Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Svört skýrsla en áhrifin af stærstu slysasleppingu sögunnar hafa ekki komið fram

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur gef­ið út skýrslu um erfða­blönd­un eld­islaxa og villtra ís­lenskra laxa. Þó að erfðla­blönd­un­in sem bent er á í skýrsl­unni sé tals­verð þá tek­ur hún ekki til stærstu slysaslepp­ing­ar Ís­lands­sög­unn­ar upp á 82 þús­und laxa. Guðni Guð­bergs­son hjá Hafró seg­ir að áhrif þeirr­ar slysaslepp­ing­ar komi ekki fram fyrr en á næstu ár­um.

Svört skýrsla en áhrifin af stærstu slysasleppingu sögunnar hafa ekki komið fram
Áhrifin af slysasleppingu Arnarlax óljós Áhrifin af slysasleppingu Arnarlax árið 2021 fyrir villta íslenska laxastofninn eru óljós og þess vegna koma þau ekki fram í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar. Gustav Witzoe eldri og sonur hans og nafni eru stærstu hluthafar Salmar AS, meirihlutaeiganda Arnarlax.

Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út svarta skýrslu um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa hér á landi. Skýrslan sýnir fram á að erfðablöndun hafi átt sér stað í 2,1 prósent tilfella, þar sem 133 af þeim laxaseiðum sem sýni voru tekin úr reyndust vera afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, eða svokallaðir blendingar. Sýnin voru tekin úr löxum úr 89 ám víðs vegar um landið og var lögð áhersla á ár sem eru nálægt sjókvíum þar sem eldislax er ræktaður. 

Skýrslan hefur vakið nokkur viðbrögð, ekki síst hjá hagsmunaðilum í laxveiði annars vegar og hjá laxeldismönnum hins vegar. Þannig skrifaði Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna grein á Vísi um skýrsluna þar sem hann sagði að það væri einungis „tíma­spurs­mál hve­nær sjó­kvía­eldi út­rýmir villta laxinum“. 

Þrátt fyrir að þessi erfðablöndun sé talsverð þá eru umhverfisáhrifin af stærstu slysasleppingu Íslandssögunnar ekki hluti af niðurstöðum þessarar skýrslu. Ástæðan er sú að umrædd slysaslepping átti sér stað fyrir svo stuttu að áhrif hennar á villta laxastofninn eru ekki komin fram. 

„Þetta stóra strok úr kvínni hjá Arnarlaxi er ekki orðið mælanlegt.“
Guðni Guðbergsson,
sviðsstjóri hjá Hafró

Þetta er slysasleppingin sem varð hjá Arnarlaxi, stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands, í Arnarfirði árið 2021 þar sem allt að 82 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókví fyrirtækisins. Gat kom þá á sjókví Arnarlax. Umræddir laxar voru frekar smáir en meðalstærðin var 0,8 kg eða tæpt 1,8 pund. 

Matvælastofnun sektaði Arnarlax um 120 milljónir króna í fyrra fyrir ranga upplýsingagjöf um þessa slysasleppingu í fyrra. Stofnunin sagði frá því í tilkynningu um sektina að brot Arnarlax væri „alvarlegt“ og „aðgæsluleysið vítavert“.

Tveir af eldislöxunumHér sjást tveir af eldislöxunum sem veiddust í Mjólká í fyrra. Fjallað er um veiðarnar á eldislöxunum í Mjólká í nýrri skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um erfðalblöndun eldislaxa og villtra.

Trójuhestur fyrir íslenska laxastofninn

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatns- og eldissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir að áhrifin af þessari slysasleppingu eigi enn eftir að koma fram. „Það er bara tími frá því að eldislaxar sleppa úr kví og þar til þeir eru orðnir kynþroska og komnir upp í ár. Það getur tekið eitt til kannski þrjú ár eftir því á hvaða aldri þeir eru að sleppa. Síðan þurfa þeir að hrygna, hrognin eru ofan í mölinni í einn vetur og svo þurfa þau að klekjast út og síðan þarf að finna laxaseiðin í ánni og greina. Þannig að alveg sama hvað við erum að gera þá erum við alltaf langt, langt á eftir.“ 

Aðspurður hvort að þetta þýði ekki að ómögulegt sé á þessari stundu að meta umhverfisáhrifin af þessari slysasleppingu segir Guðni. „Þetta stóra strok úr kvínni hjá Arnarlaxi er ekki orðið mælanlegt. Það er ekki komið fram með öðrum hætti en þeir fiskar úr strokinu sem veiðst hafa og sem betur fer eru þeir frekar fáir. Það er annað sem þarf að hafa í huga er að við vitum ekki enn hvernig náttúran mun hreinsa þetta, það er að segja hvernig eldisfiskunum mun vegna í ánum. Þetta er bara eitthvað sem á eftir að koma fram. Menn eru alltaf á eftir að meta áhrifin,“ segir Guðni. 

Kemur í ljósGuðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun, segir að áhrifin af slysasleppingunni hjá Arnarlaxi á erfðablöndun eldislaxa og villtra eigi eftir að koma í ljós.

Slysasleppingin hjá Arnarlaxi, sem bæði er sú stærsta í Íslandssögunni og eins sú eina sem Matvælastofnun hefur sektað laxeldisfyrirtæki fyrir, er því eins konar Trójuhestur fyrir íslenska náttúru og laxastofninn hér á landi. Hvaða áhrif hefur það fyrir villta íslenska laxastofninn, sem telur um 50 þúsund laxa, þegar rúmlega helmingi fleiri eldislaxar sleppa út í náttúru Íslands? „Þetta á allt eftir að koma í ljós. Svo verður maður að hafa það í huga að það er ekki verið að veiða í öllum ám og það eru ekki upplýsingar um alla fiska og jafnvel þó það sé verið að veiða þá sjá menn ekkert alla fiska. Þess vegna er svo mikilvægt að fara í árnar og taka sýni til að geta sagt: Hverjir eru pabbar og mömmur seiðanna í ánum?,“ segir Guðni. 

26 laxar í Mjólká en óljós áhrifÍ töflunni um fjölda eldislaxa sem veiðst hafa í ánum sem skoðaðar voru er fjallað um eldislaxana í Mjólká í Arnarfirði. Áhrifin af versu þessara eldislaxa í ánni liggja ekki fyrir og hvað þá áhrifin af þeim 82 þúsund eldislöxum sem sluppu ásamt þeim hjá Arnarlaxi árið 2021.

Mjólká ofarlega á lista

Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar er fjallað um það af hverju erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa er slæm. Þar segir meðal annars að slík erfðablöndun eigi sér alltaf stað í löndum þar sem sjókvíaeldi á laxi er stundað. „Erfðablöndun eldislax og villts lax hefur verið álitin ógn við villta laxastofna og telst hún í dag meðal alvarlegri ógna sem steðja að villtum stofnum. Hún getur breytt erfðasamsetningu stofna, breytt lífsögu, valdið hnignun stofna og þannig skaðað líffræðilegan fjölbreytileika. Erfðablöndun hefur greinst í þeim löndum þar sem sjókvíaeldi á laxi er stundað á útbreiðslusvæði Atlantshafslax, þ.e. þar sem það hefur verið kannað.

Eldislaxar úr slysaleppingu Arnarlax veiddust í Mjólká í Arnarfirði í fyrra, líkt og greint var frá í fjölmiðlum. Mjólká er árnefna eða affall úr Mjólkárvirkjun. Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um erfðablöndunina er fjallað sérstaklega um þessa fiska og eru þeir sagðir hafa verið 24 en 2 eldislaxar veiddust í ánni árið 2018.

Mikil blendingsáhrif af 200 fiska slysasleppingu

Einungis einu sinni áður hafa veiðst fleiri eldislaxar eftir slysasleppingu. Þetta var árið 2014 þegar 64 eldislaxar veiddust í ám á suðvestanverðum Vestfjörðum eftir slysasleppingu á meintum 200 eldislöxum hjá laxeldisfyrirtækinu Fjarðalaxi í Patreksfirði árið 2013. Um var að ræða árnar Botnsá, Ósár og Kleifará.  Ef eldislaxar sem sleppa úr sjókvíum veiðast snemma er þeim mun líklegra að komið verði í veg fyrir að þesir laxar taki þátt í hrygningu sem getur leitt til erfðablöndunar við villta laxastofna. 

Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar er samt nefnt að 34 dæmi um blendinga, bræðing úr villtum laxi og eldislaxi, hafi fundist í Botnsá í Tálknafirði í rannsókn stofnunarinnar. Þetta gerðist þrátt fyrir að þessir 64 eldislaxar sem veiddust í umræddum ám á svæðinu hafi líklega verið úr þessari slysasleppingu. En mögulegt er að laxarnir hafi tekið þátt í hrygningu áður en þeir veiddust. Líklegt er því að slysasleppingin hjá Fjarðalaxi árið 2013 hafi átt þátt í þessari erfðablöndun á laxi í Botnsá sem átti sér stað áður en stóra slysasleppingin hjá Arnarlaxi árið 2021 hefur orðið mælanleg.

Slysasleppingin hjá Fjarðalaxi upp á 200 eldislaxa var hins vegar einungis 0,2 prósent af slysasleppingunni hjá Arnarlaxi upp á 82 þúsund fiska. Þrátt fyrir þennan mikla þá voru afleiðingarnar slysasleppingarinnar 2013 þetta miklar á laxana sem sýni var tekið úr í Botnsá. 

Guðni Guðbergsson vill ekki spá fyrir um áhrifin af slysasleppingu Arnarlax en bendir á að á svæðinu á suðvestanverðum Vestfjörðum séu ekki margar laxár og því sé minni hætta á erfðablöndun þegar eldislaxarnir úr slysasleppingunni snúa aftur og fara upp í ár á því svæði. „Ég er ekki svo spámannlega vaxinn að ég geti giskað á það. Menn geta leikið sér með tölur ef þeir vilja. En eins og þessi skýrsla sýnir þá eru flestir þeirra laxa sem sleppa að koma til baka á það svæði þaðan sem þeir sluppu. Það eru ekki margar laxár með nytjastofnum á þessu svæði þar sem laxarnir hjá Arnarlaxi sluppu.“ 

Sökum þessa má ætla að líkur á erfðablöndun vegna þessara eldislaxa sem sluppu hjá Arnarlaxi séu minni en ef sleppingin hefði átt sér stað á svæði þar sem margar laxár með nytjastofnum er að finna. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Slysasleppingin hjá Arnarlaxi, sem bæði er sú stærsta í Íslandssögunni og eins sú eina sem Matvælastofnun hefur sektað laxeldisfyrirtæki fyrir"
    - Það er bara tímaspursmál hvenær verður önnur stærri.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu
SkýringLaxeldi

Gagn­rýni SFS leiddi til lyk­il­breyt­inga á lax­eld­is­frum­varp­inu

Gagn­rýni frá Sam­bandi ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja spil­aði stóra rullu í því að nýju frum­varpi um lax­eldi var breytt og við­ur­lög minnk­uð við slysaslepp­ing­um. Þetta er ann­að mest um­deilda ákvæði frum­varps­ins en hitt snýst um að gefa lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ótíma­bund­in leyfi til sjókvía­eld­is hér við land. Mat­væla­ráð­herra vill hætta við ótíma­bundnu leyf­in í lax­eld­inu eft­ir harða um­ræðu á Al­þingi.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
7
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu