Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eigandi Icewear segir fyrirtækjareksturinn ekki alltaf sældarlíf

Ág­úst Þór Ei­ríks­son, eig­andi Icewe­ar, ætl­aði sér frá unga aldri að reka fyr­ir­tæki. Hon­um finnst sú upp­hæð sem hann borg­ar í skatt pass­leg og seg­ir það hluta af því að taka þátt í þjóð­fé­lagi að gefa til baka. Ág­úst seg­ir fyr­ir­tækja­rekst­ur­inn ekki alltaf hafa geng­ið áfalla­laust fyr­ir sig.

Eigandi Icewear segir fyrirtækjareksturinn ekki alltaf sældarlíf
Ágúst Þór Eiríksson Byrjaði Icewear með átta starfsmönnum fyrir 15 árum en nú eru þau 340 talsins.

Í 78. sæti á listanum yfir tekjuhæstu Íslendinganna situr Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear, með 2.717.449 krónur í mánaðarlaun og heildarárstekjur upp á 257.609.385 krónur, sem eru að uppistöðu vegna fjármagnstekna. Hann segir það alltaf hafa verið drauminn að verða atvinnurekandi enda hefur hann lagt allt í sölurnar fyrir Icewear síðustu áratugi. „Ég hef náttúrlega ekki gert annað síðan ég hætti í skóla en að standa í þessu.“

Á 15 árum hefur starfsemi fyrirtækisins stækkað töluvert. Tveimur árum áður en fyrsta búðin var opnuð, árið 2010, voru átta starfsmenn innan fyrirtækisins. Í dag telur starfsfólkið 340 manns og eru útibú með vörunum orðin 21 talsins. Ágúst segir búðirnar vera eins og börnin sín, þess vegna sé erfitt að gera upp á milli þeirra. Hins vegar eigi búðin í Vík í Mýrdal stóran stað í hjarta hans. „Þetta er náttúrlega stærsta búðin mín og við höfum byggt hana upp síðan 2012.“

Stærsta ár Icewear 

Ágúst Þór segir þó ýmislegt geta gengið á í fyrirtækjarekstri. „Það brann hjá okkur árið 2018 og svo kom Covid. Það er eitt og annað sem hefur bjátað á en við höfum verið heppin að standa þetta af okkur og höfum í raun styrkst við hvert áfall. Þannig að þetta hefur ekkert alltaf verið sældarlíf.“ 

Fyrirtækiseigandinn tekur því fagnandi að ferðaþjónustan sé að ná meira flugi en fyrir heimsfaraldur enda finnur hann fyrir aukinni eftirspurn eftir vörum Icewear samhliða þeim vexti. „Fyrirtækið er búið að vera að vaxa mikið og stækka vörulínuna. Við finnum alveg fyrir því að við erum komin í 2019 eins og það var fyrir Covid og reyndar töluvert meira en það. Við höfum náttúrlega vaxið gríðarlega núna á árinu 2022 og síðan það sem af er 2023.“ Ágúst spáir því að þetta verði stærsta ár Icewear hingað til. 

Aðspurður segist Ágúst sáttur við þá upphæð sem fer í skattgreiðslur hjá honum. „Mér finnst þetta bara passlegt. Maður þarf náttúrlega að borga til samfélagsins ef það gengur vel og það er hluti af því að vera þátttakandi í íslensku þjóðlífi. Skattar eru sanngjarnir finnst mér á Íslandi, allavega fyrirtækjaskattar.“

„Maður þarf náttúrlega að borga til samfélagsins ef það gengur vel og það er hluti af því að vera þátttakandi í íslensku þjóðlífi“
Ágúst Þór Eiríksson

Ágúst, hver eru þín mestu auðæfi í lífinu?

Það er náttúrlega fjölskyldan, börnin og konan mín. 

Þau trompa Icewear?

Já. Icewear er náttúrlega mikilvægt en það er bara annar hluti af mínu lífi og ég hef ekki þurft að velja neitt á milli,“ segir Ágúst. 

Hér er hægt að skoða hátekjulista Heimildarinnar í heild sinni þar sem finna má upplýsingar um 3.320 tekjuhæstu Íslendingana.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki undan því að borga skatt“
ViðtalHátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki und­an því að borga skatt“

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur at­hafna­skáld fyr­ir að bæði skrifa bæk­ur en líka stunda „biss­ness“. Ólaf­ur er stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann tek­ur sím­ann en hann var í 26. sæti yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2023. Ef hann fengi því ráð­ið myndi hann borga mest­an sinn skatt á Ís­landi enda bú­inn að borga nóg „fyr­ir vest­an“.
Ójöfnuður ósanngjarn en samt nauðsynlegur
SagaHátekjulistinn 2023

Ójöfn­uð­ur ósann­gjarn en samt nauð­syn­leg­ur

Nið­ur­stöð­ur ný­legr­ar rann­sókn­ar á við­horf­um ís­lensks al­menn­ings til ójafn­að­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is sýna að stærst­ur hluti al­menn­ings er óánægð­ur með tekjuó­jöfn­uð og tel­ur ójöfn­uð við­hald­ast vegna þess að hinir ríku og valda­miklu hagn­ast á hon­um. Sami al­menn­ing­ur vill hins veg­ar ekki út­rýma ójöfn­uði með öllu vegna trú­ar á op­in tæki­færi og verð­leika.
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
GreiningHátekjulistinn 2023

Svona lít­ur ís­lenska hag­kerf­ið út í dag

Ef tek­in væri ljós­mynd af ís­lenska hag­kerf­inu væru á henni flug­vél­ar, bið­skyldu­merki og 25 ára ung­menni í von­lausri leit að sinni fyrstu fast­eign. Ör vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar vek­ur ugg með­al hag­fræð­inga, en fjár­mála­ráð­gjafi seg­ir hann einnig stuðla að stöð­ug­leika krón­unn­ar og þeim lífs­gæð­um sem Ís­lend­ing­ar búa við í dag.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár