? 

Ég held að það sé mjög erfitt að eiga við það því að ég veit ekki eiginlega hver ætti að setja þær reglur og hvernig ætti að framfylgja þeim. Þannig að ég sé nú ekki mikla möguleika á því, hins vegar held ég að það væri kannski ráð að skatta meira þessi ofurlaun svokölluðu. Ég held að það væri kannski svona það sem við gætum gert, en ég held að þessu verði aldrei handstýrt.

Værir þú til í að vera á svona lista einhvern tímann á lífsleiðinni?

Nei, ég held að ég hafi engar áhyggjur af því af því að mér liði ekkert betur með það.

Ef þú fengir að stjórna því alveg hvað þú værir með í mánaðarlaun, hvaða upphæð heldurðu að þú myndir velja þér?

Ég myndi nú bara velja mér upphæð sem myndi nægja mér vel til framfærslu svo ég gæti lifað svona mannsæmandi lífi og sú tala er náttúrlega afstæð því að auðvitað er lífsstíll fólks misjafn og þarfir manna og lífstilgangur mjög misjafn þannig að ég held að það sé erfitt að nefna einhverja tölu. Ég er nú eftirlaunamaður með þokkaleg eftirlaun og ég er bara mjög sáttur með það. 

Heimurinn þarf ekki milljarðamæringa

„Svona 300 milljónir. Ég veit það ekki,“ giskar Fanndís Fjóla Hávarðardóttir á að hæstu heildarárstekjur síðasta árs hafi verið.

Fanndís Fjóla HávarðardóttirMyndi borga sér 800 þúsund krónur á mánuði og málið dautt.

Sá sem var með mestu heildarárstekjurnar fékk rúma fjóra milljarða.

Já. Are we sure? Fjórir milljarðar!

Finnst þér að það ætti að vera eitthvert þak á hvað fólk getur grætt mikið eða á það bara að vera frjálst öllum að fá það sem þau vilja?

Málið er að heimurinn þarf ekki milljarðamæringa, það er bara málið. Þeir þurfa það ekki. Af hverju eru þið að hoarda svona mikinn pening? Það er engin ástæða til þess nema bara gloatið að eiga pening þannig, já.

Værir þú til í að vera á svona lista einhvern tímann á lífsleiðinni?

Nei. Ég er ekki nógu mikilvæg eða rík til að geta farið á þennan lista. 

Ef þú fengir að velja hvaða tölu sem er í mánaðarlaun, hvaða tölu heldurðu að þú myndir velja?

Fyrir eða eftir skatt?

Fyrir skatt.

Segi bara 800 þúsund fyrir skatt og málið dautt. Ég skal bara sætta mig við það.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki undan því að borga skatt“
ViðtalHátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki und­an því að borga skatt“

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur at­hafna­skáld fyr­ir að bæði skrifa bæk­ur en líka stunda „biss­ness“. Ólaf­ur er stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann tek­ur sím­ann en hann var í 26. sæti yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2023. Ef hann fengi því ráð­ið myndi hann borga mest­an sinn skatt á Ís­landi enda bú­inn að borga nóg „fyr­ir vest­an“.
Ójöfnuður ósanngjarn en samt nauðsynlegur
SagaHátekjulistinn 2023

Ójöfn­uð­ur ósann­gjarn en samt nauð­syn­leg­ur

Nið­ur­stöð­ur ný­legr­ar rann­sókn­ar á við­horf­um ís­lensks al­menn­ings til ójafn­að­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is sýna að stærst­ur hluti al­menn­ings er óánægð­ur með tekjuó­jöfn­uð og tel­ur ójöfn­uð við­hald­ast vegna þess að hinir ríku og valda­miklu hagn­ast á hon­um. Sami al­menn­ing­ur vill hins veg­ar ekki út­rýma ójöfn­uði með öllu vegna trú­ar á op­in tæki­færi og verð­leika.
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
GreiningHátekjulistinn 2023

Svona lít­ur ís­lenska hag­kerf­ið út í dag

Ef tek­in væri ljós­mynd af ís­lenska hag­kerf­inu væru á henni flug­vél­ar, bið­skyldu­merki og 25 ára ung­menni í von­lausri leit að sinni fyrstu fast­eign. Ör vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar vek­ur ugg með­al hag­fræð­inga, en fjár­mála­ráð­gjafi seg­ir hann einnig stuðla að stöð­ug­leika krón­unn­ar og þeim lífs­gæð­um sem Ís­lend­ing­ar búa við í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár