Sigurbjörg Jóna Traustadóttir er skattadrottning Kópavogsbæjar fyrir árið 2022. Hún greiddi á síðasta ári ríflega 177 milljónir króna í skatta, að mestu leyti í fjármagnstekjuskatt, eða rúmar 169 milljónir króna. Sigurbjörg var í fjórtánda sæti yfir þau sem greiddu hæsta skatta á landinu öllu og í öðru sæti yfir þau sem hæstan skattinn greiddu í Kópavogi.
„Það kemur nú ekki til af góðu,“ segir Sigurbjörg í samtali við Heimildina. „Maðurinn minn fékk blóðtappa í höfuðið og við seldum fyrirtækin ÁF hús og Leigugarða. Við neyddumst til þess, það hefði verið út úr korti fyrir mig að ætla að reyna að reka þetta áfram. Hann er alveg lamaður og kominn inn á hjúkrunarheimili.“
„Ég gat nýtt peningana til að gera lífið eins bærilegt og hægt er miðað við aðstæður“
Maður Sigurbjargar er Ágúst Friðgeirsson, en hann var annar stofnenda og rak ÁF húsa ehf. og síðar Leigugarða, sem ÁF hús áttu …
Athugasemdir (1)