Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tæplega 73 þúsund þrettán punda laxar voru í kvínni sem göt komu á

Mat­væla­stofn­un og Fiski­stofa rann­saka göt sem komu á lax­eldisk­ví hjá Arctic Fish í Pat­reks­firði. Leit­að er að strok­fiski og reynt að kom­ast að því hvað gerð­ist. Mat­væla­stofn­un get­ur sekt­að lax­eld­is­fyr­ir­tæki fyr­ir slysaslepp­ing­ar.

Tæplega 73 þúsund þrettán punda laxar voru í kvínni sem göt komu á
Óljóst með fjölda eldislaxa Óljóst er hversu margir eldislaxar sluppu úr kví Arctic Fish á Patreksfirði. Daníel Jakobsson hefur svarað fyrir málið hjá Arctic Fish.

Matvælastofnun (MAST) hefur óskað eftir því við laxeldisfyrirtækið Arctic Fish að það klári að slátra eldislaxinum sem er í kví fyrirtækisins í Patreksfirði sem göt komu á. Fjölmiðlar greindu frá götunum í gær.

Þetta segir Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun sem nú rannsakar málið ásamt Fiskistofu. Hann segir að Fiskistofa hafi lagt net í gær til að reyna að veiða eldislaxa sem kunna að hafa sloppið úr kvínni. „Fiskistofa ætlar líka að leita að strokfiski með drónum í nærliggjandi ám.

Um er að ræða eldislax sem líklega er ekki orðinn kynþroska, segir Karl Steinar. Þar að leiðandi eru meiri líkur á því að laxinn haldi sig í firðinum og fari ekki upp í nærliggjandi ár. 

Nýlega skilaði Hafrannsóknarstofnun gagnrýnni skýrslu um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa hér á landi.

„Vonandi verður þetta innan tveggja vikna.“
Karl Steinar Óskarsson,
deildarstjóri fiskeldis hjá MAST

Bið eftir niðurstöðu um sleppingar

Karl Steinar segir að klára þurfi að slátra löxunum úr kvínni til að átta sig á því hvort og þá hversu margir laxar kunna að hafa sloppið. „Við erum að rannsaka málið út frá því hvernig þessi göt mynduðust. Við erum að fara yfir verkferla þar, kalla eftir gögnum og annað slíkt til að reyna að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Við erum að fara yfir þetta skref fyrir skref. Við fengum bara upplýsingar um þetta í gær. [...] Ég óskaði svo eftir því við fyrirtækið að þeir myndu slátra upp úr þessari kví sem fyrst. Við vitum hvað það fór mikið af fiski í kvínna, við vitum hvað það er búið að drepast mikið og hvað það er búið að slátra miklu. Við leggjum þetta svo saman og sjáum þá hversu mikið af fiski vantar,“ segir Karl Steinar. 

Tæplega 73 þúsund laxar voru í kvínni og er meðalþyngd þeirra sex kíló eða rúmlega 13 pund, segir Karl Steinar. Umræddur fiskur hefur verið tæplega tvö ár í sjó í Patreksfirði. Heildarmagnið í kvínni var um 500 tonn segir Karl Steinar. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hversu margir eldislaxar eru eftir í kvínni, líkt og Karl Steinar segir. Þá liggur heldur ekki fyrir hversu lengi götin voru á kvínni áður en þau uppgötvuðust. Laxeldisfyrirtækin sem reka sjókvíarnar kafa reglulega við kvíarnar til að kanna hvort göt hafi myndast. 

Karl Steinar segir að Arctic Fish geti slátrað um 60 tonnum af eldislaxi á dag og því muni alltaf taka nokkra daga að klára hana. „Við verðum að bíða eftir þessari niðurstöðu. Vonandi verður þetta innan tveggja vikna.

Stærsta slysasleppingin átti sér stað nýlega

Þó um sé að ræða marga fiska þá getur umfang þessarar slysasleppingar aldrei orðið eins mikið og þegar tæplega 82 þúsund eldislaxar fundust ekki í kví sem gat hafði komið á hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi í Arnarfirði. Matvælastofnun sektaði Arnarlax um 120 milljónir króna vegna þessar slysasleppingar og rangrar upplýsingagjafar um hana í fyrra. Um var að ræða fyrsta skiptið sem slík sekt var lögð á laxeldisfyrirtæki hér á landi. Þessi slysaslepping var sú stærsta í Íslandssögunni. 

Karl Steinar segir að rannsóknin á götunum á kví Arctic Fish sé á frumstigi um þessar mundir. Stofnunin hefur hins vegar heimildir til að sekta fyrir slysasleppingar ef svo ber undir, líkt og sekt Arnarlax sýnir. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár